BREYTA

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt leynd af ýmsum skjölum sem varpa ljósi á Kalda stríðið. Þar á meðal er minnisblað sem tekið var saman fyrir þjóðaröryggisráðgjafa forsetans í kjölfar hinnar misheppnuðu Svínaflóainnrásar, þar sem listað var upp til hvaða ráðstafana þyrfti að grípa áður en kjarnorkuvopnum sem staðsett kynnu að vera á herstöðvum í einstökum bandalagsríkjum BNA væri beitt. Í ljós kemur að ráðstafanirnar voru afar mismunandi og ætti raunar ekki að koma á óvart. Þannig kemur fram að engar sérstakar ráðstafanir þurfi að gera vegna herstöðva í Þýskalandi, Kóreu, Filippseyjum, Marokkó eða Vestur-Indíum. Sama gilti um beitingu kjarnorkuvopna frá herstöðinni í Okinawa í Japan, en vegna annarra stöðva þar í landi yrði að hafa samráð við japönsk stjórnvöld. Stöðvar á Spáni teldust Bandaríkjamönnum til frjálra afnota ef þeir ákvæðu einhliða að slíkar aðgerðir væru til þess fallnar að vinna gegn kommúnískri ásælni. Í Tyrklandi væru aðgerðir heimilaðar ef Nató teldist ógnað. Í Danmörku, Grikklandi, Portúgal, Hollandi og Ítalíu teldist nóg að um Nató-aðgerð væri að ræða. Gert var ráð fyrir að forsætisráðherra Bretlands fengi beint símtal frá Bandaríkjaforseta áður en til beitingar vopna kæmi og eins voru ákveðnar leiðir til að upplýsa Kanadabúa ef til kæmi. Varðandi Frakkland væri þörf á samráði sem færi þó eftir eðli aðgerðanna. Viðbúið er Íslendinga fýsi helst að vita hvað segir í 8. lið skjalsins þar sem talað er um Lýðveldið Kína (Tævan), Ísland og Noreg. Þar stendur: „No special requirements appear with respect to the use of nuclear weapons from bases in these countries, but host government consent is required before the bases may be used.“ Minnisblaðið má finna hér.

Færslur

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Sigurlaug Gunnlaugsdóttir segir frá rannsókn sinni um Farandverkakonur í fiskvinnslu

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og Guðríður Sigurbjörnsdóttir segja frá ESF í Malmö

SHA_forsida_top

Fróðleg umfjöllun

Fróðleg umfjöllun

Athygli er vakin á fróðlegri umfjöllun í fríblaðinu Reykjavík Grapevine, þar sem fjallað er um …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er frátekið í dag.

SHA_forsida_top

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að íslensk stjórnvöld skuli eina ferðina enn ákveða að …

SHA_forsida_top

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/4433 Varnaræfingin Norður Víkingur 2008 verður haldin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli …

SHA_forsida_top

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Miðnefnd SHA hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir: Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkisráðherra þess efnis …

SHA_forsida_top

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Samræmi og samfella í stefnu stórveldanna markast einungis af hagsmunum þeirra. Þessa vegna hafna Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Misminni utanríkisráðherra

Misminni utanríkisráðherra

Í Kastljósi Sjónvarps, mánudagskvöldið 25. ágúst, sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fyrir svörum. Meðal þess …

SHA_forsida_top

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

eftir Peter M. Johansen Þessi grein birtist 18. ágúst í vefritinu Eggin, sem …

SHA_forsida_top

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Að venju verður fjölbreytt dagskrá í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, á Menningarnótt Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet við kínverska sendiráðið við Víðimel 23. ágúst Laugardagskvöldið 23. ágúst klukkan …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Margháttuð dagskrá verður í Friðarhúsi á Menningarnótt Reykjavíkur.

SHA_forsida_top

Frelsi Suður-Ossetíu?

Frelsi Suður-Ossetíu?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 12. ágúst Innrás Georgíu í Suður-Ossetíu …

SHA_forsida_top

Átökin í Kákasus

Átökin í Kákasus

eftir Árna Þór Sigurðsson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 11. ágúst Hernaðarátökin í Kákasus …