BREYTA

Bandaríkin setja upp varanlegar herstöðvar í Írak

Kort af Ã?rak Nýlega var einhver fréttaflutningur um það að Bandaríkjamenn hygðust draga allt sitt herlið út úr Írak áður en þetta ár yrði liðið. Reyndar hafa bandarískir ráðamenn alltaf sagt að ekki sé ætlunin að setja upp herstöðvar í Írak til frambúðar. Ýmislegt bendir þó til að það sé ekki raunin, þvert á móti vinni Bandaríkjamenn að því að byggja upp stórar framtíðarherstöðvar í Írak. Nú þegar hefur verið lagður gífurlegur kostnaður í uppbyggingu herstöðva þar sem öll tilhögun er slík að erfitt er að ímynda sér að þær eigi bara að vera til bráðabirgða. Einna stærst þessara herstöðva er Balad-herstöðin um 70 km norðan við Bagdad. Blaðamaður frá Washington Post var þar á ferð fyrr í vetur og lýsti henni í grein 4. febrúar. „Balad-herstöðin er einstakt sköpunarverk,“ segir hann, „lítill amerískur bær mitt í óvinveittasta hluta Íraks.“ 20 þúsund hermenn eru í herstöðinni en fæstir þeirra fara nokkurn tíma út fyrir hana. Annarri herstöð, al-Asad, er lýst á svipaðan hátt í netútgáfu breska blaðins The Telegraph 11. febrúar. Hún er einnig á svæði þar sem hefur verið mjög óeirðasamt, en þegar inn í herstöðina er komið minnir hún helst á úthverfi í bandarískri borg, segir blaðamaðurinn. Það eru a.m.k. fjórar slíkar risaherstöðvar í Írak og engin þeirra ber þess merki að þeim sé ætlað að vera tímabundnar. Þær eru eins og amerískar eyjar mitt í eyðimörkinni og bera öll merki þess að eiga að vera til frambúðar. En það hefur verið ótrúlega hljótt um þessar herstöðvar og þær tvær greinar sem hér hefur verið vitnað til heyra til undantekninga. Allt bendir til að þessar fjórar herstöðvar séu komnar til að vera en meiri óvissa ríkir um hina fimmtu af stærstu herstöðvunum í Írak, Camp Victory við alþjóðaflugvöllinn í Bagdad, sem og aðrar minni herstöðvar sem munu vera hátt á annað hundrað talsins. Þeim verður kannski lokað eða færðar í hendur íraska hernum, en hvort það gerist á þessu ári, það er óvíst. Sjá nánari upplýsingar á Tomdispatch.com og Global Security vefnum. eó

Færslur

SHA_forsida_top

Þroskumst sem þjóð

Þroskumst sem þjóð

Eftirfarandi grein eftir Stefán Þorgrímsson birtist í Morgunblaðinu 23. október Við Íslendingar höfum nú fengið …

SHA_forsida_top

Varnir Íslands upp á náð Kínverja?

Varnir Íslands upp á náð Kínverja?

Frétt í Morgunblaðinu 22. október hófst svo: „Íslendingar munu fagna áramótunum með hefðbundnum hætti. Það …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA v. Bretaflugs

Ályktun frá SHA v. Bretaflugs

Samtök hernaðarandstæðinga fagna orðum starfandi utanríkisráðherra um að heimsóknir breskra herþotna verði afþakkaðar á næstunni …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Annar heimur er mögulegur - European Social Forum í Málmey

Annar heimur er mögulegur - European Social Forum í Málmey

Sjá frásögn Guðríðar Sigurbjörnsdóttur og Önnu Sigríðar Hróðmarsdóttur á vef MFÍK: www.mfik.is/European%20Social%20Forum%202008.htm …

SHA_forsida_top

Fundur um „European Social Forum“

Fundur um „European Social Forum“

Opinn félagsfundur MFÍK þriðjudaginn 7. október kl. 19 í Friðarhúsinu (á horni Njálsgötu og …

SHA_forsida_top

Málsverður, föstudagskvöld

Málsverður, föstudagskvöld

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 3. október. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina og …

SHA_forsida_top

Stjórn Friðarhúss fundar

Stjórn Friðarhúss fundar

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

SHA_forsida_top

Evrópski samfélagsvettvangurinn í Malmö 17.-21. september

Evrópski samfélagsvettvangurinn í Malmö 17.-21. september

Dagana 17. til 21. september síðastliðinn var fimmti Evrópski samfélagsvettvangurinn (Europan Social Forum - …

SHA_forsida_top

Málsverðurinn frestast!

Málsverðurinn frestast!

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss sem vera átti í dag, föstudag, frestast um viku vegna veikinda. Ný dagsetning …

SHA_forsida_top

Komum taumhaldi á vopnin

Komum taumhaldi á vopnin

Amnesty International hefur undanfarin fimm ár staðið að herferðinni „Komum taumhaldi á vopni“ ásamt samtökunum …

SHA_forsida_top

Málsverðurinn frestast!

Málsverðurinn frestast!

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss sem vera átti á morgun, föstudag, frestast um viku vegna veikinda. Ný dagsetning …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Hinir feykivinsælu fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hefjast á ný n.k. föstudagskvöld, 26. september. Systa sér um …

SHA_forsida_top

Gagnflaugakerfið og „virka utanríkisstefnan“

Gagnflaugakerfið og „virka utanríkisstefnan“

eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 12. september Ein glórulausasta hervæðingarárátta …