BREYTA

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Akureyri

Blysför gegn stríði var farin í sjöunda sinn í röð á Akureyri á Þorláksmessu kl. 20.00. Í þetta sinn stóðu Samtök hernaðarandstæðinga ein að henni. Veður var gott, lítil gola og lítið frost. Það er góður siður að bæta andstöðu við stríðsrekstur og yfirgang á líðandi stund við hinn almenna friðarboðskap jólanna. Kjörorð okkar voru þau sömu og undanfarin ár: Frið í Írak! Burt með árásar- og hernámsöflin! Enga aðild Íslands að stríði og hernámi! Gengið var frá Samkomuhúsinu í Hafnarstræti og út á Ráðhústorg. Ekki fór fram nákvæm talning en áætlað var að göngumenn væru ekki færri en 250. Hannes Örn Blandon prófastur í Eyjafirði hélt í göngulok ávarp það sem hér fylgir. Félagar úr kór Akureyrarkirkju sungu og einnig voru kjörorð göngunnar sungin undir jólalagi. Ávarp séra Hannesar Arnar Blandon: Kæru félagar, komilitones, bræður og systur. Ég vil byrja á því að þakka þennan heiður að fá að ávarpa þessa samkomu, sem gekk hér til friðar í kvöld. Þegar vélarnar flugu á turnana forðum og við horfðum með skelfingu var fyrsta hugsun er fló í höfuð mér þessi: Hvað höfum við kallað yfir okkur? Já, hvað veldur því að uppi sé fólk sem leggur slíkt hatur á okkur vestræna menn? Sjálfsagt verða svörin mörg og sannlega er ekki friðvænlegt í heimi hér. Tuttugasta öldin var einhver sú ægilegasta í gjörvallri sögu mannkyns. Verður 21.öldin verri eða munum við ná tökum á ástandinu og búa í friði við alla menn? Minn ágæti prófessor í Gamlatestamentisfræðum, dr. Þórir Kr. Þórðarson, blessuð sé minning hans, útskýrði hebreska friðarhugtakið á svofelldan hátt: Schalom, sem er salem á arabísku, merkir jafnvægi. Jafnvægi milli Guðs og manna, jafnvægi milli manns og náttúru, jafnvægi í millum manna. Þá gæti það þýtt ógnarjafnvægi t.d. nær tvö stórveldi standa andspænis hvort öðru og ota fram þúsund kjarnaoddum svo ekkert má úrskeiðis fara en maður nánast greinir neistaflugið. Maðurinn, mannskepnan, hefur stórlega raskað jafnvægi á mörgum sviðum í heimi hér. Við gengum til friðar í kvöld ugglaust mörg með döprum hjörtum og vonleysi í huga. Það verður auðvitað enginn friður í heiminum svo lengi, sem við smíðum spjót í stað sniðla og sverð í stað plógjárna svo við umorðum aðeins spámanninn Jesaja annan kaflann. Sjálfur hét ég mér því að ganga hér í kvöld biðjandi fyrir þeim sem útdeila hatri og hernaði í heimi. Hét mér því að hrópa ekki ókvæðisorð að þeim sem smíða napalmsprengjur, klasasprengjur eða kjarnavopn, vitandi það, að það eru ekki sannir kristnir menn, sannir múslimar, sannir súfistar, sannir taoistar, sannir Zen-búddistar, sannar manneskjur er það gera. Ég hét mér því að ganga hér í kvöld í anda Gandhis, Martin Luther Kings, Dalai Lama, Idras Shah, Mandela, Krists og Thich Nhat Hanhs, ein vesæl prestsskepna úr Eyjafirði fram. Thich Nhat Hanh er Vietnami og Zen-Búddisti og afar kærleiksrík manneskja sem flúði land á sínum tíma sakir þess að hann barðist fyrir friði í landi sínu, og þegar ég segi barðist, þá var það ekki með vopnum heldur með orðum, orðum vonar, kærleika og friðar. Hann lifði það er napalmi og agnent orange bombum rigndi yfir land hans. Hann mun búa í Frakklandi og vonandi fæ ég einhvern tíma tækifæri til þess að hitta hann. Þrátt fyrir allar hörmungar sem hann lifði og reyndi vogar hann sér að útbreiða von og bjartsýni meðal manna. Hann bendir á það m.a. í bók sinni „Að vera friður“, Being peace, að sumar manneskjur búi við þannin aðstæður sem börn að þær geti ekki að því gert að verða dýrslegar skepnur á unglingsárum. Aðstæður sem við getum breytt. Í ljóði sem hann kallar: „Viltu vera svo vænn að kalla mig réttu nafni“, og ekki veit ég til að hafi verið þýtt á íslensku, segir hann, og ég snara lauslega hér: Segðu ekki að ég fari á morgun. Ég kem meira að segja í dag. Sjá, ég mæti á sekúndu hverri, til þess að vera brum á vorgrein, til þess að vera lítill fugl með veikbyggða vængi sem lærir að syngja í hreiðinu sínu nýja. Ég er lirfan í hjarta blómsins, gimsteinn, falinn í bergi. Já ég kem til þess að hlæja og gráta, til þess að óttast og vona. Fæðing og dauði alls er lifir býr í hjarta mér. Ég er dægurflugan er flýgur á vatnsborðinu, ég er fuglinn sem snæðir hana á fögrum vordegi. Ég er froskurinn sem syndi glaður í tæru vatni, ég er snákurinn er skríður hljóðlega að honum Ég er barnið í Uganda og fætur mínir eru grannir sem bambus. Ég er vopnasalinn sem selur vígvélar handa börnum. Ég er tólf ára stúlka flóttamaður í bát sem hendir sér í hafið þegar sjóræninginn hefur lokið sér af. Ég er sjóræninginn sem aldrei hefur lært að skilja og elska. Ég sit í forsætisnefndinni með allt vald í mínum höndum Ég er maðurinn sem þarf að greiða þjóð minni blóðskuldina og deyja hægt í fangabúðum. Gleði mín er sem blær vorsins er vekur blóm um allan heim. Kvöl mín er táraflóð sem fyllir höfin fjögur. Vertu svo vænn að kalla mig réttu nafni svo ég megi vakna og opna dyr hjartans, dyr samkenndar. Kæru bræður og systur. Sýnum samkennd. Verum samkennd með þeim er þjást. Já verum samkennd öllu lífi. Við erum hluti af heildinni miklu. Við berum ábyrgð. Verum samkennd og berum klæði á vopn. Ræktum tré, ræktum blóm, ræktum líf. Ræktum jafnvægi og frið. Góðar stundir og glæsta framtíð.

Færslur

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

SHA stendur fyrir aðgerðum á afmæli Íraksstríðsins.

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Næstkomandi laugardagur verður langur laugardagur á Laugaveginum og þar um kring. Að venju verður þá …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Hinn sívinsæli mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. feb. kl. 19. Að þessu …

SHA_forsida_top

Ungliðakvöld SHA

Ungliðakvöld SHA

SHA_forsida_top

Fundur sögunefndar

Fundur sögunefndar

Sögunefnd Friðarhreyfinganna fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

15. mars: Stríðinu verður að linna

15. mars: Stríðinu verður að linna

Alþjóðlegar aðgerðir gegn Íraksstríðinu dagana 15.-22. mars 2008 20. mars verða liðin fimm ár …

SHA_forsida_top

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Við höfum sagt frá tillögu sem lögð var fram á Alþingi 17. janúar um að …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar um varnarmál, þar sem fjallað er um ýmis þau málefni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Félagar í MFÍK sjá um málsverðinn að þessu sinni.

SHA_forsida_top

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Steinunn Þóra Árnadóttir, virkur félagi í SHA, situr nú á þingi sem varaþingmaður og hefur …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA um frumvarp til nýrra laga um varnarmál.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK verður haldinn í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, miðvikudagskvöldið 30. janúar kl. …

SHA_forsida_top

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 25. janúar. Nýjustu fréttir …

SHA_forsida_top

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

eftir Álfheiði Ingadóttur alþingismann Við vöktum athygli á því fyrir skemmstu að þverpólitísk …