BREYTA

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

africa Þegar nafni samtaka okkar var breytt í Samtök hernaðarandstæðinga hættu þau ekki að vera samtök herstöðvaandstæðinga. Ástæða þess að Bandaríkjastjórn ákvað að flytja herlið sitt frá Íslandi var ekki að hún væri almennt að leggja niður herstöðvar heldur er hún að færa herstöðvar sínar til og meðal annars eru Bandaríkin nú að vinna að uppbyggingu herstöðvanets í Afríku. Á 7. Alþjóðlega samfélagsþinginu í Nairobi í janúar skipulögðu Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga (International Network for the Abolition of Foreign Military Bases) málþing um bandarískar herstöðvar í Afríku. Bandaríkin hafa að undanförnu verið að styrkja hernaðarstöðu sína í Afríku, meðal annars í Alsír, Malí, Guineu og Djibouti. Sérsveitir bandaríska hersins hafa þegar komið sér fyrir á horni Afríku og áformað er að koma á fót sérstakri herstjórn fyrir Afríku á sama hátt og Kyrrahafsherstjórnin sinnir megninu af Asíu og Kyrrahafinu og Suðurherstjórnin sinnir Rómönsku Ameríku. Bandarísk stjórnvöld segja þetta vera vegna hryðjuverkahættunnar og nú er Afríka sunnan Sahara skilgreind sem hluti af hinum ótrygga hluta heimsins („global arc of instability“) þar sem þörf er á að Bandaríkin styrki hernaðarstöðu sína. Hin raunverulega ástæða er þó líklega frekar sú að 16% af orkuinnfutningi Bandaríkjanna kemur nú frá Guinea-flóanum og verður trúlega 25% árið 2015. Það er því full ástæða fyrir herstöðvaandstæðinga að efla starf sitt í Afríku. Um það snerist annað málþing sem Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga héldu á samfélagsþinginu í Nairobi. Á alþjóðlegri ráðstefnu herstöðvaandstæðinga sem hefst í Ekvador í næstu viku er stefnt að því að koma á öflugra skipulagi herstöðvaandstæðinga á heimsvísu. Í Evrópu, Asíu og Rómönsku Ameríku er starfsemi herstöðvaandstæðinga þegar allöflug. Með ráðstefnunni í Ekvador og uppbyggingu alþjóðlegs samstarfs er stefnt að því að efla þetta starf enn frekar og þá meðal annars að styðja við skipulagningu herstöðvaandstæðinga í Afríku. www.afrol.com/articles/14269 www.globalsecurity.org

Færslur

SHA_forsida_top

35 þúsund manns mótmæla Futenma-herstöðinni á Okinawa

35 þúsund manns mótmæla Futenma-herstöðinni á Okinawa

Nú munu vera um 50 þúsund hermenn í bandarískum herstöðvum í Japan. Flestir þeirra eru …

SHA_forsida_top

Menningardagskrá

Menningardagskrá

Á sunnudaginn kl. 14 er hluthöfum í Friðarhúsi og öðrum velunnurum þess boðið í heimsókn …

SHA_forsida_top

Menningardagskrá sunnudag

Menningardagskrá sunnudag

Á sunnudaginn kl. 14 er hluthöfum í Friðarhúsi og öðrum velunnurum þess boðið í heimsókn …

SHA_forsida_top

8. mars: Þróunaraðstoð – í þágu hverra?

8. mars: Þróunaraðstoð – í þágu hverra?

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur miðvikudaginn 8.mars 2006 kl.17 í …

SHA_forsida_top

30. mars-samkoma SHA

30. mars-samkoma SHA

Samkoma í Friðarhúsi í skugga minningarinnar um NATO-inngönguna 1949.

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu á Ingólfstorgi í Reykjavík 18. mars

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu á Ingólfstorgi í Reykjavík 18. mars

18. mars: Stöðvum stríðið í Írak! Alþjóðlegar mótmælaaðgerðir verða helgina 18.-19. mars í tilefni …

SHA_forsida_top

Friðarmiðstöðin Ísland

Friðarmiðstöðin Ísland

Þessi grein var send Fréttablaðinu til birtingar í byrjun febrúar þegar viðræður um framtíð …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 18. mars

Undirbúningsfundur v. 18. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríði 18. mars n.k. undirbúnar í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 18. mars, alþjóðlegan mótmæladag gegn stríðinu í Írak

Undirbúningur fyrir 18. mars, alþjóðlegan mótmæladag gegn stríðinu í Írak

Opinn fundur í Friðarhúsinu miðvikudag 1. mars kl. 20 Á miðvikudagskvöldið kl. 20 verður …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnavandinn snýst ekki um Íran

Kjarnorkuvopnavandinn snýst ekki um Íran

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 25. febrúar 2006 Viðleitni Íransstjórnar til að auðga …

SHA_forsida_top

Troðfullt Friðarhús

Troðfullt Friðarhús

Óhætt er að segja að fjáröflunarmatarboðið í Friðarhúsi á Safnanótt hafi tekist framar vonum. Meira …

SHA_forsida_top

Samfylkingin: Ekki verði hægt að lýsa yfir stuðningi við stríð án samþykkis Alþingis

Samfylkingin: Ekki verði hægt að lýsa yfir stuðningi við stríð án samþykkis Alþingis

Á haustþingi, þann 11. október, lagði þingflokkur Samfylkingarinnar fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á …

SHA_forsida_top

Evrópska samfélagsþingið – European Social Forum – í Aþenu 4.-7. maí

Evrópska samfélagsþingið – European Social Forum – í Aþenu 4.-7. maí

Það eru víst flestir Íslendingar með það á hreinu hvað gerist í Aþenu 20. maí …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur MFÍK vegna 8. mars í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórn Friðarhúss fundar.