BREYTA

Ávarp í lok friðargöngu

Eyrún Ósk Jónsdóttir flutti ávarp í lok friðargöngu á Þorláksmessu í Reykjavík.

Í sumar voru 100 ár frá því að fyrri heimstyrjöldin hófst. Orðræðan í kringum þetta hræðilega heimsstríð var að þetta átti að vera stríðið sem myndi stöðva öll stríð. Raunin varð önnur, aldrei fyrr höfðu jafn margir saklausir borgarar fallið og að stríðinu loknu ríkti alls engin friður, aðeins tímabundin uppgjöf. Það er nefnilega ekki hægt að enda stríð með stríði. Stríð elur af sér eymd, hatur og önnur stríð. Eftir öll þessi ár ætti okkur að vera ljóst að þessi aðferð hún virkar ekki. Hvernig væri að prófa nýja aðferð?

Í mínum huga er friður ekki einhver stund á milli stríða. Hann er ekki tóm eða kyrrstaða sem á sér stað þegar enginn er að berjast. Nei, í mínum huga er friður lifandi afl og framkvæmd sem þarf að skapa og hlúa að af jafnmiklum krafti, einbeitingu og samstöðu og stríð eru háð. Gífurlegur fjöldi hermanna þjálfar sig fyrir stríð dag hvern. Miklir peningar og hugmyndavinna fer í að búa til vopn. Og mikil útsjónarsemi og skipulagning fer í að gera hernaðaráætlanir. Ímyndið ykkur nú, ef jafnstór fjöldi fólks myndi þjálfa sig fyrir frið. Myndi leggja sig fram í lífinu við að vera gott hvert við annað. Myndi nota útsjónarsemi, skipulagningu og sameiningarkraft til að skapa frið. Í stríðum fremur fólk illvirki og voðaverk. Til að framkvæma fyrir frið hljótum við þá að þurfa að fremja kærleiksverk og góðverk. Að hæfa eins marga og við getum, með ást, vináttu og virðingu. Að stunda skyndi velgjörðir og vinna að framrás mannúðar og mannréttinda. Í mínum huga hefst friður í hjarta hvers og eins. Í bók sinni Mannúðarbyltingin orti japanski rithöfundurinn Daisaku Ikeda: ,,Ein stórkostleg breyting í hjarta einnar manneskju mun breyta örlögum samfélagsins, og það sem meira er, hún mun breyta örlögum mannkynsins í heild." Þjóðfélagið okkar er ekkert annað en hópur einstaklinga og allur heimurinn er ekkert annað en margir hópar margra einstaklinga. Þessvegna þurfum við aðeins að breyta hjartanu. Nánar tiltekið okkar eigin hjarta. Ég kalla því eftir byltingu. Hjartabyltingu. Steypum af stóli innri fordómum, dómhörku, hatri og skeytingaleysi í garð nágrannans. Það er ótrúlega rótgróið í samfélag okkar manna að einfalda hluti þannig að sumir séu góðir og aðrir séu vondir. Bækur og teiknimyndir fyrir yngstu kynslóðina sýna okkur þetta. Vondi kallinn er yfirleitt einn illur einstaklingur og hann jafnvel hreikir sér af því hvað hann er vondur. Kjartan í strumpunum hrópar upp yfir sig ,,ég hata strumpa...“ og svo hlær hann illgjörnum hlátri. En í raunveruleikanum höfum við öll gott og slæmt innra með okkur. Um leið og við skrímslagerum fólk og málum það sem illt höfum við lokað á alla möguleika á samræður og frið. Ef við viljum eiga einhverja von á að koma á friði á þessari jörð þá verða bæði fjölmiðlar, stjórnmálamenn og við venjulegt fólk að hætta að skipta fólki í flokka á þennan hátt. Ég hef frá því að ég var krakki talað fyrir friði. Ég hef skrifað um frið og ég hef ort ljóð um frið. Í hvert sinn heyri ég einhvern segja: ,,Friður getur aldrei orðið að veruleika. Stríðin hafa alltaf fylgt manninum.“ En bara af því að eitthvað hefur aldrei gerst áður, þá þýðir það ekki að það geti ekki gerst. Einu sinni, fyrir 36 árum, var engin friðarganga, og svo héldum við bara friðargöngu. Einu sinni hafði enginn farið til tunglsins, og svo fórum við bara til tunglsins. Og einu sinni var ekki friður og svo munum við bara koma á friði. Á hverju augnabliki getur allt gerst. Allt er mögulegt. Meira að segja fyrirbrigði í henni veröld sem virðast óbreytanleg og í föstu formi geta breyst á svipskots stundu. Eldgosið í Holuhrauni minnir okkur á þetta. Fyrir 5 mánuðum síðan var þetta hraun og grjót í föstu formi. Það var búið að vera eins, óbreytanlegt, í hundraði ára, en á einu augnabliki breyttist það og kvika þeyttist upp í loftið og svæði sem er stærra en Reykjavík er algjörlega breytt. Yoko Ono og John Lennon kvöttu okkur til að hugsa á þennan hátt þegar þau skreyttu 12 borgir með auglýsingaspjöldum sem á stóð ,,Stríðið er búið, ef þú vilt það.“ Það að trúa að friður geti orðið að veruleika er að taka ábyrgð og ákveða að framkvæma fyrir frið. Við byrjum innra með okkur í hjartanu, og smitum svo út frá okkur til annara til dæmis í gegnum samræður og með því að sýna kærleika í verki. Eigið þið góðar friðarstundir, Takk fyrir

Færslur

SHA_forsida_top

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

Ekki verður annað séð af neðangreindri frétt Fréttablaðsins í dag en ályktanir og aðgerðir …

SHA_forsida_top

Velheppnuð mótmælastaða við bandaríska sendiráðið

Velheppnuð mótmælastaða við bandaríska sendiráðið

Um fjögur hundruð manns komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna kl. 17:30 í dag. Ögmundur …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra vill vopnahlé í Libanon

Utanríkisráðherra vill vopnahlé í Libanon

Við vorum þungorð í garð Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra hér á Friðarvefnum fyrr í dag. Það …

SHA_forsida_top

Vinstri græn fara fram á fund í utanríkisnefnd

Vinstri græn fara fram á fund í utanríkisnefnd

Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun vegna árása Ísraels á Líbanon og farið fram …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 - Fjölmennum!

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 - Fjölmennum!

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa boðað til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið í dag, föstudaginn 28. júlí, kl. …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við sendiráð BNA

Mótmælastaða við sendiráð BNA

Stríðsrekstri Ísraela í Líbanon mótmælt við sendiráð Bandaríkjanna, sem styðja hernaðinn með ráðum og dáð.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara, tímarits SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 föstudaginn 28. júlí. Jafnframt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. kertafleytingar

Undirbúningsfundur v. kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi til að undirbúa kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að beita sér gegn mannréttindabrotum Ísraela

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að beita sér gegn mannréttindabrotum Ísraela

Í ályktun sem þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér er skorað á ríkisstjórn Íslands að …

SHA_forsida_top

Árásirnar á Líbanon, undirskriftasafnanir, mótmælaaðgerðir víða um heim, ein prédikun og myndir

Árásirnar á Líbanon, undirskriftasafnanir, mótmælaaðgerðir víða um heim, ein prédikun og myndir

Hörmulegt hefur verið að fylgjast með árásum Ísraelshers á grannríkið Líbanon undanfarna daga. Hernaður þessi …

SHA_forsida_top

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

Á hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem …

SHA_forsida_top

Draumur herforingjanna

Draumur herforingjanna

Stun ber á góma, að það hafi þrátt fyrir allt verið tiltölulega öruggur tími. Rökin …

SHA_forsida_top

Varnarsamningurinn og NATO

Varnarsamningurinn og NATO

eftir Vigfús Geirdal Birtist í Morgunblaðinu 13. júlí 2006 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherraefni Samfylkingarinnar …

SHA_forsida_top

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Mótmælafundur, fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli kl. 17:30 Síðastliðinn sunnudag (9. júlí) voru 2 ár …