BREYTA

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

USS Wasp Fimmtudaginn 12. október er áætlað að bandaríska herskipið USS Wasp komi til Reykjavíkur og leggist að Skarfabakka, vestasta hafnarbakka Sundahafnar, kl. 19. Skv. fréttatilkynningu bandaríska sendiráðsins (http://reykjavik.usembassy.gov/) kemur skipið í heimsókn í tilefni af nýgerðu samkomulagi íslenskra og bandarískra stjórnvalda. Meðan á dvöl skipsins stendur er ætlunin að áhöfnin vinni með landhelgisgæslunni og lögreglunni við að undirbúa framtíðar þjálfun og æfingar „í samræmi við öryggisumhverfi 21. aldarinnar“, eins og það er orðað í fréttatilkynningunni. Þá er sagt að konur og karlar úr áhöfn USS Wasp muni njóta frelsis í Reykjavík og íslenskri landsbyggð. Því miður, segir í fréttatilkynningunni, verður skipið ekki opið almenningi en tekið verður á móti gestum bandaríska sendiráðsins. Wasp er sagt 40 þúsund tonna skip, það er svokallað „amphibious ship“, en það mun þýða að því sé ætlað að gera árásir af hafi. Í frétt í Morgunblaðinu á þriðjudaginn er fengið af vef bandaríska sjóhersins að skipum í sama flokki og USS Wasp sé ætlað lykilhlutverk í áætlunum flotans um innrás af hafi. Frá þeim sé hægt að senda árásarþyrlur og Harrier-þotur og einnig lendingarpramma sem geta borið skriðdreka, fallbyssur og önnur stríðstól auk hermanna og birgða. Á vef Faxaflóahafna er að finna svofellda tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands: „Vegna komu bandaríska herskipsins Wasp til Reykjavíkur sem mun leggjast að bryggju við Skarfabakka mun svæðið umhverfis bryggjuna verða lokað fyrir skipa- og bátaumferð frá miðvikudeginum 11. október fram til brottfarar skipsins. Varðbáturinn Baldur mun verða með gæslu á lokunarsvæðinu. Stjórnendur skipa og báta sem leið eiga um Viðeyjarsund er bent á að Landhelgisgæslan verður með hlustvörslu á rás 12 VHF um borð í Baldri.“ Vert er að minna á eftirfarandi samþykkt sem borgarstjórn Reykjavíkur gerði 21. mars 2002: „Borgarstjórn samþykkir að bönnuð verði í borgarlandinu umferð og geymsla kjarnorku- efna- og sýklavopna.“ Þess er því að vænta að leitað verði svara við því hvort kjarnorkuvopn séu um borð í skipinu.

Færslur

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Sigurlaug Gunnlaugsdóttir segir frá rannsókn sinni um Farandverkakonur í fiskvinnslu

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og Guðríður Sigurbjörnsdóttir segja frá ESF í Malmö

SHA_forsida_top

Fróðleg umfjöllun

Fróðleg umfjöllun

Athygli er vakin á fróðlegri umfjöllun í fríblaðinu Reykjavík Grapevine, þar sem fjallað er um …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er frátekið í dag.

SHA_forsida_top

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að íslensk stjórnvöld skuli eina ferðina enn ákveða að …

SHA_forsida_top

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/4433 Varnaræfingin Norður Víkingur 2008 verður haldin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli …

SHA_forsida_top

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Miðnefnd SHA hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir: Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkisráðherra þess efnis …

SHA_forsida_top

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Samræmi og samfella í stefnu stórveldanna markast einungis af hagsmunum þeirra. Þessa vegna hafna Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Misminni utanríkisráðherra

Misminni utanríkisráðherra

Í Kastljósi Sjónvarps, mánudagskvöldið 25. ágúst, sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fyrir svörum. Meðal þess …

SHA_forsida_top

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

eftir Peter M. Johansen Þessi grein birtist 18. ágúst í vefritinu Eggin, sem …

SHA_forsida_top

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Að venju verður fjölbreytt dagskrá í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, á Menningarnótt Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet við kínverska sendiráðið við Víðimel 23. ágúst Laugardagskvöldið 23. ágúst klukkan …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Margháttuð dagskrá verður í Friðarhúsi á Menningarnótt Reykjavíkur.

SHA_forsida_top

Frelsi Suður-Ossetíu?

Frelsi Suður-Ossetíu?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 12. ágúst Innrás Georgíu í Suður-Ossetíu …

SHA_forsida_top

Átökin í Kákasus

Átökin í Kákasus

eftir Árna Þór Sigurðsson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 11. ágúst Hernaðarátökin í Kákasus …