BREYTA

Baráttan heldur áfram!

kjartanolafsson Húsfyllir var á hinum mánaðarlega föstudagskvöldverði í Friðarhúsi 28. október. Kjartan Ólafsson fv. alþingismaður kom og fjallaði um hleranamálið auk þess sem hann rifjaði upp ýmislegt úr sögu baráttunnar gegn hernámi og herstöðvum, en hann var meðal stofnenda Samtaka hernámsandstæðinga, framkvæmdastjóri samtakanna og aðalhvatamaður að fyrstu Keflavíkurgöngunni. Í fróðlegu og bráðskemmtilegu erindi fagnaði hann því að loksins væri herinn farinn en benti jafnframt á að í nýgerðum samningum milli Íslands og Bandaríkjanna væri gert ráð fyrir nánu samstarfi milli landanna á hernaðarlegu sviði sem meðal annars fæli í sér tengsl milli Landhelgisgæslunnar og bandaríska hersins og undraðist hann hversu litla athygli það hefði fengið. Baráttunni væri því engan veginn lokið og brýndi hann herstöðvaandstæðinga til að láta ekki deigann síga. ragnararnalds Þess má geta að Ragnar Arnalds, sem var í líka forystu Samtaka hernámsandstæðinga og hefur einnig séð ástæðu til að fá að sjá hlerunarskjöl sem varða hann, kom í kvöldverð í Friðarhúsi 29. september í tilefni brottfarar hersins og rifjaði upp ýmislegt úr baráttunni. Hann benti á þau áhrif sem barátta hernáms/herstöðvaandstæðinga hefur haft en margir átta sig ekki á. Í eðli sínu eru þau nefnilega ekki mjög sýnileg en mikilvæg samt, því að uppi voru áform um miklu meiri herstöðvar, svo sem herflugvelli á Rangárvöllum, í Skagafirði og í Aðaldal og flotastöð í Hvalfirði. Það verður sjálfsagt aldrei úr því skorið hver áhrif andófsbáttunnar voru, en það er vert að velta fyrir sér hvort íslensk stjórnvöld hefðu ekki orðið eftirgefanlegri gagnvart Bandaríkjamönnum ef engin skipulögð andstaða hefði verið gegn þessum áformum. Kjartan benti á í erindi sínu að hernámsandstæðingar hefðu alltaf lagt mikið upp úr friðsamlegum aðgerðum enda kom nánast ekki til átaka frá 30. mars 1949 og þar til utanríkisráðherrafundur NATO var haldinn í Reykjavík 1968. Eigi að síður létu stjórnvöld hlera síma Samtaka hernámsandstæðinga, sem sýnir kannski umfram allt hversu mikill þyrnir í augum þeirra þessi samtök voru. Með friðsamlegri baráttu sinni þvældust þau sífellt fyrir því að stjórnvöld gætu þjónað heimsveldinu eins og þau hefðu viljað. Og fyrir það megum við þakka Kjartani, Ragnari og fjölmörgum öðrum sem héldu þessari baráttu uppi á árum áður. Og, eins og Kjartan benti á, baráttunni verður að halda áfram! eó Myndin af Kjartani er tekin af www.mbl.is og myndin af Ragnari af www.xx.is

Færslur

SHA_forsida_top

Bjartsýnisverðlaun Nóbels

Bjartsýnisverðlaun Nóbels

Átti Barack Obama skilin Friðarverðlaunin? Eftirfarandi grein Hörpu Stefánsdóttur birtist í Smugunni 10. október …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í láni þetta kvöld til félagsins Vantrúar.

SHA_forsida_top

Silfurmaður í Friðarhúsi

Silfurmaður í Friðarhúsi

Bandaríski rithöfundurinn Webster Tarpley var gestur í sjónvarpsþættinum Silfri Egils sunnudaginn 26. september, þar sem …

SHA_forsida_top

Dagur án ofbeldis – 2. október

Dagur án ofbeldis – 2. október

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis er alþjóðlegt verkefni sem beinist að …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Fundur í Söguhópi SHA.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Málsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur, félagsfundur

Rauður vettvangur, félagsfundur

Félagsfundur RV í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Komið er að fyrsta málsverði haustsins í Friðarhúsi. Auk þess að vera góð fjáröflun fyrir …

SHA_forsida_top

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis 2. okt. 2009 til 2. jan. 2010

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis 2. okt. 2009 til 2. jan. 2010

2. október næstkomandi hefst á Nýja Sjálandi heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis. …

SHA_forsida_top

Ástandið á Sri Lanka

Ástandið á Sri Lanka

Borgarastríð hefur geysað á Sri Lanka nær samfellt í aldarfjórðung og komust átökin mjög í …

SHA_forsida_top

Mótmælandi Íslands, minningarsýning

Mótmælandi Íslands, minningarsýning

Sem kunnugt er lést Helgi Hóseasson á dögunum, en hann var þjóðkunnur baráttumaður fyrir friði …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Stríðið á Sri Lanka

Stríðið á Sri Lanka

Kristján Guðmundsson fjallar um átökin á Sri Lanka.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar

SHA_forsida_top

Mótmælandi Íslands

Mótmælandi Íslands

Heimildarmynd um Helga Hóseasson í boði SHA og Vantrúar.