BREYTA

Ávarp í lok friðargöngu

Eyrún Ósk Jónsdóttir flutti ávarp í lok friðargöngu á Þorláksmessu í Reykjavík.

Í sumar voru 100 ár frá því að fyrri heimstyrjöldin hófst. Orðræðan í kringum þetta hræðilega heimsstríð var að þetta átti að vera stríðið sem myndi stöðva öll stríð. Raunin varð önnur, aldrei fyrr höfðu jafn margir saklausir borgarar fallið og að stríðinu loknu ríkti alls engin friður, aðeins tímabundin uppgjöf. Það er nefnilega ekki hægt að enda stríð með stríði. Stríð elur af sér eymd, hatur og önnur stríð. Eftir öll þessi ár ætti okkur að vera ljóst að þessi aðferð hún virkar ekki. Hvernig væri að prófa nýja aðferð?

Í mínum huga er friður ekki einhver stund á milli stríða. Hann er ekki tóm eða kyrrstaða sem á sér stað þegar enginn er að berjast. Nei, í mínum huga er friður lifandi afl og framkvæmd sem þarf að skapa og hlúa að af jafnmiklum krafti, einbeitingu og samstöðu og stríð eru háð. Gífurlegur fjöldi hermanna þjálfar sig fyrir stríð dag hvern. Miklir peningar og hugmyndavinna fer í að búa til vopn. Og mikil útsjónarsemi og skipulagning fer í að gera hernaðaráætlanir. Ímyndið ykkur nú, ef jafnstór fjöldi fólks myndi þjálfa sig fyrir frið. Myndi leggja sig fram í lífinu við að vera gott hvert við annað. Myndi nota útsjónarsemi, skipulagningu og sameiningarkraft til að skapa frið. Í stríðum fremur fólk illvirki og voðaverk. Til að framkvæma fyrir frið hljótum við þá að þurfa að fremja kærleiksverk og góðverk. Að hæfa eins marga og við getum, með ást, vináttu og virðingu. Að stunda skyndi velgjörðir og vinna að framrás mannúðar og mannréttinda. Í mínum huga hefst friður í hjarta hvers og eins. Í bók sinni Mannúðarbyltingin orti japanski rithöfundurinn Daisaku Ikeda: ,,Ein stórkostleg breyting í hjarta einnar manneskju mun breyta örlögum samfélagsins, og það sem meira er, hún mun breyta örlögum mannkynsins í heild." Þjóðfélagið okkar er ekkert annað en hópur einstaklinga og allur heimurinn er ekkert annað en margir hópar margra einstaklinga. Þessvegna þurfum við aðeins að breyta hjartanu. Nánar tiltekið okkar eigin hjarta. Ég kalla því eftir byltingu. Hjartabyltingu. Steypum af stóli innri fordómum, dómhörku, hatri og skeytingaleysi í garð nágrannans. Það er ótrúlega rótgróið í samfélag okkar manna að einfalda hluti þannig að sumir séu góðir og aðrir séu vondir. Bækur og teiknimyndir fyrir yngstu kynslóðina sýna okkur þetta. Vondi kallinn er yfirleitt einn illur einstaklingur og hann jafnvel hreikir sér af því hvað hann er vondur. Kjartan í strumpunum hrópar upp yfir sig ,,ég hata strumpa...“ og svo hlær hann illgjörnum hlátri. En í raunveruleikanum höfum við öll gott og slæmt innra með okkur. Um leið og við skrímslagerum fólk og málum það sem illt höfum við lokað á alla möguleika á samræður og frið. Ef við viljum eiga einhverja von á að koma á friði á þessari jörð þá verða bæði fjölmiðlar, stjórnmálamenn og við venjulegt fólk að hætta að skipta fólki í flokka á þennan hátt. Ég hef frá því að ég var krakki talað fyrir friði. Ég hef skrifað um frið og ég hef ort ljóð um frið. Í hvert sinn heyri ég einhvern segja: ,,Friður getur aldrei orðið að veruleika. Stríðin hafa alltaf fylgt manninum.“ En bara af því að eitthvað hefur aldrei gerst áður, þá þýðir það ekki að það geti ekki gerst. Einu sinni, fyrir 36 árum, var engin friðarganga, og svo héldum við bara friðargöngu. Einu sinni hafði enginn farið til tunglsins, og svo fórum við bara til tunglsins. Og einu sinni var ekki friður og svo munum við bara koma á friði. Á hverju augnabliki getur allt gerst. Allt er mögulegt. Meira að segja fyrirbrigði í henni veröld sem virðast óbreytanleg og í föstu formi geta breyst á svipskots stundu. Eldgosið í Holuhrauni minnir okkur á þetta. Fyrir 5 mánuðum síðan var þetta hraun og grjót í föstu formi. Það var búið að vera eins, óbreytanlegt, í hundraði ára, en á einu augnabliki breyttist það og kvika þeyttist upp í loftið og svæði sem er stærra en Reykjavík er algjörlega breytt. Yoko Ono og John Lennon kvöttu okkur til að hugsa á þennan hátt þegar þau skreyttu 12 borgir með auglýsingaspjöldum sem á stóð ,,Stríðið er búið, ef þú vilt það.“ Það að trúa að friður geti orðið að veruleika er að taka ábyrgð og ákveða að framkvæma fyrir frið. Við byrjum innra með okkur í hjartanu, og smitum svo út frá okkur til annara til dæmis í gegnum samræður og með því að sýna kærleika í verki. Eigið þið góðar friðarstundir, Takk fyrir

Færslur

SHA_forsida_top

Sprengjurnar

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

SHA_forsida_top

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

SHA_forsida_top

SHA andæfa herskipaheimsókn

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

SHA_forsida_top

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

SHA_forsida_top

Ályktun frá miðnefnd SHA

Ályktun frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

SHA_forsida_top

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrárnefnd fundar

Stjórnarskrárnefnd fundar

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

SHA_forsida_top

Listi þeirra sem sáu að sér

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …