BREYTA

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

dont attack iran Undirskriftalisti gegn áformum um árás á Íran. Skráið ykkur. Hvert nafn skiptir máli. Bandaríkjamenn undirbúa kjarnorkuárás á Íran. Þetta fullyrðir þekktur bandarískur blaðamaður í grein í bandarísku blaði. Hann hefur eftir heimildarmönnum sínum að Íraksstríðið hafi aðeins verið liður í því að skipta um stjórn í Íran. Blaðamaðurinn Seymour Hersh skrifar um kjarnorkumál Írana í blaðið New Yorker og birtist greinin á heimasíðu blaðsins. Hann hefur eftir þeim sem hann kallar, traustum heimildum, að Bandaríkjamenn hyggist ráðast inn í Íran til að koma í veg fyrir að Íranar nái að koma sér upp kjarorkuvopnum. Sjá fréttavef RÚV 8. apríl 2006 Um þetta var einnig fjallað í Speglinum á RÚV 8. maí. Við höfum áður bent á ítarlegar greinar Michel Cossudovsky á vefnum GlobalResearch.ca um áætlanir Bandaríkjastjórnar um samþættingu svokallaðra „smákjarnorkusprengja“ (mini-nukes) og hefðbundinna vopna í hugsanlegri árás á Íran. Sjá einnig umfjöllun á vefsíðu Stop the War Coalition í Bretlandi.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …