BREYTA

Ávarp við kertafleytingu á Akureyri 9. ágúst

kertafleyting4 Á Akureyri stóðu Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kertafleytingu við Minjasafnstjörnina kl. 22.30 fimmtudaginn 9. ágúst í mildu og kyrru veðri. Ávarp flutti Inga Þöll Þórgnýsdóttir, bæjarlögmaður á Akureyri, og í framhaldi af því las Edda Rún Sverrisdóttir, 11 ára, sögu sem alkunn er í Japan, söguna af Sadakó Sasiki. Þátttakendur í aðgerðinni, rúmlega 100, fleyttu að lokum nærri jafn mörgum kertum út í kvöldkyrra tjörnina. Kæru friðarsinnar Við erum saman komin til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hirosima og Nagasaki, 6. og 9. ágúst árið 1945, fyrir 62 árum. Kertafleyting til að minnast þeirra hundruða þúsunda saklausra borgara sem létu lífið í þessum grimmilegu árásum er orðin táknræn fyrir friðarbaráttuna. Friðarsinnar eru ekki eingöngu að minna á hættuna sem stafar af kjarnorkuvopnum, heldur einnig að mótmæla hernaðarbrölti og minnast saklausra borgara sem láta lífið vegna stríðsreksturs hernaðarþjóðanna í heiminum í dag. Margar milljónir manna búa við ófrið og á undanförnum árum hafa verið stríð og átök í um 50 löndum. Við minnumst þeirra sem hafa látist í Írak og Afganistan, Súdan og Palestínu. Við hugsum til þeirra sem líða skort og hungur og sem eiga um sárt að binda vegna ógnarástands í stríðshrjáðum löndum. Við minnumst þeirra kvenna og barna sem hafa liðið þjáningar vegna kynferðislegs ofbeldis sem tengist stríði. Við minnumst Abeer Qassim al-Janabi sem var aðeins 14 ára gömul þegar henni var nauðgað og síðan myrt ásamt fjölskyldu sinni af bandarískum hermönnum í íraska bænum Mahmudiya, í mars sl. Hugur okkar er líka hjá þeim sem líða fyrir hernaðarbrölt sinnar eigin þjóðar, þegar stór hluti þjóðartekna er nýttur til stríðsreksturs á meðan almennir borgarar líða fyrir lélega heilbrigðisþjónustu eða hafa ekki efni á að mennta börnin sín. Gerum hvern dag að friðardegi. Verum vakandi og krefjumst svara hver er ástæða þess að 15 manna sérsveit ríkislögreglustjóra tekur þátt í heræfingunni Norður Víkingi, sem fram fer hér á landi dagana 11.-13. ágúst nk. Þegar orrustuherþotur á óvelkomnum heræfingum rjúfa öræfakyrrðina yfir friðsama landinu okkar og vekja okkur af værum blundi í kyrrlátum firðinum skulum við minna samferðafólk okkar á tilgangsleysið með hernaði og allar þær hörmungar sem stríð leiðir af sér fyrir hinn almenna borgara, konur, menn og saklaus börn. Börn eru í eðli sínu friðelskandi. Samt sem áður eru leikfangaverslanir yfirfullar af stríðstólum fyrir börn. Á síðustu 10 árum hafa um tvær milljónir barna látið lífið í vopnuðum átökum og fimm milljónir barna hafa særst eða hlotið fötlun. Mörg þeirra hafa orðið fyrir jarðsprengjum sem finnast í meira en 60 löndum. Í minningu þessara barna skulum við ástunda friðaruppeldi og sniðganga stríðsleikföng. Tökum japönsku stúlkuna Sadakó Sasaki okkur til fyrirmyndar. Sadakó var aðeins tveggja ára gömul þegar kjarnorkusprengju var varpað á Hirosima í ágúst 1945. Áður en við fleytum kertum á tjörninni og vottum um leið fórnarlömbum sprengjanna virðingu okkar og sameinumst um kröfuna: Aldrei aftur Hirosima! Aldrei aftur Nagasaki!, og endurómum kröfuna um friðsaman og kjarorkuvopnalausan heim, skulum við hlusta á söguna um Sadakó Sasaki í flutningi Eddu Rúnar Sverrisdóttur. Eftir lesturinn skulum við í þögn kveikja á kertunum og fleyta þeim á tjörninni: Sasiki fjölskyldan bjó í útjaðri Hirosima þar sem áhrifa sprengjunnar gætti minna en inni í borginni. Þó lifði fjölskyldan ekki öll sprenginguna af, því amma Sadakó dó. Fjölskyldan tók nú til við að búa sér nýtt líf ásamt öðrum sem komust af. Sadakó óx úr grasi samhliða uppbyggingu borgarinnar og var ósköp venjuleg stelpa. Hún var heilbrigð og atorkusöm og mamma hennar sagði að hún hefði verið á hlaupum frá því hún fæddist. Tíu ár voru nú liðin frá því sprengjan féll. Sadakó hafði mikinn áhuga á íþróttum og hún æfði með skólaliðinu undir árlega keppni sem haldin var til minningar um þá sem létust í sprengingunni. Hún var besti hlauparinn í skólaliðinu og hafði sigrað í þessari keppni árinu áður. Á einni æfingunni leið Sadakó undarlega og hana svimaði. Hún sagði engum frá líðan sinni í nokkrar vikur því hana langaði að vinna hlaupið aftur þetta ár. En dag nokkurn hringsnerist allt fyrir sjónum hennar og hún féll til jarðar. Læknar kváðu upp þann úrskurð að hún væri haldin hvítblæði. Hvítblæði var kallað „kjarnorkuveikin“ því margt fólk sem varð fyrir geislun af völdum sprengjunnar fékk þennan sjúkdóm. Sadakó var flutt á spítala og þar hófst barátta hennar við sjúkdóminn. Hún sá mörg börn deyja en lífsvilji hennar var mikill og hún ákvað að berjast til þrautar. Þegar Sadakó var á spítalanum kom Chizuko, besta vinkona hennar, í heimsókn. Hún hafði með sér pappír til að brjóta trönur og hún minnti Sadakó á gamla japanska þjóðsögu. Japanir líta á trönuna sem heilagan fugl og sagan segir að trönur geti lifað í þúsund ár og sá sem getur brotið eitt þúsund pappírströnur fái eina ósk uppfyllta. Sadakó hóf nú að brjóta pappírströnur til að heitasta ósk hennar rættist, að verða heilbrigð á ný. Bróðir hennar og vinir færðu henni pappír og hvöttu hana til dáða. Stofan hennar varð full af trönum sem hún hengdi upp í lengjur og hún kepptist við að reyna að ná því að brjóta 1000 trönur. Hún varð stöðugt veikari en áfram hélt hún og lifði í voninni um að henni mundi batna. Þegar Sadako var að brjóta trönurnar var henni oft hugsað um hörmungar stríðsins og hún fór að óska þess að trönurnar hennar gætu orðið til þess að aldrei yrði aftur stríð. En Sadakó entist ekki aldur til að ljúka verkinu. Þegar hún hafði lokið við 644 trönur dó hún, þann 25. október 1955, tólf ára gömul. Vinir og skólafélagar Sadakó luku við þær 356 trönur sem upp á vantaði og trönurnar voru allar lagðar í gröfina með henni. Á hverju ári, á degi friðarins þann 6. ágúst, setja skólabörn frá Hírósíma pappírströnur við minnismerki Sadakó. Trönurnar koma frá börnum í skólum í Japan og á seinni árum einnig frá börnum hvaðanæva úr heiminum. Tranan er ekki aðeins tákn um kærleika og líf, heldur er hún orðin alþjóðlegt friðartákn.

Færslur

SHA_forsida_top

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma …

SHA_forsida_top

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum fyrirlestri Shyams Tekwamis um áhrif …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Um síðustu helgi stóð hópur námsmanna frá ýmsum bæjum og borgum í Englandi og Skotlandi …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari …

SHA_forsida_top

Menning og morðvopn

Menning og morðvopn

eftir Stefán Pálsson formann SHA Birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2007 Á sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn, 14. júní, lögðust þrjú herskip úr þeim flota NATO, sem kallast sem …

SHA_forsida_top

Uppbyggingin

Uppbyggingin

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2007 Nú á dögunum kom …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. …

SHA_forsida_top

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

Frá Félaginu Ísland-Palestína: Félagið Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningarkvöld fimmtudaginn 14. júní …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp …

SHA_forsida_top

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Dagskrá í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 9. júní kl 14.00 - helguð 40 ára hernámi …

SHA_forsida_top

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur og myndasýning á vegum Íslands-Palestínu á afmæli sex daga stríðsins.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2007. Rétt er að geta þess …