BREYTA

Ávarp í lok friðargöngu

Eyrún Ósk Jónsdóttir flutti ávarp í lok friðargöngu á Þorláksmessu í Reykjavík.

Í sumar voru 100 ár frá því að fyrri heimstyrjöldin hófst. Orðræðan í kringum þetta hræðilega heimsstríð var að þetta átti að vera stríðið sem myndi stöðva öll stríð. Raunin varð önnur, aldrei fyrr höfðu jafn margir saklausir borgarar fallið og að stríðinu loknu ríkti alls engin friður, aðeins tímabundin uppgjöf. Það er nefnilega ekki hægt að enda stríð með stríði. Stríð elur af sér eymd, hatur og önnur stríð. Eftir öll þessi ár ætti okkur að vera ljóst að þessi aðferð hún virkar ekki. Hvernig væri að prófa nýja aðferð?

Í mínum huga er friður ekki einhver stund á milli stríða. Hann er ekki tóm eða kyrrstaða sem á sér stað þegar enginn er að berjast. Nei, í mínum huga er friður lifandi afl og framkvæmd sem þarf að skapa og hlúa að af jafnmiklum krafti, einbeitingu og samstöðu og stríð eru háð. Gífurlegur fjöldi hermanna þjálfar sig fyrir stríð dag hvern. Miklir peningar og hugmyndavinna fer í að búa til vopn. Og mikil útsjónarsemi og skipulagning fer í að gera hernaðaráætlanir. Ímyndið ykkur nú, ef jafnstór fjöldi fólks myndi þjálfa sig fyrir frið. Myndi leggja sig fram í lífinu við að vera gott hvert við annað. Myndi nota útsjónarsemi, skipulagningu og sameiningarkraft til að skapa frið. Í stríðum fremur fólk illvirki og voðaverk. Til að framkvæma fyrir frið hljótum við þá að þurfa að fremja kærleiksverk og góðverk. Að hæfa eins marga og við getum, með ást, vináttu og virðingu. Að stunda skyndi velgjörðir og vinna að framrás mannúðar og mannréttinda. Í mínum huga hefst friður í hjarta hvers og eins. Í bók sinni Mannúðarbyltingin orti japanski rithöfundurinn Daisaku Ikeda: ,,Ein stórkostleg breyting í hjarta einnar manneskju mun breyta örlögum samfélagsins, og það sem meira er, hún mun breyta örlögum mannkynsins í heild." Þjóðfélagið okkar er ekkert annað en hópur einstaklinga og allur heimurinn er ekkert annað en margir hópar margra einstaklinga. Þessvegna þurfum við aðeins að breyta hjartanu. Nánar tiltekið okkar eigin hjarta. Ég kalla því eftir byltingu. Hjartabyltingu. Steypum af stóli innri fordómum, dómhörku, hatri og skeytingaleysi í garð nágrannans. Það er ótrúlega rótgróið í samfélag okkar manna að einfalda hluti þannig að sumir séu góðir og aðrir séu vondir. Bækur og teiknimyndir fyrir yngstu kynslóðina sýna okkur þetta. Vondi kallinn er yfirleitt einn illur einstaklingur og hann jafnvel hreikir sér af því hvað hann er vondur. Kjartan í strumpunum hrópar upp yfir sig ,,ég hata strumpa...“ og svo hlær hann illgjörnum hlátri. En í raunveruleikanum höfum við öll gott og slæmt innra með okkur. Um leið og við skrímslagerum fólk og málum það sem illt höfum við lokað á alla möguleika á samræður og frið. Ef við viljum eiga einhverja von á að koma á friði á þessari jörð þá verða bæði fjölmiðlar, stjórnmálamenn og við venjulegt fólk að hætta að skipta fólki í flokka á þennan hátt. Ég hef frá því að ég var krakki talað fyrir friði. Ég hef skrifað um frið og ég hef ort ljóð um frið. Í hvert sinn heyri ég einhvern segja: ,,Friður getur aldrei orðið að veruleika. Stríðin hafa alltaf fylgt manninum.“ En bara af því að eitthvað hefur aldrei gerst áður, þá þýðir það ekki að það geti ekki gerst. Einu sinni, fyrir 36 árum, var engin friðarganga, og svo héldum við bara friðargöngu. Einu sinni hafði enginn farið til tunglsins, og svo fórum við bara til tunglsins. Og einu sinni var ekki friður og svo munum við bara koma á friði. Á hverju augnabliki getur allt gerst. Allt er mögulegt. Meira að segja fyrirbrigði í henni veröld sem virðast óbreytanleg og í föstu formi geta breyst á svipskots stundu. Eldgosið í Holuhrauni minnir okkur á þetta. Fyrir 5 mánuðum síðan var þetta hraun og grjót í föstu formi. Það var búið að vera eins, óbreytanlegt, í hundraði ára, en á einu augnabliki breyttist það og kvika þeyttist upp í loftið og svæði sem er stærra en Reykjavík er algjörlega breytt. Yoko Ono og John Lennon kvöttu okkur til að hugsa á þennan hátt þegar þau skreyttu 12 borgir með auglýsingaspjöldum sem á stóð ,,Stríðið er búið, ef þú vilt það.“ Það að trúa að friður geti orðið að veruleika er að taka ábyrgð og ákveða að framkvæma fyrir frið. Við byrjum innra með okkur í hjartanu, og smitum svo út frá okkur til annara til dæmis í gegnum samræður og með því að sýna kærleika í verki. Eigið þið góðar friðarstundir, Takk fyrir

Færslur

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Sigurlaug Gunnlaugsdóttir segir frá rannsókn sinni um Farandverkakonur í fiskvinnslu

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og Guðríður Sigurbjörnsdóttir segja frá ESF í Malmö

SHA_forsida_top

Fróðleg umfjöllun

Fróðleg umfjöllun

Athygli er vakin á fróðlegri umfjöllun í fríblaðinu Reykjavík Grapevine, þar sem fjallað er um …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er frátekið í dag.

SHA_forsida_top

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að íslensk stjórnvöld skuli eina ferðina enn ákveða að …

SHA_forsida_top

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/4433 Varnaræfingin Norður Víkingur 2008 verður haldin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli …

SHA_forsida_top

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Miðnefnd SHA hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir: Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkisráðherra þess efnis …

SHA_forsida_top

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Samræmi og samfella í stefnu stórveldanna markast einungis af hagsmunum þeirra. Þessa vegna hafna Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Misminni utanríkisráðherra

Misminni utanríkisráðherra

Í Kastljósi Sjónvarps, mánudagskvöldið 25. ágúst, sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fyrir svörum. Meðal þess …

SHA_forsida_top

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

eftir Peter M. Johansen Þessi grein birtist 18. ágúst í vefritinu Eggin, sem …

SHA_forsida_top

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Að venju verður fjölbreytt dagskrá í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, á Menningarnótt Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet við kínverska sendiráðið við Víðimel 23. ágúst Laugardagskvöldið 23. ágúst klukkan …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Margháttuð dagskrá verður í Friðarhúsi á Menningarnótt Reykjavíkur.

SHA_forsida_top

Frelsi Suður-Ossetíu?

Frelsi Suður-Ossetíu?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 12. ágúst Innrás Georgíu í Suður-Ossetíu …

SHA_forsida_top

Átökin í Kákasus

Átökin í Kákasus

eftir Árna Þór Sigurðsson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 11. ágúst Hernaðarátökin í Kákasus …