BREYTA

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

17. nóvember sl. gerðu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Rúmeníu með sér samkomulag um að settar yrðu upp bandarískar herstöðvar við Svartahafið, við Kogalniceanu-flugvöllinn nálægt hafnarborginni Constanta, og Fetesti, um 200 km austur af Búkarest. Sama dag tóku Bandaríkin aftur upp viðræður við Búlgaríu um afnot af herstöðvum þar, við Bezmer-flugvöll og Novo Selo. Sú áhersla sem bandarísk stjórnvöld leggja nú á að draga úr umsvifum herstöðvarinnar á Miðnesheiði er liður í endurskipulagningu herstöðvanets Bandaríkjanna um allan heim. Á tímabili kalda stríðsins (1945-1990) lögðu Bandaríkin mesta áherslu í miklar herstöðvar einkum í Þýskalandi og einnig víðar, svo sem á Ítalíu, Bretlandi, Tyrklandi, Íslandi og Grænlandi. Nú er hins vegar lögð áhersla á að byggja upp herstöðvanet kringum Mið-Austurlönd, m.a. á svæðinu við Svartahafið og Kákasus. Þegar Tyrkland neitaði Bandaríkjunum um að nota aðstöðu í Tyrklandi við innrásina í Írak árið 2003 ýtti það enn frekar við bandarískum stjórnvöldum að leita hófanna annars staðar á svæðinu. Ástandið er hins vegar óstöðugt í ýmsum fyrrverandi Sovétlýðveldum og þess vegna er nú lögð áhersla á að koma upp herstöðvum í Rúmeníu og Búlgaríu. Sjá nánar á vef PINR (Power and Interest News Report). Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Ávarp flutt af Bjarna E. Guðleifssyni á Ráðhústorginu á Akureyri í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Ávarp flutt af Bjarna E. Guðleifssyni á Ráðhústorginu á Akureyri í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Góðir tilheyrendur. Stundum er hugtökum best lýst með andstæðum eða andheitum sínum. Andstæða ljóss er …

SHA_forsida_top

Vísindaferð HÍ

Vísindaferð HÍ

Vísindaferð háskólanema í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir hernaðarandstæðingar standa fyrir friðargöngum á Þorláksmessu líkt og undanfarin ár. Í Reykjavík verður gengið …

SHA_forsida_top

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Samkvæmt fjárlögum 2009 er gert ráð fyrir að tæplega einn og hálfur milljarður fari í …

SHA_forsida_top

Bulletin á netinu

Bulletin á netinu

Bulletin of the Atomic Scientists er líklega kunnasta og virtasta tímarit heims á sviði afvopnunarmála. …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum og fagnar gagnflaugakerfi Bandaríkjanna

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum og fagnar gagnflaugakerfi Bandaríkjanna

Utanríkisráðherra Íslands var á annasömu ferðalagi í byrjun desember. Dagana 4. til 5. desember sat …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK, 13.desember

Bókmenntakynning MFÍK, 13.desember

Hin árvissa bókmenntakynning MFÍK verður haldin laugardaginn 13. des. n.k. kl. 14 í MÍR-salnum Hverfisgötu …

SHA_forsida_top

Glæsileg menningardagskrá

Glæsileg menningardagskrá

Það verður boðið upp á vandaða menningardagskrá á fjáröflunarmálsverði og fullveldishátíð SHA n.k. föstudag (sjá …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 28. nóvember n.k. Matseðillinn verður venju fremur glæsilegur, enda um …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Vísindaferð SHA

Vísindaferð SHA

Háskólastúdentar í vísindaferð í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Í dag, 17. nóvember, var í níunda sinn lagt fram á Alþingi frumvarp um friðlýsingu …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Nú miðnefnd SHA var kjörinn á landsráðstefnu þann 15. nóvember. Hana skipa: Aðalmenn: Auður Lilja …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - I

Ályktanir landsráðstefnu SHA - I

Ályktun landsráðstefnu SHA, 15. nóvember 2008, um málefni Atlantshafsbandalagsins: Næstkomandi vor verða liðin 60 ár …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - II

Ályktanir landsráðstefnu SHA - II

Ályktun um breskar herþotur og "loftrýmisgæslu": Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 15. nóvember, fagnar því …