BREYTA

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu í Reykjavík

kertiSéra Bjarni Karlsson flutti ávarp í lok friðargöngu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu. Ávarpið birtist hér í heild sinni. I Eitt sinn fyrir fáum árum þurfti gamall vinur minn að taka strætisvagn í útjaðri Berlínarborgar. Hann var einn á ferð að kvöldlagi, eldri maður með hatt og í frakka. Vagninn kom og dyrnar opnuðust, og sem hann steig inn í vagninn fann hann um leið að hann var genginn inn í eitthvert annarlegt ástand. Fyrri miðjum vagni stóðu tveir krúnurakaðir drengir sem héldu að þeir væru nasistar og voru að þjarma að þeldökkum manni sem sat lamaður af skelfigu í sæti sínu. Bílstjórinn sat fölur við stýrið og aðrir farþegar höfðu hrúgast aftast í vagninn í mátvana reiði og ótta. Þessi vinur minn hét Jóhann Friðfinnson, góður og gegn Vestmanneyingur og húmoristi. Og sem hann sér og finnur ástandið á þessu blessaða fólki, þá borgar hann fyrst fargjaldið, snýr sér svo að fólkinu, tekur ofan hattinn sinn, brosir og byrjar svo að syngja með sitt gráa hár og sína góðu rödd, sem þjálfuð var í kirkjukór Landakirkju um áratugaskeið: “It’s a long way to Tipparery, it’s a long way to go..” Fyrr en varði tók einhver farþegi aftast í vagninum undir sönginn, fleiri raddir bættust í hópinn, uns allur vagninn ómaði af söng í rökkri þessa stórborgarúthverfis... “It’s a long way to Tipparery, it’s a long way to go..” Ungu piltarnir, sem voru að reyna að vera nasistar, snérust í hringi langleitir af undrun og höfðu sig fljótt á brott og ástandinu var aflétt. Hvað hafði gerst? Ungu drengirnir höfðu verið gagnteknir af valdi sínu og eins hafði öllu fólkinu ásamt bílsjóranum liðið. En það þurfti ekki nema einn hugrakkan eldri mann með húmor og velvilja til að fjötrar ofbeldisins féllu af öllum og fáránleiki þessara aðstæðna varð augljós. Vandi allra sem í vagninum voru var sá að þau trúðu á ofbeldið. Þau trúðu því að ofbeldismennirnir hefðu valdið sín megin. Og þarna stóðu þessir drengir og voru bara á valdafylliríi. II Vandi íslensks samfélags og allra þjóðfélaga heims er sá, að við trúum á ofbeldi og við tignum það og erum tilbúin að lúta því. Hjá okkur gildir sú regla að þau sem geta þvingað hin, ná sínu fram. Þvingunarvald er gjaldmiðill lífsgæða í menningu okkar. Það er vandinn. “Peningar eru völd” segjum við gjarnan. Þá erum við ekki að tala um völd til þess að græða upp, aðstoða manneskjur og bæta heiminn. Þegar við tyggjum hvert upp eftir öðru þessi orð og segjum “Peningar eru völd” þá erum við með hugann við það vald sem hugsar um sjálft sig og skarar alltaf eld að eigin köku. Heilbrigð skynsemi segir okkur hinsvegar að þvingunarvald er bara sýndarvald. Þvingunarvald kveikir ekki líf. Þvingunarvald getur ekkert sem máli skiptir. Hvers vegna þurftu leiðtogar hernaðarþjóðanna að ljúga að öllum heiminum til þess að geta byrjað Íraksstríðið? Vegna þess að valdið sem þeir beita er óraunverulegt eins og vald drengjanna var í strætisvagninum. Það þarf óraunverulegar ástæður til þess að beita óraunverulegu valdi. Manneskjurnar sem liggja í valnum í Írak eru hins vegar raunverulegar. Líkast til eru þau, sem látist hafa í þessari einu styrjöld, svipaður fjöldi og allir Reykvíkingar! Við hugsum líka til fólksins í Darfurhéraði í Súdan, barnanna sem líða stríðshörmungar í Siera Leone og hinna fáránlegu þjáninga í samskiptum Palíestínumanna og Ísraela, sem aldrei ætla að enda og til allra annara sem líða vegna styrjaldarástands. Þó eru styrjaldirnar sjálfar ekki annað en sárin á líkamanum. Það er allur heimslíkaminn sem er sjúkur. Veistu af hverju menn eins og Saddam Hussein og Georg Bush verða voldugir? Vegna þess að heimssamfélagið dýrkar þvingunarvald. Við ræktum með okkur hernaðarmenningu. Við dýrkum hraðann, upphefjum einkahagsmuni og trúum grimmdinni, en skortir kjark, lífsgleði og velvilja, til þess að byggja upp friðarmenningu. Við sitjum lömuð eins og fólkið í strætisvagninum og mænum á ofbeldismennina í stað þess að tala saman, gleðjast saman og byggja upp velvilja í samskiptum okkar. mynd eftir barnIII Hér standa börn og þau halda á rauðum ljósum og það eru að koma jól. Hverjir eru hagsmunir þessara barna sem hér eru með ljósin sín og eiga lífið framundan? Hvort stendur nær hagsmunum þeirra að lifa í samfélagi sem trúir á hraða, einkahagsmuni og grimmd, eða í samfélagi sem ræktar kjark, lífsgleði og velvilja? Hvort er betra að eiga framtíð í samfélagi sem trúir á þvingunarvald eða kærleiksvald? Hvor menningin er gæfulegri fyrir þessi börn sem hér standa, hernaðarmenningin eða friðarmenningin? Á sama hátt og þvingunarvaldið gegnsýrir öll okkar samskipti, allt frá stjórnmálum veraldarinnar og inn í okkar persónulegustu tengsl við manneskjur, þannig getur kærleiksvaldið einnig litað allt okkar líf, ef við bara viljum og veljum. Viljum við frið? Veljum við réttlæti? Ef það er ósk þín að manneskjurnar í kringum þig njóti réttlætis og friðar. Ef þú raunverulega vilt það og velur að efla með þér kjark, lífsgleði og velvilja til náungans. Þá skalt þú og ég - og við öll - taka í hönd þeirra sem næst okkur standa, horfa í augun á þeim og segja “Ég óska þér friðar!” Nú bið ég börnin að lyfta ljósunum sínum hátt í loft svo að ljós friðarins blasi við okkur öllum. Við hugsum til allra barna borinna og óborinna sem eiga líf sitt og hamingju undir friðarvilja okkar, um leið og við finnum að lágmarki þrjá einstaklinga til að hrista spaðann á og segjum með fullri meiningu: “Ég óska þér friðar!”

Færslur

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Morgunblaðið gagnrýnir þátttöku NATO í stríðinu í Afganistan

Morgunblaðið gagnrýnir þátttöku NATO í stríðinu í Afganistan

Í ritstjórnargrein Morgunblaðisins 27. október er þátttaka Atlantshafsbandalagsins og Íslands í stríðinu í Afganistan gagnrýnd. …

SHA_forsida_top

Friðarsúla eða níðstöng?

Friðarsúla eða níðstöng?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 20. október 2007 Í þessum mánuði …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning, Ísland-Palestína

Kvikmyndasýning, Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir kvikmyndasýningu í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. október og hefst að venju kl. 19 …

SHA_forsida_top

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Á dögunum var sagt frá því að fleiri almennir borgarar hafi fallið í hernaðinum í …

SHA_forsida_top

Friðarverðlaun Nóbels 2007 – meiri háttar mistök

Friðarverðlaun Nóbels 2007 – meiri háttar mistök

Eftir að tilkynnt var 12. október hverjir fengju friðarverðlaun Nóbels 2007 sendi Jan Øberg, framkvæmdarstjóri …

SHA_forsida_top

Sögunefnd fundar

Sögunefnd fundar

Sögunefnd fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ég fagna friðarsúlunni í Viðey

Ég fagna friðarsúlunni í Viðey

eftir Einar Ólafsson Ég fagna friðarsúlunni í Viðey. Ég fagna henni af því að henni …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA í tilefni af vígslu friðarsúlu í Viðey

Ályktun frá SHA í tilefni af vígslu friðarsúlu í Viðey

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni með þá ákvörðun að vekja athygli á mikilvægi friðarbaráttu í …

SHA_forsida_top

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Í tilefni af ársfundi NATO-þingsins munu Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir fundi í Litlu-Brekku í Bankastræti …

SHA_forsida_top

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Í tilefni af ársfundi NATO-þingsins munu Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir fundi í Litlu-Brekku í Bankastræti …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna fundar NATO-þingsins í Reykjavík

Ályktun SHA vegna fundar NATO-þingsins í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla því að til standi að halda þingmannafund NATO hér á landi um …

SHA_forsida_top

Ársfundur NATO-þingsins í Reykjavík 5.-9. október.

Ársfundur NATO-þingsins í Reykjavík 5.-9. október.

53. ársfundur NATO þingsins sem verður haldinn í Reykjavík 5.-9. október. NATO-þingið var stofnað árið …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.