BREYTA

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Í dag, fimmtudaginn 14. ágúst, náðist samkomulag milli Bandaríkjanna og Póllands um að setja upp í Póllandi herstöð fyrir tíu gagneldflaugar. Þetta er liður í gagnflaugaáætlun Bandaríkjanna en fyrir rúmum mánuði, 8. júlí, var undirritaður samningur milli Tékklands og Bandaríkjanna um aðstöðu í Tékklandi fyrir radarstöð í þessu kerfi. Mikil barátta hefur verið gegn þessum fyrirætlunum bæði í Póllandi og þó enn meir í Tékklandi. Núverandi stjórn í Póllandi var þó ekki eins samvinnulipur við Bandaríkin og fyrri stjórn og krafðist einhverrar umbunar þannig að Bandaríkin voru farin að þreifa fyrir sér í Litháen, en nú hefur sem sagt gengið saman með ríkjunum. Grafið undan afvopnun Auk andstöðu heima fyrir hefur þessi áætlun Bandaríkjanna víða verið gagnrýnd og Rússar hafa andmælt henni kröftuglega, enda telja þeir hana beinast að sér þótt Bandaríkjamenn segi hana beinast einkum gegn Íran. Margir hafa líka gagnrýnt þessa áætlun á þeim forsendum að hún auki spennu milli Bandaríkjanna og Vesturveldanna annars vegar og Rússlands hins vegar og setji í uppnám áætlanir um afvopnun, bæði kjarnorkuafvopnun og almenna. Forsenda þessarar áætlunar var að Bandaríkjamenn sögðu upp hinum mikilvæga ABM-sáttmála um takmörkun gagnflaugakerfa og í kjölfarið tilkynntu Rússar að afvopnunarsamningur um hefðbundinn herafla í Evrópu frá 1990 væri úr gildi fallinn. Velþóknun íslenskra stjórnvalda NATO kemur ekki beint að þessum áætlunum Bandaríkjanna en leiðtogafundurinn í Búkarest í vor lýsti velþóknun sinni á henni. Í yfirlýsingu fundarins, sem fulltrúar allra ríkja stóðu að, þ.á.m. forsætis- og utanríkisráðherrar Íslands, segir að sá gagnflaugabúnaður, sem Bandaríkin hyggjast koma sér upp, sé mikilvægt framlag til verndar bandalagsríkjunum. Í skoðun sé hvernig tengja megi þessar eldflaugavarnir Bandaríkjanna núverandi viðleitni NATO til eldflaugavarna og tryggja að þær verði hluti af framtíðarskipulagi NATO á þessu sviði. Fastaráði NATO (Council in Permanent Session) er falið að þróa slíkt skipulag þannig að það nái til alls þess svæðis bandalagsins, sem ekki verður dekkað af eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna, og skal leiðtogafundurinnn 2009 taka nánari ákvörðun um þá þróun. Sjá einnig á Friðarvefnum: Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag Rússar og NATO í nýtt kalt stríð? Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu Evrópa án kjarnavopna Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Færslur

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Tyrklandi? - Bakgrunnur átakanna skýrður

Hvað er á seyði í Tyrklandi? - Bakgrunnur átakanna skýrður

Fréttir hafa borist af stórfelldum mótmælum í Tyrklandi og vangaveltur verið um hvort stjórnarskipta sé …

SHA_forsida_top

Enginn málsverður í maí

Enginn málsverður í maí

Rétt er að taka fram að það verður ekki fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi föstudaginn 30. maí. …

SHA_forsida_top

Vestræn hernaðarstefna og við

Vestræn hernaðarstefna og við

Þórarinn Hjartarson, liðsmaður SHA um árabil og forystumaður Norðurlandsdeildar, flutti eftirfarandi erindi á félagsfundi MFÍK …

SHA_forsida_top

Vestræn hermaðarstefna og við - fundur í Friðarhúsi

Vestræn hermaðarstefna og við - fundur í Friðarhúsi

Opinn félagsfundur MFÍK verður föstudaginn 17. maí kl. 19 í Friðarhúsi Þórarinn Hjartarson flytur erindið: …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2013

1. maí kaffi SHA 2013

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 26. apríl n.k., kvöldið fyrir kosningar, verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Systa eldar. Matseðill: * Kreólahrísgrjón …

SHA_forsida_top

Pricing Tables

Pricing Tables

This is included You even get this Yes, this too! …

SHA_forsida_top

Taxi to the Dark Side - fimmtudagsbíó í Friðarhúsi

Taxi to the Dark Side - fimmtudagsbíó í Friðarhúsi

Heimildarmyndin Taxi to the Dark Side hlaut Óskarsverðlaunin sem besta heimildarmynd ársins 2007. Hún segir …

SHA_forsida_top

Fiskisúpa á föstudaginn langa

Fiskisúpa á föstudaginn langa

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss fara ekki í frí yfir hátíðarnar. Næsti málsverður verður haldinn að kvöldi föstudagsins …

SHA_forsida_top

Blog

Blog

SHA_forsida_top

Contact Alternative

Contact Alternative

[nectar_gmap size="500" map_center_lat="52.365629" map_center_lng="4.871331" zoom="16" enable_zoom="1" map_markers="52.366441|4.868499|Our awesome location 52.363506|4.864336|Don't judge us for owning so …

SHA_forsida_top

Sidebar

Sidebar

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Quisque malesuada felis eget sapien viverra fringilla. …

SHA_forsida_top

Elements

Elements

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Fusce velit tortor, dictum in gravida nec, …

SHA_forsida_top

About

About

SHA_forsida_top

About Me Creative

About Me Creative

A little bit about me Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Integer …