BREYTA

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ágætu friðarsinnar. Við erum samankomin hér við Tjörnina á þessu ágústkvöldi til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí 6.og 9.ágúst fyrir 60 árum. En við erum ekki einungis að minnast þess saklausa fólks sem lét lífið, eða þoldi ævilangar þjáningar af völdum sprenginganna heldur ekki síður að leggja áherslu á ósk okkar og kröfu um að slíkir harmleikir endurtaki sig ekki. Sprengjurnar sem varpað var á japönsku borgirnar árið 1945 voru fyrstu skref kjarnorkuvígvæðingar, sem stóð í áratugi. Þær voru þó sem barnaleikföng miðað við kjarnorkuvopnin í vopnabúrum stórveldanna í dag. Við fyrstu kertafleytinginuna hér á Tjörninni í Reykjavík að kvöldi 5.ágúst 1985 lá óttinn við kjarnorkustríð enn í loftinu. Bandaríkin og Sovétríkin höfðu sett upp mikinn fjölda kjarnorkuflauga á meginlandi Evrópu og byrjað var að koma slíkum vopnum fyrir í skipum og kafbátum. Jafnframt var annar vígbúnaður aukinn stórlega. Hér á landi réðst bandaríkjaher í byggingu nýrra ratsjárstöðva, sprengjuheldra flugskýla og öflugra orustuflugvéla til að heyja kjarnorkustyrjöld. Hernaðaráætlanir ráðamanna hljóðuðu upp á “staðbundið kjarnorkustríð” í Evrópu og “stjörnustríðsáætlun” þar sem hægt væri að berjast með kjarnorkuvopnum úti í geimnum. Svar friðarhreyfinga um allan heim var að reyna að efla vitund almennings um þá hættu sem kjarnorkuvopn hafa í för með sér. Með því að rifja upp reynsluna frá Hírósíma og Nagasakí, með því að benda á þá hættu sem stafar af geislavirkni og með því að sýna á óyggjandi hátt fram á hvernig hættan á kjarnorkuvetri gerir allar hugmyndir um “staðbundið” kjarnorkustríð að markleysu sýndu friðarsinnar fram á að í kjarnorkustríði verður enginn sigurvegari. Í slíku stríði hljóta allir að tapa. Og friðarhreyfingarnar náðu vissulega árangri. Þrátt fyrir herskáa stefnu ráðandi stjórnmálamanna var almenningur hlynntur friðsamlegum lausnum. Hér á Íslandi birtist það m.a í afstöðunni til kjarnorkuvopna-lauss svæðis á Norðurlöndum. Árið 1987 sýndi könnun Félagsvísinda-stofnunnar að níu af hverjum tíu Íslendinga vildu að landið yrði aðili að slíku svæði þótt ríkisstjórnin teldi hugmyndina fráleita. Í Evrópu var vaxandi krafa um að neita að setja upp fleiri kjarnaflaugar og láta taka niður þær sem fyrir voru. Leiðtogafundurinn hér á Íslandi 1986 var eitt dæmi um það að ráðamenn heimsins voru byrjaðir að átta sig á þeirri staðreynd að kjarnorkuvopnastefna þeirra var gjaldþrota. Málstaður friðarsinna hafði unnið sigur á helstefnunni. En stríðsáróður hefur ætíð verið fastur liður í daglegu lífi okkar. Fjöldaframleiðsla er á stríðsmyndum þar sem hetjuskapur hermanna og málstaður annars stríðsaðilans er hylltur. Þessa dagana er einmitt verið að undirbúa eina slíka mynd hér á Íslandi og hópur ungra íslendinga á þá ósk heitasta að fá að falla sem hermenn. Markmið slíkra mynda er að gera stríð spennandi, jafnvel eftirsóknarverð. Með kertafleytingunni leggjum við hins vegar áherslu á þá einföldu staðreynd að stríð drepa. Í styrjöldum deyr saklaust fólk, börn, konur og menn. Í augum hershöfðingja og stríðssinna eru dauði og örkuml almennra borgara aðeins fórnarkostnaður sem fylgir því að vinna glæsta sigra. Afdrif þeirra sem fyrir sprengjunum verða skipta þá ekki máli. Þannig var það í Hírósíma og Nagasakí árið 1945 og þannig er það í dag í Afghanistan og Írak. Stríðsherrarnir hirða ekki einu sinni um að telja hve margir hafa verið drepnir í þeim löndum sem þeir segjast vera að frelsa. Við erum hér samankomin í kvöld til að mótmæla röddum sem segja: “Eitthvað varð að gera til að knýja Japani til uppgjafar”. Þeim röddum sem alltaf hafa á reiðum höndum afsakanir fyrir grimmdar-verkum og manndrápum. Jú þeim þykir það vissulega leitt að börn og konur hafi látið lífið í loftárásum en eitthvað varð nú að gera! Við erum hér til að mótmæla því að hægt sé á nokkurn hátt að réttlæta dauða 240 þúsund óbreyttra borgara í Hírósíma og Nagasakí á sama hátt og við mótmælum því að loftárásir á borgir í Írak eða nokkrar aðrar borgir séu réttlætanlegar. Kertafleytingin í kvöld er því ekki aðeins minningarathöfn heldur sterk krafa um að mannslíf verði virt og röksemdum hernaðarsinna vísað á bug. Um leið og við vottum fórnarlömbum sprengjanna virðingu okkar með því að fleyta kertum hér í kvöld sameinumst við um kröfuna: Aldrei aftur Hírósíma- Aldrei aftur Nagasakí! Ingibjörg Haraldsdóttir

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Eftirfarandi tilmæli til fréttastofu Ríkisútvarpsins voru samþykkt á landsfundi SHA um helgina. (Öðrum fjölmiðlum er …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, laugardag. Helstu niðurstöður og ályktanir fundarins verða …

SHA_forsida_top

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 24. nóvember, eins og áður hefur verið …

SHA_forsida_top

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kjördæmisráði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi: Aðalfundur Kjördæmisráðs …

SHA_forsida_top

Hver eru grunngildin?

Hver eru grunngildin?

ReykjavíkurAkademían blæs til umræðufundar þriðjudaginn 20. nóvember kl. 17-19. Umræðuefnið er „grundvallargildi samfélagsins“ í ljósi …

SHA_forsida_top

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - að þessu sinni glæsileg jólamáltíð.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Opinn félagsfundur MFÍK miðvikudaginn 14. nóvember kl. 19 Alfífa Ketilsdóttir og Halla Gunnarsdóttir tala …

SHA_forsida_top

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Fimmtudaginn 8. nóvember flutti utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, munnlega skýrslu á Alþingi og í kjölfarið …

SHA_forsida_top

Vígvæðing í fjárlögum?

Vígvæðing í fjárlögum?

eftir Katrínu Jakobsdóttur alþingismann Eftirfarandi grein birtist í 24 stundum 9. nóvember Í …

SHA_forsida_top

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Vegna frétta undanfarinna daga um fund æðstu yfirmanna vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems vill borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Ákveðið hefur verið að halda landsráðstefnu SHA laugardaginn 24. nóvember í Friðarhúsi. Dagskráin verður kynnt …

SHA_forsida_top

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ályktun aðalfundar Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði 3. nóvember: Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði harma fund stríðsmangaranna …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Samtök hernaðarandstæðinga gagnrýna harðlega fund stjórnenda vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems í Reykjavík. Vopnaiðnaðurinn er án nokkurs …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA í Friðarhúsi