BREYTA

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

africa Þegar nafni samtaka okkar var breytt í Samtök hernaðarandstæðinga hættu þau ekki að vera samtök herstöðvaandstæðinga. Ástæða þess að Bandaríkjastjórn ákvað að flytja herlið sitt frá Íslandi var ekki að hún væri almennt að leggja niður herstöðvar heldur er hún að færa herstöðvar sínar til og meðal annars eru Bandaríkin nú að vinna að uppbyggingu herstöðvanets í Afríku. Á 7. Alþjóðlega samfélagsþinginu í Nairobi í janúar skipulögðu Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga (International Network for the Abolition of Foreign Military Bases) málþing um bandarískar herstöðvar í Afríku. Bandaríkin hafa að undanförnu verið að styrkja hernaðarstöðu sína í Afríku, meðal annars í Alsír, Malí, Guineu og Djibouti. Sérsveitir bandaríska hersins hafa þegar komið sér fyrir á horni Afríku og áformað er að koma á fót sérstakri herstjórn fyrir Afríku á sama hátt og Kyrrahafsherstjórnin sinnir megninu af Asíu og Kyrrahafinu og Suðurherstjórnin sinnir Rómönsku Ameríku. Bandarísk stjórnvöld segja þetta vera vegna hryðjuverkahættunnar og nú er Afríka sunnan Sahara skilgreind sem hluti af hinum ótrygga hluta heimsins („global arc of instability“) þar sem þörf er á að Bandaríkin styrki hernaðarstöðu sína. Hin raunverulega ástæða er þó líklega frekar sú að 16% af orkuinnfutningi Bandaríkjanna kemur nú frá Guinea-flóanum og verður trúlega 25% árið 2015. Það er því full ástæða fyrir herstöðvaandstæðinga að efla starf sitt í Afríku. Um það snerist annað málþing sem Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga héldu á samfélagsþinginu í Nairobi. Á alþjóðlegri ráðstefnu herstöðvaandstæðinga sem hefst í Ekvador í næstu viku er stefnt að því að koma á öflugra skipulagi herstöðvaandstæðinga á heimsvísu. Í Evrópu, Asíu og Rómönsku Ameríku er starfsemi herstöðvaandstæðinga þegar allöflug. Með ráðstefnunni í Ekvador og uppbyggingu alþjóðlegs samstarfs er stefnt að því að efla þetta starf enn frekar og þá meðal annars að styðja við skipulagningu herstöðvaandstæðinga í Afríku. www.afrol.com/articles/14269 www.globalsecurity.org

Færslur

SHA_forsida_top

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Samkvæmt Fréttablaðinu eru verkefni stofnunarinnar talin upp í 8 liðum. 1. Rekstur loftvarnakerfis, þar með …

SHA_forsida_top

Borgarstjóri á réttri leið

Borgarstjóri á réttri leið

Í Fréttablaðinu í dag, miðvikudaginn 15. desember, er ánægjuleg fregn um tillögur borgarstjóra þess …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Laugardaginn 11. desember verður hin árlega bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 …

SHA_forsida_top

Aðventufundur Feministafélagsins

Aðventufundur Feministafélagsins

Feministafélagið fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

eftir Þórarinn Hjartarson Birtist í Fréttablaðinu 2. des. 2010 Össur Skarphéðinsson kallar NATO-fundinn í …

SHA_forsida_top

Össur ginnkeyptur

Össur ginnkeyptur

eftir Finn Guðmundarson Olguson Birtist í Fréttablaðinu 1. des. 2010 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ritaði …

SHA_forsida_top

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 30. nóv. 2010 Núverandi ríkisstjórn hefur að ýmsu …

SHA_forsida_top

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

Eitt þeirra atriða sem frambjóðendur til stjórnlagaþings gátu tekið afstöðu til í spurningalista DV, sem …

SHA_forsida_top

Friðlýsingu, tafarlaust!

Friðlýsingu, tafarlaust!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, hvetur ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna til að …

SHA_forsida_top

Heimur án kjarnorkuvopna

Heimur án kjarnorkuvopna

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, lýsir áhyggjum af þeim fregnum sem borist hafa …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, minnir á þá gömlu kröfu sína að íslensku …

SHA_forsida_top

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, krefst þess að herstöðvasamningi Íslands við Bandaríkin verði …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fyrir starfsárið 2010-2011 var kjörin á landsráðstefnu hinn 24. nóvember 2010. …