BREYTA

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

africa Þegar nafni samtaka okkar var breytt í Samtök hernaðarandstæðinga hættu þau ekki að vera samtök herstöðvaandstæðinga. Ástæða þess að Bandaríkjastjórn ákvað að flytja herlið sitt frá Íslandi var ekki að hún væri almennt að leggja niður herstöðvar heldur er hún að færa herstöðvar sínar til og meðal annars eru Bandaríkin nú að vinna að uppbyggingu herstöðvanets í Afríku. Á 7. Alþjóðlega samfélagsþinginu í Nairobi í janúar skipulögðu Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga (International Network for the Abolition of Foreign Military Bases) málþing um bandarískar herstöðvar í Afríku. Bandaríkin hafa að undanförnu verið að styrkja hernaðarstöðu sína í Afríku, meðal annars í Alsír, Malí, Guineu og Djibouti. Sérsveitir bandaríska hersins hafa þegar komið sér fyrir á horni Afríku og áformað er að koma á fót sérstakri herstjórn fyrir Afríku á sama hátt og Kyrrahafsherstjórnin sinnir megninu af Asíu og Kyrrahafinu og Suðurherstjórnin sinnir Rómönsku Ameríku. Bandarísk stjórnvöld segja þetta vera vegna hryðjuverkahættunnar og nú er Afríka sunnan Sahara skilgreind sem hluti af hinum ótrygga hluta heimsins („global arc of instability“) þar sem þörf er á að Bandaríkin styrki hernaðarstöðu sína. Hin raunverulega ástæða er þó líklega frekar sú að 16% af orkuinnfutningi Bandaríkjanna kemur nú frá Guinea-flóanum og verður trúlega 25% árið 2015. Það er því full ástæða fyrir herstöðvaandstæðinga að efla starf sitt í Afríku. Um það snerist annað málþing sem Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga héldu á samfélagsþinginu í Nairobi. Á alþjóðlegri ráðstefnu herstöðvaandstæðinga sem hefst í Ekvador í næstu viku er stefnt að því að koma á öflugra skipulagi herstöðvaandstæðinga á heimsvísu. Í Evrópu, Asíu og Rómönsku Ameríku er starfsemi herstöðvaandstæðinga þegar allöflug. Með ráðstefnunni í Ekvador og uppbyggingu alþjóðlegs samstarfs er stefnt að því að efla þetta starf enn frekar og þá meðal annars að styðja við skipulagningu herstöðvaandstæðinga í Afríku. www.afrol.com/articles/14269 www.globalsecurity.org

Færslur

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Samtök hernaðarandstæðinga, andheimsvaldasinnuð friðarsamtök

Í frétt hér á Friðarvefnum 4. desember um aðalfund Norðurlandsdeildar SHA, sem var haldinn 30. …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Árviss friðarganga frá Hlemmi að Lækjartorgi.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Friðarganga á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og Akureyri

Að venju verða friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Ísafirði og á Akureyri. Í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Blysför á Akureyri í þágu friðar

Áhugafólk um friðvænlegri heim stendur að hinni árlegu blysför í þágu friðar á Þorláksmessu, en …

SHA_forsida_top

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Leikarinn Sean Penn hvetur til að forseti Bandaríkjanna verði ákærður ásamt ráðherrum sínum og ráðgjöfum

Meðal þeirra tugmilljóna manna sem mótmæltu innrásinni í Írak í mars 2003 var bandaríski …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Á fréttavefnum Bæjarins besta má lesa þessa frétt um friðargöngu á Ísafirði á Þorláksmessu. Líkt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Undirbúningsfundur v. Friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og …

SHA_forsida_top

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Enn fjölgar í hópi kjarnorkuvopnalausra sveitarfélaga

Síðla árs 1999 hvöttu SHA íslensk sveitarfélög til að friðlýsa sig fyrir kjarnorku-, sýkla- og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Hin árvissa bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna, MFÍK er ómissandi þáttur í jólaundirbúningi fjölmargra. Hún verður …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Mótmæli gegn endurnýjun kjarnorkuvopna í Bretlandi

Í gærmorgun, 11. desember, kom hópur fólks að tveimur hliðum flotastöðvarinnar í Faslane í Skotlandi …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga undirbýr friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

Á nýafstöðnum leiðtogafundi NATO í Ríga voru þrjú mál efst á baugi: stækkun bandalagsins, hin …

SHA_forsida_top

Stjórn Friðarhúss fundar

Stjórn Friðarhúss fundar

Fundur í stjórn Friðarhúss SHA ehf.