BREYTA

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

eftir Peter M. Johansen Þessi grein birtist 18. ágúst í vefritinu Eggin, sem full ástæða er til að benda lesendum Friðavefjarins á. Herflugvélar frá Bandaríkjunum færa Georgíu hjálpargögn. Eru vopn með í farteskinu? Hálfum sólarhring eftir að fyrsta bandaríska herflugvélin lenti í Tbilisi með hjálpargögn hóf rússneski herinn brottför sína frá Gori að Suður-Ossetíu. Í dag (15. ágúst) lendir utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice með töskuna fulla af aðvörunum til Moskvu um að Rússland verði einangrað á alþjóðavísu ef Kreml „uppfyllir ekki allar skuldbindingar sínar og hættir öllum hernaðaraðgerðum í Georgíu.” - Þetta er ekki 1968, sagði hún og vísaði þar til innrásar Sovétríkjanna í Tékkoslóvakíu fyrir 40 árum síðan. Aðstoðarforsætisráðherra (og fyrrum varnarmálaráðherra) Sergej Ivanov lagði í viðtali við BBC alla ábyrgð á hendur forseta Georgíu, Mikhail Saakasjvili. Samkvæmt Reuters heldur utanríkisráðherrann, Sergej Lavrov, því fram að Bandaríkin verði að velja á milli samstarfs við Moskvu eða stjórn Georgíu. Í Moskvu spyrja menn sig hvað Bandaríkin hafa eiginlega með í sendingunum til Tbilisi. Sambandið við Nató Sendiherra Rússlands við Nató, Dmitrij Rogozin, telur að viðbrögðin við einhliða fordæmingu Nató af „yfirdrifinni valdsbeitingu” Rússlands muni breyta sambandi Moskvu við Nató. - Samband okkar við bandalagið getur ekki annað en breyst eftir að Jaap de Hoop Scheffer sagði ekki eitt orð um fórnarlömb árásarinnar sem Georgía hóf, sagði Rogozin í rússnesku sjónvarpsstöðinni NTV. Herflugvélasveitir Rússa, Ivanovo og Pskov, hafa átt í beinum hernaði við georgískar sveitir en þær hafa fengið þjálfun frá Bandaríkjunum, Nató og Ísrael. Rogozin fór nærri því að saka „framfærsluaðilana“, Bandaríkin og Nató, um að hafa gefið Saakasjvili samþykki fyrir hernaðaraðgerðum gegn Suður-Ossetíu, „þá sem hann átti í samningsviðræðum við til að komast í Nató“ á meðan kastljós fjölmiðla beindist að opnunarathöfn á ólympíuleikanna í Peking samkvæmt fréttastofunni RIA Novosti. Heræfingin „Immediate Response“ á milli 800 georgískra og 1200 Bandarískra hermanna á fyrrum sovéska herflugvélastöðinni Vaziani fyrir utan Tbilisi um miðjan júlí gæti hafa verið síðasta endurtekningin á æfingu fyrir þær hernaðaraðgerðir. Saakasjvili hvatti til æfingarinnar. Um leið hélt Rússland ævingu í Norður-Ossetíu, sem gefur vísbendingar um að yfirvöld í Kreml hafi fundið að eitthvað væri í aðsigi, enda hefðu þau vitað um vopnaflutningana til Georgíu. 7. ágúst greindi fréttastofan Interfax frá því að Georgía hafi meðal annars fengið í hendur „206 stríðsökutæki, þar af 175 frá Nató-ríkjum, 186 brynvarða bíla (126 frá Nató), 79 þungavopn (67 frá Nató), 25 þyrlur (tólf frá Nató) (...) tvö loftvarnarkerfi“. Varnarmálaráðuneytið í Moskvu vísaði til samninga um sendingar af 25 þyrlum (þar af 15 Black Hawk), sex loftvarnarkerfi og 145 brynvarða herbíla. Georgía hefur fengið fjarstýrð hertæki. Á laugardaginn hélt talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Bryan Whitman, því fram að Bandaríkin hefðu ekki „áform um að færa til þá 130 hermenn og borgaralegu verktaka sem hann sagði að væru staðsettir á svæðunum í kringum Tbilisi“, samkvæmt AFP. Herstöðvarnar í Senakskaja og Gori hafa verið endurbættar að „Nató staðlinum“ samvkæmt RIA Novosti (maí 2006). Þetta er árangur samstarfsverkefnisins GUUAM sem Georgía gekk í með Nató í apríl 1999 ásamt Úkraínu, Úsbekistan, Aserbajdsjan og Moldóvu. Rússland yfirgaf sínar síðustu herstöðvar í Batumi og Akhalkalaki eftir samning við Georgíu sem var undirritaður 31. maí 2006. Afturhvarfið frá Batumi var fært til fullnustu í júlí, einni viku áður en heræfingar Bandaríkjanna hófust. Vopn frá Ísrael Ísrael hefur selt Georgíu vopn og herþjálfun fyrir hundruðir milljóna dala síðan 2000. Þetta var í samstarfi við og viðbót við Bandaríkin/Nató í líkingu við þau sem Ísrael hefur náð í Mið-Ameríku og Kólumbíu og einnig með stuðningi við Suður Afríku í stríðunum gegn Namibíu og Angóla. Tvíhliða hernaðarsamningur var undirritaður 1999 milli þáverandi forseta Georgíu, Eduard Sjevardnadse og þáverandi forsætisráðherra Ísraels, Binyamin Netanyahu. Viðskiptin voru meðal annars í höndum vopnafyrirtækjanna Elbit og Rafael. Eftirlitsþjónustufyrirtækið Shin Bet á þátt í þjálfuninni, sem meðal annars tekur til hús-til-húss aðgerða eins og þeirra sem voru háar í Tskhinvali – sú reynsla var meðal annars fengin úr Jenín flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum. Varnarmálaráðherra Georgíu, Davit Kezerasjvili, sem áður var ísraelskur ríkisborgari, hefur góð tengsl við vopnasölumanninn Roni Milo (borgarstjóri í Tel Aviv 1993-98) og fleiri hershöfðingja sem hafa snúið sér að vopnaviðskiptum. Milligöngumaður er aðstoðarhershöfðinginn Gal Hirsch sem lét flytja hersveitir á meðan stríðinu við Líbanon stóð 2006, samvkæmt ísraelska dagblaðinu Ha’aretz. Georgía hefur fengið „nokkurt magn öflugra vopna efir uppfærsluna af Su-25 árásarflugvéla- og stórskotakerfisins frá Ísrael“, tjáði georgíska fréttaþjónustan Rezonansi s.l. miðvikudag. Rússneskar flugvélar gerðu árás á árásarflugvélaverskmiðjuna sem uppfærði Sukhoi-flugvélarnar, við útjaðar Tbilisi, tjáði CTV á sunnudag. Leiguherforingjar Strax eftir árás Georgíu höfðu ísraelsku ráðgjafarnir samband við georgíska herforingja til að fá upplýsingar um það hvort þeir hefðu “tekið ísraelsku hertæknina í notkun og hovrt hinar sérþjálfuðu hersveitir gætu sagt hvernig gengi“, stóð skrifað í Ha’aretz á mánudag þar sem fram kom að „eftirlaunaherforingjunum sem þjálfuðu hersveitir Georgíu komu stríðið við Rússland ekki á óvart“. Georgísk stjórnvöld hafa ekki dregið dul á stuðning Ísraels. Endurbyggingarráðherrann Temur Iakobasjvili, sem samkvæmt Ha’aretz er gyðingur, sagði í útvarpi ísraelska hersins á mánudag að „Ísrael getur verið stolt af her sínum sem hefur þjálfað georgíska hermenn.“ Sama dag beindu ísraelsk stjórnvöld sendiherra Georgíu í Tel Aviv til Wasington eftir að hann kvatti Ísrael til að leggja diplómatískan þrýsting á Moskvu, eins og fram kom í Jerusalem Post á mánudag. Olía og vopn Eftir 11. september 2001 hefur ísraelskur vopnaiðnaður, þar með talið sá sem tekur til eftirlitskerfa sem þróuð voru á landsvæðum Palestínumanna, tekið stórt stökk í tekjuöflun. Sambandið við Georgíu og Kákasussvæðiðtengist um leið fleiri hagsmunum sem eru í samhengi við samninga við Bandaríkin og Nató og einnig við hernaðarsamningana við Bandaríkin og Tyrkland. Ísrael hefur hagsmuni í BTC-leiðslunni (Baku-Tbilisi-Ceyhan olíuleiðslunni), sem er í eigu BP, en Statoil á 8,1 prósent hlut í þeirri samsteypu. - Samkvæmt Moskvu-blaðinu Karezat (14. júlí 2006) hefur Washington í rauninni myndað nýja tengslablokk við Aserbajdsjan, Georgíu, Tyrkland og Ísrael með því að hafa fært olíuleiðsluna til Miðjarðarhafsins. Meira en 20 prósent af olíuinnflutningi Ísraels kemur þegar frá Aserbajdsjan. Til eru áætlanir um að lengja leiðsluna frá Ceyhan til ísraelsku hafnborgarinnar Ashkelon, en í henni er stærsta olíuhreinsunarstöð ríkisins, annað hvort með tankaflutningum eða olíuleiðslu (meira en 400 kílómetra langa) yfir Miðjarðarhafið svo hægt sé að flytja það áfram á Asíumarkaðinn í gengum olíuleiðslur sem þegar eru til frá Eiliat í Rauðahafinu (Tipline). Þetta kom fram í Jerusalem Post. Mögulegur kaupandi er Indland, sem kaupir í dag mikið magn vopna frá Ísrael. (Grein þessi birtist föstudaginn 15. ágúst í dagblaðinu Klassekampen í Noregi. Þýð: JKS).

Færslur

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

SHA stendur fyrir aðgerðum á afmæli Íraksstríðsins.

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Næstkomandi laugardagur verður langur laugardagur á Laugaveginum og þar um kring. Að venju verður þá …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Hinn sívinsæli mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. feb. kl. 19. Að þessu …

SHA_forsida_top

Ungliðakvöld SHA

Ungliðakvöld SHA

SHA_forsida_top

Fundur sögunefndar

Fundur sögunefndar

Sögunefnd Friðarhreyfinganna fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

15. mars: Stríðinu verður að linna

15. mars: Stríðinu verður að linna

Alþjóðlegar aðgerðir gegn Íraksstríðinu dagana 15.-22. mars 2008 20. mars verða liðin fimm ár …

SHA_forsida_top

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Við höfum sagt frá tillögu sem lögð var fram á Alþingi 17. janúar um að …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar um varnarmál, þar sem fjallað er um ýmis þau málefni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Félagar í MFÍK sjá um málsverðinn að þessu sinni.

SHA_forsida_top

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Steinunn Þóra Árnadóttir, virkur félagi í SHA, situr nú á þingi sem varaþingmaður og hefur …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA um frumvarp til nýrra laga um varnarmál.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK verður haldinn í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, miðvikudagskvöldið 30. janúar kl. …

SHA_forsida_top

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 25. janúar. Nýjustu fréttir …

SHA_forsida_top

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

eftir Álfheiði Ingadóttur alþingismann Við vöktum athygli á því fyrir skemmstu að þverpólitísk …