BREYTA

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu

Hér gefur að líta ávarp Höllu Gunnarsdóttur blaðamanns, sem flutt var á Ingólfstorgi í lok Þorláksmessugöngu. Kæru friðargöngugarpar Ég vil byrja á að þakka fyrir tækifærið að fá að ávarpa þennan fund hér í kvöld. Þakkir mínar eru ekki aðeins vegna þess að það sé gaman að fá að vera með ykkur, heldur jafnframt vegna þess að þegar ég vissi að ég ætti að flytja ávarp fór ég að hugsa, sem gerist því miður of sjaldan í amstri dagsins. Ég fór að velta því fyrir mér hvað ég gæti mögulega haft um frið að segja. Og hvers vegna kalla ég mig friðarsinna? Fyrir nokkrum árum sat ég á netkaffihúsi í Bangkok, höfuðborg Tælands. Hópur ungs fólks sat fyrir framan tölvuskjá og fylgdist með körfuboltaleik í gegnum Netið. Á leið minni út staldraði ég aðeins við og í ljós kom að Ísrael var að keppa og þarna voru saman komnir nokkrir af þeim fjölmörgu Ísraelum sem leggja land undir fót þegar þeir hafa lokið herskyldu sinni. Jafnaldri minn úr hópnum tók mig tali og eins og venjulega byrjuðum við á að skiptast á upplýsingum um heimaland, ferðalög, starf, nafn og aldur. „Hvað ertu að gera í þessum bol?“ spurði hann síðan og benti á Che Guevara bolinn sem ég var í. Ég svaraði því til að ég hefði keypt hann sem minjagrip á Kúbu en Ísraelanum þótti ekki mikið til svarsins koma. „Ég ber enga virðingu fyrir þessum manni,“ sagði hann og bætti við að Che Guevara hefði verið morðingi, drepið fjölda fólks. Samræðurnar voru eiginlega hættar að vera vingjarnlegar. Sjálfur var þessi nýi kunningi minn nýbúinn að sinna herskyldu sinni til tveggja ára. Ég reyndi að eyða umræðuefninu en einhverra hluta vegna fórum við út í bollaleggingar um hvort einhvern tímann væri réttlætanlegt að drepa fólk. Þá sagði Ísraelinn: „Það er máltæki í Ísrael, sem segir, að ef einhver vaknar að morgni til að drepa þig, þá skaltu vakna fyrr og drepa hann.“ Þetta var einn margra Ísraelsmanna sem ég hitti á þessum slóðum. „En er engin lausn?“ spurði ég einn sem ræddi ástandið á heimaslóðunum við mig. „Auðvitað, það er alltaf lausn,“ svaraði hann „Og heldurðu að það geti komist á friður?“ spurði ég vongóð. Hann hristi höfuðið. Hann hafði ekki von. Annar sagðist vera með riffil í húsinu sínu enda byggi hann á Gaza. Þegar hann sá að mér svelgdist á sagði hann: „Þú veist ekki hvernig það er.“ Og hann hafði rétt fyrir sér, ég veit ekki hvernig það er. Ég veit ekki hvernig það er að búa við stríðsátök. Ég hef séð sársaukann í augum fólks sem hefur lifað við stríð en ég er 26 ára, alin upp á Íslandi, og hef aldrei þekkt stríð. Ég var barn og sá myndir í sjónvarpinu frá stríðinu í Kúweit. Af hverju er fólk að gera þetta? spurði ég, en það var fátt um svör. - Getur ekki bara verið friður? - Það er ekki svo einfalt, var viðkvæðið En hvað er ekki svona einfalt? Að sleppa því að beita ofbeldi? *** Stríðsátök kosta ekki bara lífin sem er fórnað á vígvellinum. Ísraelarnir sem ég hitti á ferðalagi höfðu eytt tveimur árum af lífi sínu í hernum. Á sama tíma og ég byrjaði að mennta mig sem kennari og eyddi einu ári í útlöndum, sinntu þeir herþjónustu. Þeir höfðu ekkert val. Til að halda úti her þarf að samþykkja að það geti í sumum tilvikum verið réttlætanlegt að beita ofbeldi og um leið að það sé réttlætanlegt að ríkið geri það. Til að fólk samþykki það þarf markvissa menningarmótun. Ungt fólk sem sinnir herþjónustu, hvort sem er í Ísrael, Bandaríkjunum, Súdan, Finnlandi eða Kólumbíu, lærir gildi sem eru í hrópandi andstöðu við þær stoðir sem lýðræðið hvílir á. Herinn byggir á stigskiptu valdakerfi og mjög harðri ímynd sem er því miður oft kennd við karlmennsku. Við hikum ekki, grenjum ekki og hlýðum skipunum að ofan án þess að spyrja. Karlmennskuímynd sem eyðileggur líf þeirra sem læra að lifa eftir henni, og jafnframt þeirra sem verða á vegi hörkutólanna. Og hvernig verður þankagangur fólks sem fær þessi skilaboð á viðkvæmum mótunarárum? Mun þetta unga fólk leggja eitthvað gott og heilbrigt fram til samfélagsins? Stundum er sagt að Ísland eigi ekki að halda úti her vegna þess að engin ógn steðji að landinu. Það getur vel verið, en það gæti breyst á morgun. En ég er andvíg því að íslenskum her verði komið á fót vegna þess að fátt er eins skaðlegt samfélagi fólks og sú harkalega menningarmótun sem óhjákvæmilega fylgir hernaðarrekstri. Þegar við hér á Íslandi segjum við börn eða friðarsinna: Þetta er ekki svona einfalt, þá erum við að réttlæta stríð. Við erum að segja að í sumum tilvikum geti verið réttlætanlegt að beita ofbeldi. Um leið drepum við vonina, vonina um að hvorki við né nokkrir aðrir í heiminum þurfi að búa við ofbeldi eða ógnina af ofbeldi. Og í staðinn kemur myrkur í augun sem segja: Það er engin von. Við setjum okkur líka á háan stall; fyrst að minni kynslóð tókst ekki að byggja friðsælan heim þá tekst þinni kynslóð það ekki. Og samþykkjum um leið heim þar sem menn sjá sig knúna til að vakna snemma og drepa þann sem gæti drepið þá. Það má kalla mig bláeygan, barnslegan ídealista, en ég trúi því einfaldlega að fólk geti lifað saman í friði. Ég hafna því að það sé réttlætanlegt að beita ofbeldi og ég hafna því að hernaðarbrölt sé besta leiðin í samskiptum ríkja. Ég veit ekki hvernig það er að búa við stríðsátök. Og þannig vil ég hafa það áfram. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla, og friðar.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarbaráttan og SHA

Friðarbaráttan og SHA

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa hugvekju um stöðu friðarhreyfinga. Aðsendar …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Sem kunnugt er, þurfti að fresta landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga um liðna helgi. Hann verður því …

SHA_forsida_top

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

Í ljósi þess að strætisvagnar ganga ekki í fárviðrinu og fólk er varað við að …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Fresta þurfti landsfundi SHA vegna óveðursins á laugardag. Nýr fundartími hefur nú verið ákveðinn: miðvikudagskvöldið …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 14. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Dagskrá: 11:00 Hefðbundin …

SHA_forsida_top

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga árið 2015 verður haldinn laugardaginn 14. mars n.k. í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Freistandi febrúarmálsverður

Freistandi febrúarmálsverður

Næsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 27. febúar nk. Það verða félagar í Alþýðufylkingunni sem …

SHA_forsida_top

Hin óþarfa sviðsetning

Hin óþarfa sviðsetning

Stefán Pálsson bregst við grein Þórarins Hjartarsonar hér á Friðarvefnum. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru …

SHA_forsida_top

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á því hvernig óttinn …

SHA_forsida_top

Öberg um Úkraínu

Öberg um Úkraínu

Íslandsvinurinn Jan Öberg er merkur sérfræðingur á sviði friðarmála og lausnar deilumála. Hann heldur úti …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Það verður miðausturlenskt þema í matseðli fjáröflunarmálsverðarins í Friðarhúsi föstudagskvöldið 30. janúar. Daníel Haukar …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok friðargöngu

Ávarp í lok friðargöngu

Eyrún Ósk Jónsdóttir flutti ávarp í lok friðargöngu á Þorláksmessu í Reykjavík. Í sumar …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Að venju stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir friðargöngu í Reykjavík þann 23.desember. Safnast verður saman …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Fullveldisfögnuður SHA, hið rómaða jólahlaðborð Friðarhúss, verður haldið föstudagskvöldið 28. nóvember nk. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …