BREYTA

Bandaríkin færa heiminn nær kjarnorkuvetri, og Ísland hjálpar til?

Þann 20. október 2018 tilkynnti forseti Bandaríkjanna að Bandaríkin myndu hverfa frá samningi um banni við skamm- og meðaldrægum kjarnorkuvopnum, eða INF samningnum svokallaða, sem Bandaríkin og Sovétríkin höfðu skrifað undir árið 1987. Bandaríkin riftu samningnum þann 1. febrúar s.l. og strax daginn eftir fylgdi Rússland á eftir. Bandaríkin véku formlega frá samningnum 2. ágúst s.l. Vopnauppbyggingin er þegar hafin. Bandaríkin byggja nú upp vopnakerfið US-Aegis í austurhluta Evrópu. Í gegnum NATO eru Bandaríkin nú að uppfæra herstöðvar sínar í Deveselu í Rúmeníu og stefnt er að opnun nýrrar stöðvar Redzikowo í Póllandi árið 2020. Í Deveselu eru neðanjarðarskotpallar fyrir 24 eldflaugar sem hægt er að nota fyrir kjarnorkuvopn, þó svo að yfirlýst markmið stöðvanna sé að verjast árásum. Fjögur bandarísk herskip sigla nú stöðugt um Miðjarðarhafið, Svartahafið og Eystrasaltið. Svipuð eldflaugakerfi eru í þessum herskipum (O‘Rourke, 2019). Þessi eldflaugakerfi eru smíðuð í verskmiðjum Lockheed Martin, en talsmenn fyrirtækisins stæra sig af því að þessi kerfi sé bæði hægt að nota í varnarskyni og einnig í árásarhernaði. Þau geti bæði borið meðaldrægar- og langdrægar eldflaugar (Lockheed Martin, 2019). Bandaríkin stefna að því að fjölga þessum herskipaflota sínum á heimsvísu frá 38 til 59 árið 2024. Vitað er að Bandaríkin geyma kjarnorkuvopn í fimm NATO-ríkjum Evrópu: Ítalíu, Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og Tyrklandi. Þótt NATO hafi aldrei formlega viðurkennt tilvist þessara kjarnavopna hefur þetta verið illa varðveitt leyndarmál um langa hríð. Kanadíski þingmaðurinn Joseph Day kjaftaði svo að því er virðist óvart frá leyndarmálinu í skýrslu sem hann lét vinna fyrir NATO og bar nafnið „A new era for nuclear deterrence? Modernization, arms control and alien nuclear forces“. Í skýrslunni kom meðal annars fram að Bandaríkin geymi um 150 kjarnavopn á lykilstöðum í Evrópu, flestar svokallaðar B61 „þyngdarafls-sprengjur“. Í skýrslunni segir m.a. „Þessi vopn eru geymd á sex bandarískum og evrópskum herstöðvum – Kleine Bragel í Belgíu, Buchel í Þýskalandi, Aviano og Ghedi Torre í Ítalíu, Voikel í Hollandi og Incirlik í Tyrklandi. Í því hugmyndafræðilega tilfelli að notkun þeirra verði nauðsynleg er hægt að flytja B61 sprengjurnar með bandarískum eða evrópskum flugvélum sem notaðar eru í ýmsum tilgangi“ (Brogel, 2019. Sjá einnig Dinucci 2019). Ástæðan sem gefin er fyrir þessari uppbyggingu kjarnorku-árásargetu Bandaríkin er sú að aukna hættu steðji af Rússlandi og Kína. Fullyrðingar um slíkt eiga sér ekki stoð í yfirvegaðri yfirsýn yfir hernaðaruppbyggingu þessara ríkja. Rússland hefur í þrjú ár í röð minnkað útgjöld sín til hermála; í fyrra um 3,5 prósentustig. Rússland, landið sem okkur hefur verið kennt að óttast allt frá árinu 1917, eyddi að andvirði rúmum 61 milljarði Bandaríkjadala til hermála. Til samanburðar eyddu Bandaríkin árið 2018,  649 milljörðum Bandaríkjadala í hermál (Tian o.fl. 2019). Bandaríkin starfrækja nærri því 800 herstöðvar í meira en 70 ríkjum (Vine, 2015). Til samanburðar starfrækir Rússland alls 8 herstöðvar utan eigin landamæra. Eina raunverulega hættan sem okkur stafar af Rússlandi eru viðbrögð ríkisins við augljósri kjarnorkuvopna-uppbyggingu NATO-ríkja nálægt landamærum Rússlands, s.s. í Tyrklandi og Rúmeníu, en Varnarmálaráðherra Rússlands hefur þegar tilkynnt um að ríkið muni svara uppbyggingu kjarnorkuvopna Bandaríkjanna með eigin uppbyggingu næstu ár. Hvað varðar viðbrögð Kína er erfiðara að segja til um, en samkvæmt Tian o.fl. (2019) eyða Kínverjar einungis um þriðjungi þess sem Bandaríkjamenn gera, í hermál. Nú hefur Ísland gerst hluti af hernaðaruppbyggingaráformum Bandaríkjanna. Meðal fyrstu verka Bandaríkjahers eftir tilkynningu um aukna uppbyggingu á Íslandi var að æfa eldsneytisgjöf til hættulegustu herflugvélar heims á íslenskri grundu. Þessar flugvélar eru sérstaklega hannaðar til að geta sleppt allt að 16 kjarnorkuvopnum og flogið nánast ósýnilega inn í landamæri „óvinaríkis“. Heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Íslands er undir yfirskyni hernaðaruppbyggingar og MEINTRI ógn af Rússum og Kínverjum. Á fundinum gefst íslenskum ráðamönnum tækifæri á því að koma þeim skilaboðum skýlaust á framfæri að Ísland haldi sig utan uppbyggingu á gjöreyðingavopnum og neiti að taka þátt í ferli sem færir heiminn nær gjöreyðingu. Ísland myndi þar fylgja fordæmi margra ríkja sem hafa lagt algjört bann við notkun og uppbyggingu á kjarnorkuvopnum. Ísland getur og á að stunda sjálfstæða utanríkisstefnu sem byggir á gagnkvæmri virðingu og góð samskiptum við öll ríki og vinnur í þágu friðar á heimsvísu. Ísland má ekki verða skotmark eða aðili að mögulegu gjöreyðingarstríði. Hinn möguleikinn er að halda áfram að lúffa möglunarlaust fyrir áformum þjóðar sem þykist vera heimsveldi og sýnir æ brjálæðislegri tilburði. Við, almenningur, verðum að láta í okkur heyra. Við neitum að sitja þögul meðan heimurinn færist nær tortímingu vegna uppbyggingar kjarnorkuvopnabúrs heimsins. Mike Pence kemur til Íslands sem talsmaður slíkrar uppbyggingar, því verðum við að mótmæla. -Jón Karl Stefánsson   Heimildir O‘Rourke, R. (24. júlí 2019). Navy Aegis ballistic missile defense (BMD) program: Background and issues for Congress. Congressional Research Service. Sótt 3. september 2019 af: https://fas.org/sgp/crs/weapons/RL33745.pdf Lockheed Martin (3. september 2019). Aegis: The shield of the fleet. Sótt af: https://www.lockheedmartin.com/en-us/products/aegis-combat-system.html Brogel, K. (19. júlí 2019). Eindelijk zwart op wit: er liggen Amerikaanske kernwapens in Belgie. De Morgen. Sótt af: https://www.demorgen.be/nieuws/eindelijk-zwart-op-wit-er-liggen-amerikaanse-kernwapens-in-belgie~b051dc18/?referer=https%3A%2F%2Fwww.voltairenet.org%2Farticle207437.html Dinucci, M. (26. ágúst 2019). Nato Nuclear Gaff. Voltaire Network. Sótt af: https://www.voltairenet.org/article207437.html Tian, N., Fleurant, A., Kuimova, A., Wezman, P. D. og Wezman, S. T. 2019. Trends in world military expenditure, 2018. Stockholm International Peace Research Institute. Sótt 29. Júlí 2019 af: https://sipri.org/sites/default/files/2019-04/fs_1904_milex_2018_0.pdf Vine, D. 2015. Where in the world is the U.S. military? Politico. Sótt 29.07.2019 af: https://www.politico.com/magazine/story/2015/06/us-military-bases-around-the-world-119321

Færslur

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Morgunblaðið gagnrýnir þátttöku NATO í stríðinu í Afganistan

Morgunblaðið gagnrýnir þátttöku NATO í stríðinu í Afganistan

Í ritstjórnargrein Morgunblaðisins 27. október er þátttaka Atlantshafsbandalagsins og Íslands í stríðinu í Afganistan gagnrýnd. …

SHA_forsida_top

Friðarsúla eða níðstöng?

Friðarsúla eða níðstöng?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 20. október 2007 Í þessum mánuði …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning, Ísland-Palestína

Kvikmyndasýning, Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir kvikmyndasýningu í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. október og hefst að venju kl. 19 …

SHA_forsida_top

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Kjúklingaforingi í Friðarhúsi

Á dögunum var sagt frá því að fleiri almennir borgarar hafi fallið í hernaðinum í …

SHA_forsida_top

Friðarverðlaun Nóbels 2007 – meiri háttar mistök

Friðarverðlaun Nóbels 2007 – meiri háttar mistök

Eftir að tilkynnt var 12. október hverjir fengju friðarverðlaun Nóbels 2007 sendi Jan Øberg, framkvæmdarstjóri …

SHA_forsida_top

Sögunefnd fundar

Sögunefnd fundar

Sögunefnd fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ég fagna friðarsúlunni í Viðey

Ég fagna friðarsúlunni í Viðey

eftir Einar Ólafsson Ég fagna friðarsúlunni í Viðey. Ég fagna henni af því að henni …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA í tilefni af vígslu friðarsúlu í Viðey

Ályktun frá SHA í tilefni af vígslu friðarsúlu í Viðey

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni með þá ákvörðun að vekja athygli á mikilvægi friðarbaráttu í …

SHA_forsida_top

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Í tilefni af ársfundi NATO-þingsins munu Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir fundi í Litlu-Brekku í Bankastræti …

SHA_forsida_top

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Fundur um NATO og NATO-þingið á Litlu-Brekku í hádeginu á mánudag

Í tilefni af ársfundi NATO-þingsins munu Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir fundi í Litlu-Brekku í Bankastræti …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna fundar NATO-þingsins í Reykjavík

Ályktun SHA vegna fundar NATO-þingsins í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla því að til standi að halda þingmannafund NATO hér á landi um …

SHA_forsida_top

Ársfundur NATO-þingsins í Reykjavík 5.-9. október.

Ársfundur NATO-þingsins í Reykjavík 5.-9. október.

53. ársfundur NATO þingsins sem verður haldinn í Reykjavík 5.-9. október. NATO-þingið var stofnað árið …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.