BREYTA

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

africa Þegar nafni samtaka okkar var breytt í Samtök hernaðarandstæðinga hættu þau ekki að vera samtök herstöðvaandstæðinga. Ástæða þess að Bandaríkjastjórn ákvað að flytja herlið sitt frá Íslandi var ekki að hún væri almennt að leggja niður herstöðvar heldur er hún að færa herstöðvar sínar til og meðal annars eru Bandaríkin nú að vinna að uppbyggingu herstöðvanets í Afríku. Á 7. Alþjóðlega samfélagsþinginu í Nairobi í janúar skipulögðu Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga (International Network for the Abolition of Foreign Military Bases) málþing um bandarískar herstöðvar í Afríku. Bandaríkin hafa að undanförnu verið að styrkja hernaðarstöðu sína í Afríku, meðal annars í Alsír, Malí, Guineu og Djibouti. Sérsveitir bandaríska hersins hafa þegar komið sér fyrir á horni Afríku og áformað er að koma á fót sérstakri herstjórn fyrir Afríku á sama hátt og Kyrrahafsherstjórnin sinnir megninu af Asíu og Kyrrahafinu og Suðurherstjórnin sinnir Rómönsku Ameríku. Bandarísk stjórnvöld segja þetta vera vegna hryðjuverkahættunnar og nú er Afríka sunnan Sahara skilgreind sem hluti af hinum ótrygga hluta heimsins („global arc of instability“) þar sem þörf er á að Bandaríkin styrki hernaðarstöðu sína. Hin raunverulega ástæða er þó líklega frekar sú að 16% af orkuinnfutningi Bandaríkjanna kemur nú frá Guinea-flóanum og verður trúlega 25% árið 2015. Það er því full ástæða fyrir herstöðvaandstæðinga að efla starf sitt í Afríku. Um það snerist annað málþing sem Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga héldu á samfélagsþinginu í Nairobi. Á alþjóðlegri ráðstefnu herstöðvaandstæðinga sem hefst í Ekvador í næstu viku er stefnt að því að koma á öflugra skipulagi herstöðvaandstæðinga á heimsvísu. Í Evrópu, Asíu og Rómönsku Ameríku er starfsemi herstöðvaandstæðinga þegar allöflug. Með ráðstefnunni í Ekvador og uppbyggingu alþjóðlegs samstarfs er stefnt að því að efla þetta starf enn frekar og þá meðal annars að styðja við skipulagningu herstöðvaandstæðinga í Afríku. www.afrol.com/articles/14269 www.globalsecurity.org

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 12. september 2020 áréttar nauðsyn þess að varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 12. september

Landsfundur SHA 12. september

Að öllu jöfnu hefði landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verið haldinn í marsmánuði en vegna heimsfaraldurs varð …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 2020

Kertafleyting 2020

Í dag, 6. ágúst, eru 75 ár liðin frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Allt …

SHA_forsida_top

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

75 ár eru um þessar mundir frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgirnar …

SHA_forsida_top

Her­væðing lög­reglunnar

Her­væðing lög­reglunnar

Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir …

SHA_forsida_top

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt leynd af ýmsum skjölum sem varpa ljósi á Kalda stríðið. Þar …

SHA_forsida_top

Maímálsverður

Maímálsverður

Eftir nokkurt hlé hefjast fjáröflunarmálsverðir SHA í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 á nýjan leik. Fyllsta öryggis …

SHA_forsida_top

English

English

  Campaign Against Militarism Icelanders have opposed military activities and NATO since …

SHA_forsida_top

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Staða mála í Miðausturlöndum í skugga Covid. Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar um spennu- og …

SHA_forsida_top

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Á miðvikudaginn sendi Trump Bandaríkjaforseti herafla til Karabíska hafsins í framhaldi af ákæru á …

SHA_forsida_top

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Um árabil hafa lögreglumenn villt á sér heimildir sem aðgerðasinnar og njósnað um baráttusamtök í …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundaði í gær. Í ljósi yfirstandandi faraldurs var ákveðið að fjáröflunarmálsverður Friðarhúss …

SHA_forsida_top

Höfnum stríði við Íran

Höfnum stríði við Íran

Laugardagurinn 25. janúar var helgaður alþjóðlegum mótmælum gegn stríði við Íran. Spennuna á milli …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Bræðurnir Friðrik Atlason og Gísli Hrafn Atlason sjá um janúarmálsverð friðarhúss. Í boði verður kjúklingagúmmelaði …

SHA_forsida_top

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Kæru friðarsinnar, Friður og lýðræði eru í mínum huga nánar systur og verða ekki …