BREYTA

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

6. ágúst 2006 Bandarísk friðarsamtök hvetja til mótmæla við skrifstofur Bechtel 6.-9 . ágúst Sameinaða friðar- og réttlætishreyfingin,United for Peace and Justice , er stærsta bandalag friðarsamtaka í Bandaríkjunum, stofnuð haustið 2002. Okkur hefur borist eftirfarandi orðsending frá þessum samtökum: Gegn kjarnorkuvopunum! Gegn stríði! Stöðvum stríðsgróðann! Styðjum frumbyggja! Dagana 6. og 9. ágúst, þegar við minnumst kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí, krefjumst við þess að endir verði bundinn á stríðið í Írak, mótmælum hverskyns áformum um árásir á Íran og Norður-Kóreu og krefjumst kjarnorkuafvopnunar um allan heim. Að þessu sinni hvetjum við til mótmæla við skrifstofur Bechtel, sem er það fyrirtæki sem græðir mest allra fyrirtækja á kjarnorku. Jafnframt verði höfð uppi mótmæli við kjarnorkustöðvar hvarvetna. Sextíuogeinu ári eftir að Bandaríkjastjórn lét drepa tugi þúsunda almennra borgara með því að varpa kjarnorkusprengjum á tvær þéttbyggðar borgir viljum við að afhjúpa hræsnina og tvískinnunginn í kjarnorkustefnu Bandaríkjanna og mótmæla þeim bandarísku fyrirtækjum sem hagnast á kjarnorkuvopnakapphlaupinu og stríðinu í Írak. Sameinuðu þjóðirnar hafa líka lýst 9. ágúst sem alþjóðlegan dag frumbyggja. Frumbyggjar hafa oft þurft að taka á sig þann umhverfisvanda sem fylgir kjarnorkuframleiðslu. Í Bandaríkjunum hafa amerískir frumbyggjar mátt þola það að landi þeirra hefur veri rænt til að koma upp kjarnorkustöðvum, starfrækja úrannámur og framkvæma tilraunasprengingar. Bandarísk stjórnvöld halda áfram áætlunum um að koma geislavirkum kjarnorkuúrgangi fyrir við rætur Yucca-fjalls í Nevada, við helgistað Shoshone-indjána. Þannig eru tengjsl á milli útbreiðslu kjarnorkuvopna og yfirgangs gagnvart frumbyggjum. Bandaríkin er eina landið sem hefur notað kjarnorkuvopn. Meðan stríð og hernám halda áfram í Írak og Afganistaa kyndir ríkisstjórn Bush undir kjarnorkuvandamál varðandi Íran og Norður-Kóreu. Og á sama tíma vinnur þessi ríkisstjórn að framleiðslu nýrra kjanorkuvopna og uppbyggingu kjarnorkuvera heima fyrir. Við segjum: Gegn kjarnorkuvopnum! Gegn stríði! Gegn stríðsgróðafyritækjum! Stöndum með sjálfræði frumbyggja um allan heim! Af hverju Bechtel? Fyrirtækið Bechtel er það fyrirtæki sem mest græðir á stríðinu í Írak jafnframt því sem það hagnast mjög á hnattvæðingunni. Í andstöðunni við Bechtel geta hinar ýmsu hreyfingar sameinast, friðarhreyfingin, hreyfingin gegn kjarnorku og alþjóðlega réttlætishreyfingin eða hreyfingin gegn hnattvæðingu, eins og hún er líka kölluð. Gegnum tengsl sín við stjórnvöld í heila öld er Behctel dæmigert fyrir stríðsgróða og fyrir tengslin milli kjarnorkuframleiðslu og útbreiðslu kjarnorkuvopna, milli „frjálsra viðskipta“ og arðráns á frumbyggjum og milli fyrirtækja og ríkisstjórna. Frekari upplýsingar varðandi þetta er að finna hér. Nánari upplýsingar má fá á vefsíðunni www.August6.org. Varðandi upptalningu þeirra hreyfinga sem geta sameinast í mótmælum gegn Bechtel getum við hér á Íslandi að sjálfsögðu bætt umhverfisverndarhreyfingunni við. Nánari upplýsingar um Bechtel í íslensku má finna hér. Sjá einnig vefsíðu Bechtel og Fjarðaáls.

Færslur

SHA_forsida_top

Opið bréf til Ólafs Stephensens

Opið bréf til Ólafs Stephensens

Grein þessi birtist einnig á vefritinu Smugunni. Komdu sæll Ólafur, Ég skrifa þér til …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna áforma um einkaflugher

Ályktun frá SHA vegna áforma um einkaflugher

Fréttablaðið bauð lesendum sínum upp á ónotalega forsíðufrétt í morgun, miðvikudaginn 17. mars, þar sem …

SHA_forsida_top

Dagskrá í Tjarnarsal, 8. mars

Dagskrá í Tjarnarsal, 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur mánudaginn 8.mars 2010 …

SHA_forsida_top

Vissir þú...?

Vissir þú...?

Hernaðarbandalagið Nató hefur þá yfirlýstu stefnu að aðildarríki þess skuli verja sem nemur 2% af …

SHA_forsida_top

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA

Skiltasmiðja SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss ehf. fundar.

SHA_forsida_top

Ögmundur og Steinunn Valdís í Friðarhúsi

Ögmundur og Steinunn Valdís í Friðarhúsi

Samtök hernaðarandstæðinga efna til félagsfundar í Friðarhúsi mánudagskvöldið 1. mars n.k. kl. 20. Gestir fundarins …

SHA_forsida_top

Föstudagsmálsverður Friðarhúss

Föstudagsmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. febrúar n.k. Um matseldina sér að þessu sinni Björk …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

SHA fundar í Friðarhúsi um rannsókn á Íraksstríðinu.

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur fundar

Rauður vettvangur fundar

RV í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur Rauðs vettvangs

Aðalfundur Rauðs vettvangs

Rauður vettvangur heldur aðalfund sinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur fundar

Rauður vettvangur fundar

Rauður vettvangur fundar í Friðarhúsi