BREYTA

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Í dag, fimmtudaginn 14. ágúst, náðist samkomulag milli Bandaríkjanna og Póllands um að setja upp í Póllandi herstöð fyrir tíu gagneldflaugar. Þetta er liður í gagnflaugaáætlun Bandaríkjanna en fyrir rúmum mánuði, 8. júlí, var undirritaður samningur milli Tékklands og Bandaríkjanna um aðstöðu í Tékklandi fyrir radarstöð í þessu kerfi. Mikil barátta hefur verið gegn þessum fyrirætlunum bæði í Póllandi og þó enn meir í Tékklandi. Núverandi stjórn í Póllandi var þó ekki eins samvinnulipur við Bandaríkin og fyrri stjórn og krafðist einhverrar umbunar þannig að Bandaríkin voru farin að þreifa fyrir sér í Litháen, en nú hefur sem sagt gengið saman með ríkjunum. Grafið undan afvopnun Auk andstöðu heima fyrir hefur þessi áætlun Bandaríkjanna víða verið gagnrýnd og Rússar hafa andmælt henni kröftuglega, enda telja þeir hana beinast að sér þótt Bandaríkjamenn segi hana beinast einkum gegn Íran. Margir hafa líka gagnrýnt þessa áætlun á þeim forsendum að hún auki spennu milli Bandaríkjanna og Vesturveldanna annars vegar og Rússlands hins vegar og setji í uppnám áætlanir um afvopnun, bæði kjarnorkuafvopnun og almenna. Forsenda þessarar áætlunar var að Bandaríkjamenn sögðu upp hinum mikilvæga ABM-sáttmála um takmörkun gagnflaugakerfa og í kjölfarið tilkynntu Rússar að afvopnunarsamningur um hefðbundinn herafla í Evrópu frá 1990 væri úr gildi fallinn. Velþóknun íslenskra stjórnvalda NATO kemur ekki beint að þessum áætlunum Bandaríkjanna en leiðtogafundurinn í Búkarest í vor lýsti velþóknun sinni á henni. Í yfirlýsingu fundarins, sem fulltrúar allra ríkja stóðu að, þ.á.m. forsætis- og utanríkisráðherrar Íslands, segir að sá gagnflaugabúnaður, sem Bandaríkin hyggjast koma sér upp, sé mikilvægt framlag til verndar bandalagsríkjunum. Í skoðun sé hvernig tengja megi þessar eldflaugavarnir Bandaríkjanna núverandi viðleitni NATO til eldflaugavarna og tryggja að þær verði hluti af framtíðarskipulagi NATO á þessu sviði. Fastaráði NATO (Council in Permanent Session) er falið að þróa slíkt skipulag þannig að það nái til alls þess svæðis bandalagsins, sem ekki verður dekkað af eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna, og skal leiðtogafundurinnn 2009 taka nánari ákvörðun um þá þróun. Sjá einnig á Friðarvefnum: Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag Rússar og NATO í nýtt kalt stríð? Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu Evrópa án kjarnavopna Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Færslur

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

SHA stendur fyrir aðgerðum á afmæli Íraksstríðsins.

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Næstkomandi laugardagur verður langur laugardagur á Laugaveginum og þar um kring. Að venju verður þá …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Hinn sívinsæli mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. feb. kl. 19. Að þessu …

SHA_forsida_top

Ungliðakvöld SHA

Ungliðakvöld SHA

SHA_forsida_top

Fundur sögunefndar

Fundur sögunefndar

Sögunefnd Friðarhreyfinganna fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

15. mars: Stríðinu verður að linna

15. mars: Stríðinu verður að linna

Alþjóðlegar aðgerðir gegn Íraksstríðinu dagana 15.-22. mars 2008 20. mars verða liðin fimm ár …

SHA_forsida_top

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Við höfum sagt frá tillögu sem lögð var fram á Alþingi 17. janúar um að …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar um varnarmál, þar sem fjallað er um ýmis þau málefni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Félagar í MFÍK sjá um málsverðinn að þessu sinni.

SHA_forsida_top

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Steinunn Þóra Árnadóttir, virkur félagi í SHA, situr nú á þingi sem varaþingmaður og hefur …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA um frumvarp til nýrra laga um varnarmál.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK verður haldinn í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, miðvikudagskvöldið 30. janúar kl. …

SHA_forsida_top

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 25. janúar. Nýjustu fréttir …

SHA_forsida_top

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

eftir Álfheiði Ingadóttur alþingismann Við vöktum athygli á því fyrir skemmstu að þverpólitísk …