BREYTA

Bandaríkin setja upp varanlegar herstöðvar í Írak

Kort af Ã?rak Nýlega var einhver fréttaflutningur um það að Bandaríkjamenn hygðust draga allt sitt herlið út úr Írak áður en þetta ár yrði liðið. Reyndar hafa bandarískir ráðamenn alltaf sagt að ekki sé ætlunin að setja upp herstöðvar í Írak til frambúðar. Ýmislegt bendir þó til að það sé ekki raunin, þvert á móti vinni Bandaríkjamenn að því að byggja upp stórar framtíðarherstöðvar í Írak. Nú þegar hefur verið lagður gífurlegur kostnaður í uppbyggingu herstöðva þar sem öll tilhögun er slík að erfitt er að ímynda sér að þær eigi bara að vera til bráðabirgða. Einna stærst þessara herstöðva er Balad-herstöðin um 70 km norðan við Bagdad. Blaðamaður frá Washington Post var þar á ferð fyrr í vetur og lýsti henni í grein 4. febrúar. „Balad-herstöðin er einstakt sköpunarverk,“ segir hann, „lítill amerískur bær mitt í óvinveittasta hluta Íraks.“ 20 þúsund hermenn eru í herstöðinni en fæstir þeirra fara nokkurn tíma út fyrir hana. Annarri herstöð, al-Asad, er lýst á svipaðan hátt í netútgáfu breska blaðins The Telegraph 11. febrúar. Hún er einnig á svæði þar sem hefur verið mjög óeirðasamt, en þegar inn í herstöðina er komið minnir hún helst á úthverfi í bandarískri borg, segir blaðamaðurinn. Það eru a.m.k. fjórar slíkar risaherstöðvar í Írak og engin þeirra ber þess merki að þeim sé ætlað að vera tímabundnar. Þær eru eins og amerískar eyjar mitt í eyðimörkinni og bera öll merki þess að eiga að vera til frambúðar. En það hefur verið ótrúlega hljótt um þessar herstöðvar og þær tvær greinar sem hér hefur verið vitnað til heyra til undantekninga. Allt bendir til að þessar fjórar herstöðvar séu komnar til að vera en meiri óvissa ríkir um hina fimmtu af stærstu herstöðvunum í Írak, Camp Victory við alþjóðaflugvöllinn í Bagdad, sem og aðrar minni herstöðvar sem munu vera hátt á annað hundrað talsins. Þeim verður kannski lokað eða færðar í hendur íraska hernum, en hvort það gerist á þessu ári, það er óvíst. Sjá nánari upplýsingar á Tomdispatch.com og Global Security vefnum. eó

Færslur

SHA_forsida_top

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

Ekki verður annað séð af neðangreindri frétt Fréttablaðsins í dag en ályktanir og aðgerðir …

SHA_forsida_top

Velheppnuð mótmælastaða við bandaríska sendiráðið

Velheppnuð mótmælastaða við bandaríska sendiráðið

Um fjögur hundruð manns komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna kl. 17:30 í dag. Ögmundur …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra vill vopnahlé í Libanon

Utanríkisráðherra vill vopnahlé í Libanon

Við vorum þungorð í garð Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra hér á Friðarvefnum fyrr í dag. Það …

SHA_forsida_top

Vinstri græn fara fram á fund í utanríkisnefnd

Vinstri græn fara fram á fund í utanríkisnefnd

Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun vegna árása Ísraels á Líbanon og farið fram …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 - Fjölmennum!

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 - Fjölmennum!

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa boðað til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið í dag, föstudaginn 28. júlí, kl. …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við sendiráð BNA

Mótmælastaða við sendiráð BNA

Stríðsrekstri Ísraela í Líbanon mótmælt við sendiráð Bandaríkjanna, sem styðja hernaðinn með ráðum og dáð.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara, tímarits SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 föstudaginn 28. júlí. Jafnframt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. kertafleytingar

Undirbúningsfundur v. kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi til að undirbúa kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að beita sér gegn mannréttindabrotum Ísraela

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að beita sér gegn mannréttindabrotum Ísraela

Í ályktun sem þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér er skorað á ríkisstjórn Íslands að …

SHA_forsida_top

Árásirnar á Líbanon, undirskriftasafnanir, mótmælaaðgerðir víða um heim, ein prédikun og myndir

Árásirnar á Líbanon, undirskriftasafnanir, mótmælaaðgerðir víða um heim, ein prédikun og myndir

Hörmulegt hefur verið að fylgjast með árásum Ísraelshers á grannríkið Líbanon undanfarna daga. Hernaður þessi …

SHA_forsida_top

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

Á hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem …

SHA_forsida_top

Draumur herforingjanna

Draumur herforingjanna

Stun ber á góma, að það hafi þrátt fyrir allt verið tiltölulega öruggur tími. Rökin …

SHA_forsida_top

Varnarsamningurinn og NATO

Varnarsamningurinn og NATO

eftir Vigfús Geirdal Birtist í Morgunblaðinu 13. júlí 2006 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherraefni Samfylkingarinnar …

SHA_forsida_top

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Mótmælafundur, fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli kl. 17:30 Síðastliðinn sunnudag (9. júlí) voru 2 ár …