BREYTA

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Ísafirði

Í tólfta sinn var farin friðarganga á Þorláksmessu á Ísafirði. Þátttakendum hefur fjölgað ár frá ári og hafa sjaldan verið fleiri en núna. Veðrið var með eindæmum gott, nýfallin mjöll, tveggja stiga frost og logn. Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar tók á móti göngumönnum með jólalögum á Silfurtorgi. Anna Sigríður Ólafsdóttir flutti ræðu, Skúli Þórðarson flutti eigið lag og texta um mikilvægi innri friðar og stúlkur úr Grunnskólanum á Ísafirði sungu jólasálminn Heims um ból. Ávarp Önnu Sigríðar Ólafsdóttur: „Friður er ástand laust við átök. Oftast er þá um stríðsátök að ræða, og friður er í þeim skilningi andheiti stríðs. En einnig er vísað til friðar sem ástands þar sem læti og persónuleg átök eru ekki til staðar, og er þá samheiti kyrrðar. Enn ein merkingin vísar til hugarástands þar sem einstaklingur á ekki í innri átökum eða efasemdum, og er þá talað um innri frið.“ Svona er friður skilgreindur í Wikipediu. Ástand laust við átök - þá oftast stríðsátök... Undanfarna daga hef ég verið að velta því fyrir mér hvað ég ætli að fjalla um í kvöld. Ég vissi strax að ég ætlaði að tala um frið því við vorum auðvitað flest að ganga friðargöngu. Fyrsta sem mér datt til hugar þegar hugtakið leitaði á hugann var einmitt þetta andheiti stríðs - sá friður. Ég velti því fyrir mér hvernig ég - sem stærstan part lífs míns hef búið á friðsæla litla Íslandi ætti að geta fjallað um þesskonar frið og hljómað sannfærandi. Hvað veit ég um hvernig það er að þurfa að hlaupa með lífið í lúkunum á milli húsa, því á hverri mínútu má ég búast við sprengjuárás. Hvað veit ég um það hvernig er að kveðja ástvini sem fara á víglínuna og vita að alveg eins komum við aldrei til með að hittast aftur. Hvað veit ég um það að þurfa að bugta mig og beygja undir hervaldið því annars má ég eiga von á misþyrmingum - jafnvel dauða. Já hvað veit ég?! Það eru víða háð stríð og við þurfum kannski ekki að leita langt yfir skammt til að finna þau og það sem kemur kannski meira á óvart er að við þurfum ekki að leita til fortíðar til að finna stríðshrjáð lönd. Þessa stundina gæti einhver verið að láta lífið af völdum stríðsátaka - líkurnar eru meiri en minni. Íbúar í hinum vestræna heimi furða sig oft á því að árið 2007 þurfi enn að grípa til vopna til að leysa ágreiningsmál. Ég veit ekki hvort það er bara ég en ég get ómögulega séð hvernig er hægt að knýja fram frið með stríði - það finnast mér öfugmæli. Almenn óánægja er meðal Evrópubúa út af stríðsrekstri í Írak og samt hafa barist þar meðal annara herlið frá Bretlandi og Danmörku og eins og frægt er orðið - einn íslendingur. Hverjir geta ákveðið fyrir hönd heilla þjóða að þær séu að heyja stríð og hvernig geta tvær manneskjur tekið fram fyrir hendurnar á þjóð sinni og sett hana á lista yfir hinar staðföstu þjóðir - ekki gaf ég leyfi fyrir mína hönd og þó er ég hreinræktaður íslendingur og hvergi nærri því staðföst. Yfirgangssemi valdstjórnarinnar virðist ekki eiga sér takmörk. Í blindi trúa þjóðar- og trúarleiðtogar því, í hroka sínum, að þeir viti hvað öðrum er fyrir bestu og hvernig þeir skuli haga sér. Friður mun ekki ríkja fyrr en leiðtogar geta talað saman og fundið leið til að komast að mannvænum niðurstöðum af umburðarlyndi. Síðast en ekki síst borið virðingu fyrir því að sinn er siðurinn í hverju landi. Þá að annars konar friði Þess þar sem vísað er til ástands þar sem læti og persónuleg átök eru ekki til staðar, og er þá samheiti kyrrðar. Þó við Íslendingar þekkjum ekki til stríðsátaka þá þekkja margir ástand ófriðar. Enn búa margir við ofbeldi - andlegt, líkamlegt og kynferðislegt. Samt lifum við á tímum þar sem upplýsingar streyma til okkar í útvarpi, sjónvarpi og á internetinu og einhvernvegin verðum við samt alltaf jafn hissa á fréttum af ofbeldisverkum og það sem er öllu verra er þá eru sumir farnir í hina áttina og orðnir ónæmir. Flestir sem hér standa þekkja ofbeldi í einhverri mynd, ef ekki á eigin skinni þá hjá einhverjum nákomnum, vini eða ættingja. Okkur finnst kannski skrýtið til þess að hugsa að jafnvel fólk í okkar litla friðsama samfélagi búi við ógn ofbeldis en þannig er það nú samt. Ég hvet alla til þess að horfa ekki í hina áttina ef þeir verða vitni að ofbeldi í einhverri mynd, heldur bregðast við og benda á lausnir. Margir hafa leitað sér hjálpar með góðum árangri og losnað undan okinu, bæði gerendur og þolendur. Þriðja skilgreiningin á friði sem fjallað var um vísar til hugarástands þar sem einstaklingur á ekki í innri átökum eða efasemdum, og er þá talað um innri frið. Það er sennilega sú tegund friðar sem flestir eru í vandræðum með nú á 21stu öldinni þegar allt á að vera svo fullkomið. Góðar líkur eru á að þetta verði öld neyslunnar, aldrei hefur annað eins magn af áfengi, eiturlyfjum og allskyns geðbreytandi lyfjum verið innbyrt og nú. Flestir virðast vilja komast eins langt frá sjálfum sér og kostur gefst. Það er virkilegt áhyggjuefni. Þegar við ættum að geta haft það sem best höfum við það einna verst og við veltum því fyrir okkur hvar hundurinn liggji grafinn. Getur verið að lífshamingjan felist ekki í dauðum hlutum? Getur verið að tíminn sem við eyddum í að vinna fyrir Prada skónum eða nýja leðursófasettinu hafi verið betur varið úti í guðsgrænni náttúrunni? Eða tíminn sem liggur að baki öllum dýru fínu jólagjöfunum hafi verið betur varið í faðmi fjölskyldunnar. Kannski er vandinn einna helst falinn í forgangsröðuninni. Markaðsöflin berja á og segja fólki hvað það er sem það þarfnast helst og sem beljur á bás hlýðum við, oft í þeirri blindu trú að þetta eða hitt færi okkur gleði og lífsfyllingu. Flestir eru löngu hættir að trúa litlu röddinni innra með þeim sem segir að svo muni ekki vera. Það er hætt að vera töff að eiga trú og að vera andlegur er orðið heiti á einhverjum nútíma hippum. Kannski er lykilinn að hamingjunni fólginn í því að vera ekki lengur æðsta stig tilvistar í veröldinni. Kannski er gott að fá að hvíla í því að vakað sé yfir okkur öllum, sama hverrar trúar við erum því auðvitað hlýtur réttlátur guð að vera hafinn yfir trúarbrögð. Ég óska ykkur friðar. Megi heimili ykkar vera griðastaður þar sem þið fáið að vera þeirrar hamingju aðnjótandi að verja tíma með fjölskyldum ykkar. Megi friður ríkja í sálum ykkar og sinni og þið ódofin njóta lífshamingjunnar. Ég óska þess að þið gleðjist yfir því smáa, fegurðinni í sólsetrinu, sjávarilmsins, brosi úr óvæntri átt og bernskubrekum barna ykkar. Ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar, megum við öll njóta hennar í friði og kærleika. Mig langar í lokin að lesa orð úr innsetningarræðu friðarsinnans Nelsons Mandela sem hitta mig alltaf í hjartastað.... Okkar dýpsti ótti er ekki að við séum vanmáttug. Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug. Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest. Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja. En í raun hvað átt þú með að vera það ekki? Þú ert barn Guðs. Það þjónar ekki heiminum að þú gerir lítið úr þér. Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér svo annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig. Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, hún er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni og þegar við leyfum ljósi okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar sjálfkrafa frelsa aðra.

Færslur

SHA_forsida_top

1949 - Austurvöllur - 2019

1949 - Austurvöllur - 2019

Sjötíu ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið í skjóli …

SHA_forsida_top

Ályktun um Gólanhæðir

Ályktun um Gólanhæðir

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga 2019 fordæmir þau áform Bandaríkjastjórnar að viðurkenna innlimun Gólanhæða í Ísrael. Allt …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður SHA í friðarhúsi verður föstudagskvöldið 29. mars. Mikið stendur til enda daginn eftir 70 …

SHA_forsida_top

Góður gestur á landsfundi SHA

Góður gestur á landsfundi SHA

Dr. Edward Horgan er gestur landsfundar SHA á laugardag. Hann er lykilmaður í PANA, írsku …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Laugardaginn 23. mars verður landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn í Friðarhúsi og hefst kl. 11. Á …

SHA_forsida_top

Hvatningarbréf til þingmanna

Hvatningarbréf til þingmanna

Kæri þingmaður Til hamingju með það verkefni sem þér hefur verið falið að sitja á …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúar er stuttur mánuður og málsverðurinn lendir að þessu sinni á föstudagkvöldinu 22. feb. Kokkarnir …

SHA_forsida_top

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins umræðufundar um Venesúela þriðjudagskvöldið 19. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga varar eindregið við öllum áformum hernaðaríhlutun í Venesúela og fordæmir ákvörðun ríkja …

SHA_forsida_top

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir einhliða uppsögn Bandaríkjastjórnar á INF-samkomulaginu um takmörkun kjarnorkuvopna sem hefur stuðlað …

SHA_forsida_top

Miðnefnd

Miðnefnd

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Loksins, eftir alltof langa bið, er Friðarvefur Samtaka hernaðarandstæðinga kominn í loftið á ný. Síðan …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA 2018-19

Miðnefnd SHA 2018-19

Á landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga þann 26. mars síðastliðinn var ný miðnefnd kjörin, líkt og lög …

SHA_forsida_top

Hvalamorðingjar háloftanna?

Hvalamorðingjar háloftanna?

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum þeim sem fylgdust með fréttum að …

SHA_forsida_top

Fréttayfirlit

Fréttayfirlit