BREYTA

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

USS Wasp Fimmtudaginn 12. október er áætlað að bandaríska herskipið USS Wasp komi til Reykjavíkur og leggist að Skarfabakka, vestasta hafnarbakka Sundahafnar, kl. 19. Skv. fréttatilkynningu bandaríska sendiráðsins (http://reykjavik.usembassy.gov/) kemur skipið í heimsókn í tilefni af nýgerðu samkomulagi íslenskra og bandarískra stjórnvalda. Meðan á dvöl skipsins stendur er ætlunin að áhöfnin vinni með landhelgisgæslunni og lögreglunni við að undirbúa framtíðar þjálfun og æfingar „í samræmi við öryggisumhverfi 21. aldarinnar“, eins og það er orðað í fréttatilkynningunni. Þá er sagt að konur og karlar úr áhöfn USS Wasp muni njóta frelsis í Reykjavík og íslenskri landsbyggð. Því miður, segir í fréttatilkynningunni, verður skipið ekki opið almenningi en tekið verður á móti gestum bandaríska sendiráðsins. Wasp er sagt 40 þúsund tonna skip, það er svokallað „amphibious ship“, en það mun þýða að því sé ætlað að gera árásir af hafi. Í frétt í Morgunblaðinu á þriðjudaginn er fengið af vef bandaríska sjóhersins að skipum í sama flokki og USS Wasp sé ætlað lykilhlutverk í áætlunum flotans um innrás af hafi. Frá þeim sé hægt að senda árásarþyrlur og Harrier-þotur og einnig lendingarpramma sem geta borið skriðdreka, fallbyssur og önnur stríðstól auk hermanna og birgða. Á vef Faxaflóahafna er að finna svofellda tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands: „Vegna komu bandaríska herskipsins Wasp til Reykjavíkur sem mun leggjast að bryggju við Skarfabakka mun svæðið umhverfis bryggjuna verða lokað fyrir skipa- og bátaumferð frá miðvikudeginum 11. október fram til brottfarar skipsins. Varðbáturinn Baldur mun verða með gæslu á lokunarsvæðinu. Stjórnendur skipa og báta sem leið eiga um Viðeyjarsund er bent á að Landhelgisgæslan verður með hlustvörslu á rás 12 VHF um borð í Baldri.“ Vert er að minna á eftirfarandi samþykkt sem borgarstjórn Reykjavíkur gerði 21. mars 2002: „Borgarstjórn samþykkir að bönnuð verði í borgarlandinu umferð og geymsla kjarnorku- efna- og sýklavopna.“ Þess er því að vænta að leitað verði svara við því hvort kjarnorkuvopn séu um borð í skipinu.

Færslur

SHA_forsida_top

Blog Masonry Fullwidth

Blog Masonry Fullwidth

SHA_forsida_top

Blog Masonry No Sidebar

Blog Masonry No Sidebar

SHA_forsida_top

Blog Standard No Sidebar

Blog Standard No Sidebar

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður marsmánaðar

Fjáröflunarmálsverður marsmánaðar

Föstudagskvöldið 28. mars verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Matseld verður í höndum MFÍK og er matseðillinn …

SHA_forsida_top

Úkraína og Krímskagi – félagsfundur SHA

Úkraína og Krímskagi – félagsfundur SHA

Málefni Úkraínu hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið vegna pólitísks óstöðugleika og rússneskrar …

SHA_forsida_top

Fjölmiðlar og friðarmálin

Fjölmiðlar og friðarmálin

Blaðamennirnir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhansson á DV fengu á dögunum íslensku blaðamannaverðlaunin …

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Suður-Súdan?

Hvað er á seyði í Suður-Súdan?

Suður-Súdan hefur komist í heimsfréttirnar upp á síðkastið vegna ófriðarástands í landinu. Guðrún Sif Friðriksdóttir …

SHA_forsida_top

NATO og norræn samvinna

NATO og norræn samvinna

Þegar Bandaríkjamenn réðust á Afghanistan í október 2001 höfðu þeir lítið lögmæti til þess. Eftir …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 28. febrúar n.k. verður annar fjáröflunarkvöldverður ársins haldinn í Friðarhúsi. Kokkur kvöldsins verður Geir …

SHA_forsida_top

Ályktun um loftrýmisgæslu 2014

Ályktun um loftrýmisgæslu 2014

Eins og rækilega hefur komið fram, standa nú hér á landi yfir umfangsmiklar heræfingar með …

SHA_forsida_top

Dæmisagan falska um Rúanda

Dæmisagan falska um Rúanda

Fyrst: um Bosníu og Kosovo Í fyrri grein var minnst á nokkur þau voðaverk á …

SHA_forsida_top

„Verndarskyldan“ – óskabúningur íhlutunarstefnunnar

„Verndarskyldan“ – óskabúningur íhlutunarstefnunnar

Spegillinn á Þrettándanum Þrettándadag jóla, 6. janúar, hafði Spegillinn í Ríkisútvarpinu (Pálmi Jónasson) innslag um …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður Friðarhúss

Janúarmálsverður Friðarhúss

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins verður haldinn í Friðarhúsi föstudagskvöldið 31. janúar n.k. Kokkar kvöldsins verður þríeykið …

SHA_forsida_top

Onoda á Norðurhjaranum

Onoda á Norðurhjaranum

Hiroo Onoda lést í Tókíó 91 árs að aldri. Onoda varð heimsfrægur árið 1974 þegar …

SHA_forsida_top

Bandaríkin og alþjóðalögin: félagsfundur SHA og MFÍK og fjáröflunarkvöldverður

Bandaríkin og alþjóðalögin: félagsfundur SHA og MFÍK og fjáröflunarkvöldverður

SHA og MFÍK efna til sameiginlegs félagsfundar þriðjudaginn 14. janúar í Friðarhúsi kl. 20. Þórhildur …