BREYTA

Bandarískar herstöðvar í Rúmeníu og Búlgaríu

17. nóvember sl. gerðu ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Rúmeníu með sér samkomulag um að settar yrðu upp bandarískar herstöðvar við Svartahafið, við Kogalniceanu-flugvöllinn nálægt hafnarborginni Constanta, og Fetesti, um 200 km austur af Búkarest. Sama dag tóku Bandaríkin aftur upp viðræður við Búlgaríu um afnot af herstöðvum þar, við Bezmer-flugvöll og Novo Selo. Sú áhersla sem bandarísk stjórnvöld leggja nú á að draga úr umsvifum herstöðvarinnar á Miðnesheiði er liður í endurskipulagningu herstöðvanets Bandaríkjanna um allan heim. Á tímabili kalda stríðsins (1945-1990) lögðu Bandaríkin mesta áherslu í miklar herstöðvar einkum í Þýskalandi og einnig víðar, svo sem á Ítalíu, Bretlandi, Tyrklandi, Íslandi og Grænlandi. Nú er hins vegar lögð áhersla á að byggja upp herstöðvanet kringum Mið-Austurlönd, m.a. á svæðinu við Svartahafið og Kákasus. Þegar Tyrkland neitaði Bandaríkjunum um að nota aðstöðu í Tyrklandi við innrásina í Írak árið 2003 ýtti það enn frekar við bandarískum stjórnvöldum að leita hófanna annars staðar á svæðinu. Ástandið er hins vegar óstöðugt í ýmsum fyrrverandi Sovétlýðveldum og þess vegna er nú lögð áhersla á að koma upp herstöðvum í Rúmeníu og Búlgaríu. Sjá nánar á vef PINR (Power and Interest News Report). Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 8. mars 2006

Undirbúningur fyrir 8. mars 2006

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) hafa boðað til undirbúningsfundar fyrir menningar- og baráttudagskrá …

SHA_forsida_top

Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni

Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni

Frá Þjóðarhreyfingunni - með lýðræði ÁR FRÁ YFIRLÝSINGUNNI Í THE NEW YORK TIMES ,,... …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf.

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf.

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf. hefst kl. 20. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um starfsemina.

SHA_forsida_top

Spurningakeppnin Friðarpípan

Spurningakeppnin Friðarpípan

Friðarpípan, spurningakeppni Samtaka herstöðvaandstæðinga verður haldin í Friðahúsi kl. 16.

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan, spurningakeppni SHA, verður haldin laugardaginn 21. janúar í Friðarhúsinu og hefst kl. 16. …

SHA_forsida_top

Rokk gegn her

Rokk gegn her

Á vefritinu Hugsandi birtist nýverið grein eftir sagnfræðinginn Unni Maríu Bergsveinsdóttur, fyrrum miðnefndarfulltrúa í …

SHA_forsida_top

Alþjóðlegar aðgerðir undirbúnar

Alþjóðlegar aðgerðir undirbúnar

Þann tuttugasta mars nk. verða þrjú ár liðin frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja …

SHA_forsida_top

Undirbúningur alþjóðamótmæladags

Undirbúningur alþjóðamótmæladags

18.-20. mars verða alþjóðleg mótmæli gegn Íraksstríðinu, en þrjú ár verða þá liðin frá innrás …

SHA_forsida_top

Dagfari á Friðarvefnum

Dagfari á Friðarvefnum

Tímarit og fréttabréf Samtaka herstöðvaandstæðinga nefnist Dagfari, en útgáfusaga blaðsins nær aftur á fyrri hluta …

SHA_forsida_top

Málningarvinna í Friðarhúsi

Málningarvinna í Friðarhúsi

Unnið verður að málningarvinnu í Friðarhúsi á sunnudag frá klukkan 14. Um er að ræða …

SHA_forsida_top

Vinnudagur í Friðarhúsi

Vinnudagur í Friðarhúsi

Unnið verður að málningarvinnu o.fl. í Friðarhúsi frá kl. 14. Vinnufúsar hendur velkomnar.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er lokað vegna einkasamkvæmis.

SHA_forsida_top

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18. mars

Eins og kom fram í fréttum hér á síðunni 10. janúar (sjá hér neðar á …

SHA_forsida_top

Öryggi og varnir Íslands

Öryggi og varnir Íslands

Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til ályktunar um opinbera nefnd um öryggi og …

SHA_forsida_top

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-20. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-20. mars

Þann 20. mars næstkomandi verða liðin þrjú ár frá því innrásin í Írak hófst. Undanfarin …