BREYTA

Baráttan heldur áfram!

kjartanolafsson Húsfyllir var á hinum mánaðarlega föstudagskvöldverði í Friðarhúsi 28. október. Kjartan Ólafsson fv. alþingismaður kom og fjallaði um hleranamálið auk þess sem hann rifjaði upp ýmislegt úr sögu baráttunnar gegn hernámi og herstöðvum, en hann var meðal stofnenda Samtaka hernámsandstæðinga, framkvæmdastjóri samtakanna og aðalhvatamaður að fyrstu Keflavíkurgöngunni. Í fróðlegu og bráðskemmtilegu erindi fagnaði hann því að loksins væri herinn farinn en benti jafnframt á að í nýgerðum samningum milli Íslands og Bandaríkjanna væri gert ráð fyrir nánu samstarfi milli landanna á hernaðarlegu sviði sem meðal annars fæli í sér tengsl milli Landhelgisgæslunnar og bandaríska hersins og undraðist hann hversu litla athygli það hefði fengið. Baráttunni væri því engan veginn lokið og brýndi hann herstöðvaandstæðinga til að láta ekki deigann síga. ragnararnalds Þess má geta að Ragnar Arnalds, sem var í líka forystu Samtaka hernámsandstæðinga og hefur einnig séð ástæðu til að fá að sjá hlerunarskjöl sem varða hann, kom í kvöldverð í Friðarhúsi 29. september í tilefni brottfarar hersins og rifjaði upp ýmislegt úr baráttunni. Hann benti á þau áhrif sem barátta hernáms/herstöðvaandstæðinga hefur haft en margir átta sig ekki á. Í eðli sínu eru þau nefnilega ekki mjög sýnileg en mikilvæg samt, því að uppi voru áform um miklu meiri herstöðvar, svo sem herflugvelli á Rangárvöllum, í Skagafirði og í Aðaldal og flotastöð í Hvalfirði. Það verður sjálfsagt aldrei úr því skorið hver áhrif andófsbáttunnar voru, en það er vert að velta fyrir sér hvort íslensk stjórnvöld hefðu ekki orðið eftirgefanlegri gagnvart Bandaríkjamönnum ef engin skipulögð andstaða hefði verið gegn þessum áformum. Kjartan benti á í erindi sínu að hernámsandstæðingar hefðu alltaf lagt mikið upp úr friðsamlegum aðgerðum enda kom nánast ekki til átaka frá 30. mars 1949 og þar til utanríkisráðherrafundur NATO var haldinn í Reykjavík 1968. Eigi að síður létu stjórnvöld hlera síma Samtaka hernámsandstæðinga, sem sýnir kannski umfram allt hversu mikill þyrnir í augum þeirra þessi samtök voru. Með friðsamlegri baráttu sinni þvældust þau sífellt fyrir því að stjórnvöld gætu þjónað heimsveldinu eins og þau hefðu viljað. Og fyrir það megum við þakka Kjartani, Ragnari og fjölmörgum öðrum sem héldu þessari baráttu uppi á árum áður. Og, eins og Kjartan benti á, baráttunni verður að halda áfram! eó Myndin af Kjartani er tekin af www.mbl.is og myndin af Ragnari af www.xx.is

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning Feministafélagsins

Bókmenntakynning Feministafélagsins

SHA_forsida_top

Njósnað um gest SHA!

Njósnað um gest SHA!

Martyn Lowe, bókavörður, friðarsinni og aktívisti, verður gestur á félagsfundi SHA miðvikudaginn 26. október …

SHA_forsida_top

Málsverður frestast

Málsverður frestast

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa yfirleitt verið haldnir síðasta föstudagskvöld í mánuði. Næstu tvö skiptin verður breyting …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar í Friðarhúsi. Tilefnið er …

SHA_forsida_top

Ríkisfang: Ekkert

Ríkisfang: Ekkert

Opinn félagsfundur MFÍK verður í Friðarhúsi miðvikudaginn 19. október kl. 19.00. Sigríður Víðis Jónsdóttir mun …

SHA_forsida_top

Málþing í þágu friðar

Málþing í þágu friðar

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar: Á morgun laugardaginn 15. október verður …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

Samtök hernaðarandstæðinga og MFÍK efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, mánudagskvöldið 10. október …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Þann 26. sept var haldinn á Akureyri aðalfundur hjá Norðurlandsdeild SHA sem jafnframt var opinn …

SHA_forsida_top

Mannlegt friðarmerki, 2. október

Mannlegt friðarmerki, 2. október

2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi og hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað daginn baráttunni fyrir tilveru …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. september. Kokkar kvöldsins …

SHA_forsida_top

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir félagsfundi á Akureyri sk. mánudagskvöld. Umræðuefnið var „Nýja Nató og þátttaka …

SHA_forsida_top

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Vakin er athygli á mótmælastöðu Íslands-Palestínu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna fimmtudaginn 22.september klukkan 17:00. Elva …

SHA_forsida_top

Farsinn í héraðsdómi

Farsinn í héraðsdómi

Mánudaginn 19. september kl. 15 hefst næsti þáttur í farsanum Ákæruvaldið gegn Lalla sjúkraliða. …

SHA_forsida_top

Hiroshima

Hiroshima

(Ljóð þetta var flutt á kertafleytingu friðarsinna á Egilsstöðum í ágúst sl.) Og enn þann …

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …