BREYTA

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Stop Bechtel Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við skrifstofur stórfyrirtækisins Bechtel í tilefni af því að 61 ár verða þá liðin frá því kjarnorkusprengjum var varpað á Hírósíma og Nagasakí (sjá hér) . Bechtel, sem var stofnað árið 1898, hefur nýlega hafið starfsemi á Íslandi, en fyrirtækið sér um byggingu álversins á Reyðarfirði. Hefur fyrirtækinu verið hrósað fyrir góða umhverfis- og starfsmannastefnu. Hvað hefur það með kjarnorkuvopn að gera? Raunin er sú að Bechtel er alræmt fyrirtæki og blóðugt upp fyrir axlir. Það er eitt mesta stríðsgróðafyrirtæki heims og hefur tekið þátt í ýmiskonar heldur ógeðfelldu gróðabralli. Því hafa bandarískar friðarhreyfingar helgað þessa daga gagnrýni og baráttu gegn Bechtel. Sett hefur verið upp vefsíðan august6.org þar sem greint er frá undirbúningi þessara aðgerða og ýmsar upplýsingar veittar um Bechtel. Yfirskrift aðgerðanna er: Frá Hírósíma til Yucca-fjalls til Miðausturlanda: Stöðvum Bechtel. Gegn kjarnorkuvopnum! Gegn stríði! Gegn stríðsgróðafyrirtækjum! Styðjum réttindi frumbyggja! Af hverju Bechtel? Fyrirtækið Bechtel er auk Halliburton það fyrirtæki sem mest græðir á stríðinu í Írak. Jafnframt hefur fyrirtækið hagnast mjög á hnattvæðingunni. Í andstöðunni við Bechtel geta hinar ýmsu hreyfingar sameinast, friðarhreyfingin, hreyfingin gegn kjarnorku og alþjóðlega réttlætishreyfingin eða hreyfingin gegn hnattvæðingu, eins og hún er líka kölluð. Gegnum tengsl sín við stjórnvöld í heila öld er Bechtel dæmigert fyrir stríðsgróða og fyrir tengslin milli kjarnorkuframleiðslu og útbreiðslu kjarnorkuvopna, milli „frjálsra viðskipta“ og arðráns á frumbyggjum og milli fyrirtækja og ríkisstjórna. Hér eru nokkur dæmi: Bechtel byggði jarðefnavinnslustöðvarnar (petrochemical plant) sem gerðu Írak kleyft að framleiða efnavopn gegn Íran. Fjórum mánuðum eftir að Saddam Hussein notaði eiturgas í stríðinu við Íran tók fyrirtækið að sér byggingu eiturvopnaverksmiðju í Írak (sjá hér). Þegar Saddam Hussein gerði að engu vonir Bechtel um leyfi til að leggja olíuleiðslu gegnum Írak fór fyritækið að þrýsta á stríðsundirbúning (með fulltingi manna eins og George Shultz, fyrrum stjórnarformanns Bechtel, utanríkisráherra í stjórn Ronalds Reagans og stofnfélaga í Nefndinni til frelsunar Íraks (Committee for the Liberation of Iraq - nefndin var sett upp síðla árs 2002 að frumkvæði Bruce Jackson, fyrrum varastjórnarformanns Lockhead Martin). Nú er Bechtel ásamt Halliburton (Dick Cheney, varaforseti, var stjórnarformaður þess 1995-2000) að fá gríðarlegar upphæðir fyrir að endurbyggja það sem fyrirtækið aðstoðaði við að eyðileggja. Auk þess hagnast það vel á einkavæðingu vatns í Írak, en Bechtel er umsvifamikið í þeirri grein, eitt af tíu stærstu fyrirtækjum heims sem hafa nýtt sér einkavæðingu vatns, og var meðal annars með starfsemi í Bólivíu eftir einkavæðingu vatns þar, sem olli íbúunum svo miklum búsifjum að þeir gerðu uppreisn árið 2000 og Bechtel hrökklaðist burtu en hafði upp úr krafsinu milli 12 og 40 milljónir dollara í skaðabætur. Bechtel tók þátt í að þróa kjarnorkusprengjurnar sem var varpað á Hírósíma og Nagasakí. Nú fær Bechtel háar upphæðir fyrir að aðstoða við rekstur Kjarnorkuöryggisstofnunarinnar – National Nuclear Security Administration (NNSA). Þetta er hálfsjálfstæð (semi-autonomous) stofnun innan orkumálaráðuneytisins sem þingið setti upp árið 2000. Á heimasíðu stofnunarinnar er sagt að tilgangur hennar sé að sjá um öryggi kjarnorkuvopna Bandaríkjanna án kjarnorkutilrauna (sem eru bannaðar en stórveldin hafa verið að reyna að fara kringum þetta bann). Meðal annars er NNSA, skv. heimasíðu stofnunarinnar, ætlað að þróa minni og öruggari kjarnorkuvopn í samræmi við hina svokölluðu „Complex 2030“-áætlun. Bechtel kemur að rekstri allmargra stöðva á vegum stofnunarinnar, m.a. í Los Alamos, eins og lesa má á heimasíðu fyrirtækisins. Los Alamos er víðfræg rannsóknarstöð og er fæðingarstaður kjarnorkusprengjunnar, þar voru framleiddar sprengjurnar sem var varpað á Hírósíma og Nagasakí. Starfsemi stöðvarinnar var einkavædd 1. júní síðastliðinn, „hljóðlátur áfangi í ferli einkavæðingar opinberrar þjónustu og starfsemi,“ eins og komist er að orði í vefútgáfu blaðsins the Monitor, og var reksturinn falinn Bechtel í samvinnu við Háskóla Kaliforníu og tvo aðra aðila. Bechtel kemur einnig gegnum dótturfyrirtæki sitt Bechtel Nevada að rekstri hinnar geysistóru Nevada rannsóknarstöðvar (Nevada Test Site sjá einnig hér) . Nevada-stöðin var sett á fót 1951 til þess að gera tilraunir með kjarnorkuvopn, m.a. með tilraunasprengingum, og þar voru flestar tilraunasprengingar Bandaríkjanna framkvæmdar þar til þeim var hætt árið 1992, a.m.k. 925, sennilega fleiri - margar þeirra ofanjarðar til 1962. Nú verið að undirbúa á svæðinu geymslur fyrir geislavirkan úrgang úr kjarnorkuverum og er áætlað að þær verði teknar í notkun árið 2017 og er Bechtel mikilvægur verktaki í því verki. Þær verða í Yucca-fjalli. Þessi áætlun er mjög umdeild og mætir mikilli andúð í Nevada og frumbyggjar á svæðinu standa í baráttu gegn bæði tilraunastöðinni og geymslunni fyrir kjarnorkuúrgang. Bechtel hefur staðið að byggingu fjölmargra kjanorkuvera í Bandaríkjunum og víðar, m.a. fyrsta kjarnorkuversins í Íran. Bechtel hefur löngum átt greiðan aðgang að ráðamönnum í Bandaríkjunum. Það var ekki til að torvelda framgang fyrirtækisins í kjarnorkuiðnaðinum að félagi Steve Bechtel úr háskóla, John McCone, varð formaður kjarnorkunefndar Eisenhowers forseta. Meðal annarra tengiliða fyrirtækisins við stjórnvöld má nefna þessa: Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra í stjórn Reagans, var háttsettur hjá Bechtel. George Schultz, utanríkisráðherra Reagans, var stjórnarformaður Bechtel og er enn í stjórn fyrirtækisins. W. Kenneth Davis, orkumálaráðherra Reagans og formaður kjarnorkunefndarinnar í stjórnartíð Reagans, var yfirmaður við kjarnorkustarfsemi Bechtel. William Casey, forstjóri CIA í stjórnartíð Reagans og og yfirmaður Export-Import bankans (mikilvæg lánastofnun á vegum ríkisins) í stjórnartíð Ford, er ráðgjafi hjá Bectel. Chuck Redman, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð og Þýskalandi, er yfirmaður Bechtel í Mið-Austurlöndum, Suðvestur-Asíu, Evrópu og Afríku. Marga fleiri mætti telja sem hafa verið tengdir Bechtel, sumir störfuðu hjá kjarnorkunefndinni (Atom Energy Commission). Sjá nánar: Gagnauga.is Bechtel í blíðu og stríðu eftir Írisi Ellenberger Bechtel: Profiting from Destruction. Why the Corporate Invasion of Iraq Must be Stopped, by CorpWatch, Global Exchange, Public Citizen, Collaborative Report June 5th, 2003 Grein um Bechtel á vefnum Reaching Critical Will Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Staðan í Sýrlandi - félagsfundur SHA

Staðan í Sýrlandi - félagsfundur SHA

Sýrland er fyrirferðarmikið í heimsfréttunum. Hörð átök geysa í landinu og friðarhorfur ekki góðar. Hver …

SHA_forsida_top

„Loftrýmiseftirlitið“ burt!

„Loftrýmiseftirlitið“ burt!

Ályktun frá hernaðarandstæðingum á Norðurlandi Orustuþotur NATO-ríkja koma hér með fárra vikna millibili og stunda …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður maímánaðar

Fjáröflunarmálsverður maímánaðar

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss fyrir sumarfrí verður haldinn föstudagskvöldið 25. maí. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …

SHA_forsida_top

Afmælisdagskráin 16. maí

Afmælisdagskráin 16. maí

Dagskrá afmælishátíðar SHA í Iðnó miðvikudagskvöldið 16. maí er óðum að taka á sig mynd. …

SHA_forsida_top

40 ár fyrir friði

40 ár fyrir friði

Samtök hernaðarandstæðinga rekja sögu sína aftur til Glæsibæjarfundarins sem haldinn var 16. maí árið 1972. …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK: fréttir af Brasilíuförum

Félagsfundur MFÍK: fréttir af Brasilíuförum

Opinn félagsfundur MFÍK verður miðvikudaginn 9. Maí kl. 19 í Friðarhúsi. Þær Harpa Stefánsdóttir, formaður, …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2012

1. maí kaffi SHA 2012

Hið rómaða 1. maí kaffi SHA verður haldið í Friðarhúsi á baráttudegi verkalýðsins og hefst …

SHA_forsida_top

Málsverður aprílmánaðar

Málsverður aprílmánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, sá fyrsti eftir stórtækar framkvæmdir á ytra byrði hússins, verður haldinn föstudagskvöldið 27. …

SHA_forsida_top

VÍK og MFÍK í Friðarhúsi 18. apríl

VÍK og MFÍK í Friðarhúsi 18. apríl

MFÍK og VÍK (VInáttufélag Íslands og Kúbu efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 18. …

SHA_forsida_top

30. mars í Friðarhúsi

30. mars í Friðarhúsi

30. mars er mikilvæg dagsetning í sögu íslenskrar friðarbaráttu, en þann dag var aðild Íslands …

SHA_forsida_top

Framkvæmdir við Friðarhús - viltu gerast hluthafi?

Framkvæmdir við Friðarhús - viltu gerast hluthafi?

Um þessar mundir er unnið að stórframkvæmdum við húseignina Njálsgötu 87, sem hýsir Friðarhús SHA. …

SHA_forsida_top

8. mars

8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti- Vorið kallar Iðnó, kl. 17-18:30 Fundarstjóri: …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefnd SHA fundar

Fastir miðnefndarfundir Samtaka hernaðarandstæðinga eru fyrsta þriðjudag í mánuði, kl. 19:30 í Friðarhúsi. Minnt er …

SHA_forsida_top

Skýringar á árásarhneigð Vesturveldanna

Skýringar á árásarhneigð Vesturveldanna

eftir Þórarinn Hjartarson Bandaríkin og bandamenn þeirra flytja nú herafla m.a. frá Írak og Líbíu …

SHA_forsida_top

Stærstu málaliðaherir heims

Stærstu málaliðaherir heims

Vægi einkafyrirtækja og málaliðaherja fer sífellt vaxandi í nútímahernaði. Hér er áhugaverð samantekt vefútgáfu Business …