BREYTA

Baráttan heldur áfram!

kjartanolafsson Húsfyllir var á hinum mánaðarlega föstudagskvöldverði í Friðarhúsi 28. október. Kjartan Ólafsson fv. alþingismaður kom og fjallaði um hleranamálið auk þess sem hann rifjaði upp ýmislegt úr sögu baráttunnar gegn hernámi og herstöðvum, en hann var meðal stofnenda Samtaka hernámsandstæðinga, framkvæmdastjóri samtakanna og aðalhvatamaður að fyrstu Keflavíkurgöngunni. Í fróðlegu og bráðskemmtilegu erindi fagnaði hann því að loksins væri herinn farinn en benti jafnframt á að í nýgerðum samningum milli Íslands og Bandaríkjanna væri gert ráð fyrir nánu samstarfi milli landanna á hernaðarlegu sviði sem meðal annars fæli í sér tengsl milli Landhelgisgæslunnar og bandaríska hersins og undraðist hann hversu litla athygli það hefði fengið. Baráttunni væri því engan veginn lokið og brýndi hann herstöðvaandstæðinga til að láta ekki deigann síga. ragnararnalds Þess má geta að Ragnar Arnalds, sem var í líka forystu Samtaka hernámsandstæðinga og hefur einnig séð ástæðu til að fá að sjá hlerunarskjöl sem varða hann, kom í kvöldverð í Friðarhúsi 29. september í tilefni brottfarar hersins og rifjaði upp ýmislegt úr baráttunni. Hann benti á þau áhrif sem barátta hernáms/herstöðvaandstæðinga hefur haft en margir átta sig ekki á. Í eðli sínu eru þau nefnilega ekki mjög sýnileg en mikilvæg samt, því að uppi voru áform um miklu meiri herstöðvar, svo sem herflugvelli á Rangárvöllum, í Skagafirði og í Aðaldal og flotastöð í Hvalfirði. Það verður sjálfsagt aldrei úr því skorið hver áhrif andófsbáttunnar voru, en það er vert að velta fyrir sér hvort íslensk stjórnvöld hefðu ekki orðið eftirgefanlegri gagnvart Bandaríkjamönnum ef engin skipulögð andstaða hefði verið gegn þessum áformum. Kjartan benti á í erindi sínu að hernámsandstæðingar hefðu alltaf lagt mikið upp úr friðsamlegum aðgerðum enda kom nánast ekki til átaka frá 30. mars 1949 og þar til utanríkisráðherrafundur NATO var haldinn í Reykjavík 1968. Eigi að síður létu stjórnvöld hlera síma Samtaka hernámsandstæðinga, sem sýnir kannski umfram allt hversu mikill þyrnir í augum þeirra þessi samtök voru. Með friðsamlegri baráttu sinni þvældust þau sífellt fyrir því að stjórnvöld gætu þjónað heimsveldinu eins og þau hefðu viljað. Og fyrir það megum við þakka Kjartani, Ragnari og fjölmörgum öðrum sem héldu þessari baráttu uppi á árum áður. Og, eins og Kjartan benti á, baráttunni verður að halda áfram! eó Myndin af Kjartani er tekin af www.mbl.is og myndin af Ragnari af www.xx.is

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ísland úr Nató! Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 2. apríl 2022, minnir á kröfuna …

SHA_forsida_top

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Í Dagfara síðasta haust var fjallað um viðveru B-2 sprengjuþota Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli og …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður

Marsmálsverður

Fjáröflunarmálsverðir SHA eru komnir á fulla ferð eftir Covid-truflanir síðustu missera. Að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 2. apríl kl. 11. Fundurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir innrás Rússa í Úkraínu sem hófst í morgun og gæti …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Fjáröflunarmálsverður SHA er snúinn aftur nú þegar aðstæður leyfa. Miðnefndarmeðlimirnir Þorvaldur og Lóa sjá …

SHA_forsida_top

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Friðvikudagar eru aftur komnir af stað með hækkandi sól. Daglega berast fréttir af …

SHA_forsida_top

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Frá árinu 1980 hafa andstæðingar stríðs og vígbúnaðar efnt til friðargöngu á Þorláksmessu. Þar hefur …

SHA_forsida_top

Bréf til þingheims

Bréf til þingheims

Eftirfarandi bréf var sent á nýkjörna þingmenn í desember til að kynna okkar málstað: …

SHA_forsida_top

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Kæri hernaðarandstæðingur Friðarganga á Þorláksmessu var fyrst haldin í Reykjavík árið 1980 og hélst sú …

SHA_forsida_top

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Líklega kemur það fáum á óvart, en vegna samkomutakmarkanna er útilokað að halda fjölmenna mannfögnuði …

SHA_forsida_top

Lærdómurinn af Hiroshima

Lærdómurinn af Hiroshima

Stjörnufræðingurinn Þorsteinn Sæmundsson ritar grein í Morgunblaðið þann 8. nóvember þar sem hann veltir því …

SHA_forsida_top

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Miðnefnd SHA samþykkti í byrjun mánaðar að senda eftirfarandi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið vegna B-2 sprengjuþota …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður snýr aftur

Friðarmálsverður snýr aftur

Eftir langa bið snúa fjáröfnunarmálsverðir Friðarhús aftur. Föstudagskvöldið 24. september geta hernaðarandstæðingar komið …

SHA_forsida_top

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn …