BREYTA

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna er á leið til Íslands eins og rækilega hefur komið fram í fjölmiðlum. Alkunna er að stefna og framkoma varaforsetans og ríkisstjórnar hans er í andstöðu við skoðanir og gildi fjölmargra Íslendinga. Af því tilefni hafa fjöldi félagasamtaka tekið sig saman um að boða til útifundar á Austurvelli miðvikudaginn 4. september kl. 17:30 undir yfirskriftinni: „Partý gegn Pence: stöndum með friði, frelsi og grænni framtíð“. Fundurinn er hugsaður sem vettvangur fyrir fólk úr öllum áttum til að tjá afstöðu sína til stefnu Trump-stjórnarinnar í friðar- og afvopnunarmálum, kvenfrelsismálum, málefnum hinseginfólks, á sviði umhverfisverndar og framkomu við flóttafólk. Félagasamtökin sem að fundinum standa vinna einmitt að þessum málaflokkum. Flutt verða fimm stutt ávörp, en ræðumenn verða Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, María Helga Guðmundsdóttir fv. formaður Samtakanna 78, Hildur Knútsdóttir rithöfundur og umhverfisverndarsinni, Randi Stebbins mannréttindalögfræðingur og Isabella Rivera sem hefur búið sem innflytjandi í Bandaríkjunum. Einnig verður boðið upp á tónlistaratriði. Almenningur er hvattur til að mæta á Austurvöll og láta skoðun sína í ljós, hver með sínu nefi.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Aðalsalur Friðarhúss er í útleigu vegna einkafundar.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi föstudaginn 24. mars. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Sigríður Kristinsdóttir, …

SHA_forsida_top

Velheppnaðir fundir gegn Íraksstríðinu í Reykjavík

Velheppnaðir fundir gegn Íraksstríðinu í Reykjavík

Tveir fundir voru haldnir í Reykjavík 18. mars til að mótmæla Íraksstríðinu. Húsfyllir var á …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn Íraksstríði

Mótmæli gegn Íraksstríði

Mótmæli gegn stríðinu í Írak á alþjóðlegum baráttudegi.

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Uppákomur í Friðarhúsi á hverju kvöldi.

SHA_forsida_top

Aðgerðir í Reykjavík 18. mars gegn Íraksstríðinu

Aðgerðir í Reykjavík 18. mars gegn Íraksstríðinu

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 15 Samtök herstöðvaandstæðinga Morgunkaffi verður í Friðarhúsi frá kl. …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Heimildarmyndin Uncovered - The War on Iraq verður sýnd í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Uppákomur í Friðarhúsi á hverju kvöldi.

SHA_forsida_top

Æsum til friðar

Æsum til friðar

Tónleikar á Gauknum 17. mars Það eru ekki bara Samtök herstöðvaandstæðinga og Þjóðarhreyfingin - …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuárás á Íran í smíðum?

Kjarnorkuárás á Íran í smíðum?

Margir óttast að árás á Íran sé yfirvofandi og óneitanlega minnir síharðandi orðalag bandarískra ráðmanna …

SHA_forsida_top

Fjölmiðlar og Íraksstríð

Fjölmiðlar og Íraksstríð

Þáttur fjölmiðla í stríðsrekstrinum í Írak hefur reynst kveikja mikilla umræðna síðustu misseri. Fimmtudagskvöldið 16. …

SHA_forsida_top

Norðurlandsdeild SHA fundar

Norðurlandsdeild SHA fundar

Norðurlandsdeild Samtaka herstöðvaandstæðinga (SHA) ætlar að hittast á Kaffi Amor við Ráðhústorg á Akureyri laugardaginn …

SHA_forsida_top

Divided States of America - Grandrokk 16. mars

Divided States of America - Grandrokk 16. mars

Í tilefni af hljómleikum hinna ódauðlegu LAIBACH á Nasa 22. mars, verður sýnd glæný heimildamynd …

SHA_forsida_top

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur nú ákveðið að orrustuþoturnar fjórar, sem íslenska ríkisstjórnirn …