BREYTA

Bandaríkin setja upp varanlegar herstöðvar í Írak

Kort af Ã?rak Nýlega var einhver fréttaflutningur um það að Bandaríkjamenn hygðust draga allt sitt herlið út úr Írak áður en þetta ár yrði liðið. Reyndar hafa bandarískir ráðamenn alltaf sagt að ekki sé ætlunin að setja upp herstöðvar í Írak til frambúðar. Ýmislegt bendir þó til að það sé ekki raunin, þvert á móti vinni Bandaríkjamenn að því að byggja upp stórar framtíðarherstöðvar í Írak. Nú þegar hefur verið lagður gífurlegur kostnaður í uppbyggingu herstöðva þar sem öll tilhögun er slík að erfitt er að ímynda sér að þær eigi bara að vera til bráðabirgða. Einna stærst þessara herstöðva er Balad-herstöðin um 70 km norðan við Bagdad. Blaðamaður frá Washington Post var þar á ferð fyrr í vetur og lýsti henni í grein 4. febrúar. „Balad-herstöðin er einstakt sköpunarverk,“ segir hann, „lítill amerískur bær mitt í óvinveittasta hluta Íraks.“ 20 þúsund hermenn eru í herstöðinni en fæstir þeirra fara nokkurn tíma út fyrir hana. Annarri herstöð, al-Asad, er lýst á svipaðan hátt í netútgáfu breska blaðins The Telegraph 11. febrúar. Hún er einnig á svæði þar sem hefur verið mjög óeirðasamt, en þegar inn í herstöðina er komið minnir hún helst á úthverfi í bandarískri borg, segir blaðamaðurinn. Það eru a.m.k. fjórar slíkar risaherstöðvar í Írak og engin þeirra ber þess merki að þeim sé ætlað að vera tímabundnar. Þær eru eins og amerískar eyjar mitt í eyðimörkinni og bera öll merki þess að eiga að vera til frambúðar. En það hefur verið ótrúlega hljótt um þessar herstöðvar og þær tvær greinar sem hér hefur verið vitnað til heyra til undantekninga. Allt bendir til að þessar fjórar herstöðvar séu komnar til að vera en meiri óvissa ríkir um hina fimmtu af stærstu herstöðvunum í Írak, Camp Victory við alþjóðaflugvöllinn í Bagdad, sem og aðrar minni herstöðvar sem munu vera hátt á annað hundrað talsins. Þeim verður kannski lokað eða færðar í hendur íraska hernum, en hvort það gerist á þessu ári, það er óvíst. Sjá nánari upplýsingar á Tomdispatch.com og Global Security vefnum. eó

Færslur

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður

Janúarmálsverður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins 2023 í Friðarhúsi verður föstudaginn 27. Janúar n.k. kl. 19:00. …

SHA_forsida_top

Frásögn frá Kúrdistan

Frásögn frá Kúrdistan

Kúrdar eiga í vök að verjast í landamærahéruðum Tyrklands vegna árásarstríðs tyrkneska hersins. Hver …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Safnast er …

SHA_forsida_top

Fullveldismálsverður

Fullveldismálsverður

Fullveldismálsverður SHA verður að venju glæsilegur. Guðrún Bóasdóttir matreiðir svignandi hátíðahlaðborð alskyns góðgætis núna á …

SHA_forsida_top

Raddir frá Íran

Raddir frá Íran

Miklar fregnir berast frá Íran þessa daganna, þar sem söguleg mótmæli eiga sér stað …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 28. október. Matseldinn verður í höndum …

SHA_forsida_top

Frásögn um friðarferð til Úkraínu

Frásögn um friðarferð til Úkraínu

Um mánaðarmótin fór Maurizio Tani til Úkraínu með fjölþjóðlegu liði friðarsinna til þess að …

SHA_forsida_top

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðir Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi hefja göngu sína að nýju eftir sumarfrí. Bjarki …

SHA_forsida_top

Kertafleytingarræða Silju Aðalsteinsdóttur 9. ágúst 2022

Kertafleytingarræða Silju Aðalsteinsdóttur 9. ágúst 2022

Þegar ég fæddist fyrir nærri því 79 árum geisaði stríð í heiminum, grimmileg landvinningastyrjöld sem …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar á fjórum stöðum þann 9. ágúst

Kertafleytingar á fjórum stöðum þann 9. ágúst

Efnt verður til kertafleytinga á fjórum stöðum þriðjudagskvöldið 9. ágúst, á Nagasakí-daginn, til að minnast …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar víða um land: 6., 7. og 9. ágúst.

Kertafleytingar víða um land: 6., 7. og 9. ágúst.

Sjaldan eða aldrei hafa kertafleytingar farið fram á fleiri stöðum en nú. Friðarsinnar í Reykjavík, …

SHA_forsida_top

Friðaryfirlýsing

Friðaryfirlýsing

Maurizio Tani býður öllum Íslendingum á borgarafund í þágu friðar í Hallargarðinum við Fríkirkjuna kl. …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður í Friðarhúsi

Aprílmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðið Samtaka hernaðarandstæðinga halda áfram og föstudaginn 29. apríl verður boðið upp á glæsilegan …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2022

1. maí kaffi SHA 2022

Samtök hernaðarandstæðinga eru komin aftur með kaffi og vöfflur til að hita upp fyrir kröfugöngu …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Landsfundur SHA 2022 fór fram núna um helgina og var vel sóttur. Skýrsla miðnefndar var …