BREYTA

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

6. ágúst 2006 Bandarísk friðarsamtök hvetja til mótmæla við skrifstofur Bechtel 6.-9 . ágúst Sameinaða friðar- og réttlætishreyfingin,United for Peace and Justice , er stærsta bandalag friðarsamtaka í Bandaríkjunum, stofnuð haustið 2002. Okkur hefur borist eftirfarandi orðsending frá þessum samtökum: Gegn kjarnorkuvopunum! Gegn stríði! Stöðvum stríðsgróðann! Styðjum frumbyggja! Dagana 6. og 9. ágúst, þegar við minnumst kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí, krefjumst við þess að endir verði bundinn á stríðið í Írak, mótmælum hverskyns áformum um árásir á Íran og Norður-Kóreu og krefjumst kjarnorkuafvopnunar um allan heim. Að þessu sinni hvetjum við til mótmæla við skrifstofur Bechtel, sem er það fyrirtæki sem græðir mest allra fyrirtækja á kjarnorku. Jafnframt verði höfð uppi mótmæli við kjarnorkustöðvar hvarvetna. Sextíuogeinu ári eftir að Bandaríkjastjórn lét drepa tugi þúsunda almennra borgara með því að varpa kjarnorkusprengjum á tvær þéttbyggðar borgir viljum við að afhjúpa hræsnina og tvískinnunginn í kjarnorkustefnu Bandaríkjanna og mótmæla þeim bandarísku fyrirtækjum sem hagnast á kjarnorkuvopnakapphlaupinu og stríðinu í Írak. Sameinuðu þjóðirnar hafa líka lýst 9. ágúst sem alþjóðlegan dag frumbyggja. Frumbyggjar hafa oft þurft að taka á sig þann umhverfisvanda sem fylgir kjarnorkuframleiðslu. Í Bandaríkjunum hafa amerískir frumbyggjar mátt þola það að landi þeirra hefur veri rænt til að koma upp kjarnorkustöðvum, starfrækja úrannámur og framkvæma tilraunasprengingar. Bandarísk stjórnvöld halda áfram áætlunum um að koma geislavirkum kjarnorkuúrgangi fyrir við rætur Yucca-fjalls í Nevada, við helgistað Shoshone-indjána. Þannig eru tengjsl á milli útbreiðslu kjarnorkuvopna og yfirgangs gagnvart frumbyggjum. Bandaríkin er eina landið sem hefur notað kjarnorkuvopn. Meðan stríð og hernám halda áfram í Írak og Afganistaa kyndir ríkisstjórn Bush undir kjarnorkuvandamál varðandi Íran og Norður-Kóreu. Og á sama tíma vinnur þessi ríkisstjórn að framleiðslu nýrra kjanorkuvopna og uppbyggingu kjarnorkuvera heima fyrir. Við segjum: Gegn kjarnorkuvopnum! Gegn stríði! Gegn stríðsgróðafyritækjum! Stöndum með sjálfræði frumbyggja um allan heim! Af hverju Bechtel? Fyrirtækið Bechtel er það fyrirtæki sem mest græðir á stríðinu í Írak jafnframt því sem það hagnast mjög á hnattvæðingunni. Í andstöðunni við Bechtel geta hinar ýmsu hreyfingar sameinast, friðarhreyfingin, hreyfingin gegn kjarnorku og alþjóðlega réttlætishreyfingin eða hreyfingin gegn hnattvæðingu, eins og hún er líka kölluð. Gegnum tengsl sín við stjórnvöld í heila öld er Behctel dæmigert fyrir stríðsgróða og fyrir tengslin milli kjarnorkuframleiðslu og útbreiðslu kjarnorkuvopna, milli „frjálsra viðskipta“ og arðráns á frumbyggjum og milli fyrirtækja og ríkisstjórna. Frekari upplýsingar varðandi þetta er að finna hér. Nánari upplýsingar má fá á vefsíðunni www.August6.org. Varðandi upptalningu þeirra hreyfinga sem geta sameinast í mótmælum gegn Bechtel getum við hér á Íslandi að sjálfsögðu bætt umhverfisverndarhreyfingunni við. Nánari upplýsingar um Bechtel í íslensku má finna hér. Sjá einnig vefsíðu Bechtel og Fjarðaáls.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Eftirfarandi tilmæli til fréttastofu Ríkisútvarpsins voru samþykkt á landsfundi SHA um helgina. (Öðrum fjölmiðlum er …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, laugardag. Helstu niðurstöður og ályktanir fundarins verða …

SHA_forsida_top

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 24. nóvember, eins og áður hefur verið …

SHA_forsida_top

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kjördæmisráði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi: Aðalfundur Kjördæmisráðs …

SHA_forsida_top

Hver eru grunngildin?

Hver eru grunngildin?

ReykjavíkurAkademían blæs til umræðufundar þriðjudaginn 20. nóvember kl. 17-19. Umræðuefnið er „grundvallargildi samfélagsins“ í ljósi …

SHA_forsida_top

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - að þessu sinni glæsileg jólamáltíð.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Opinn félagsfundur MFÍK miðvikudaginn 14. nóvember kl. 19 Alfífa Ketilsdóttir og Halla Gunnarsdóttir tala …

SHA_forsida_top

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Fimmtudaginn 8. nóvember flutti utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, munnlega skýrslu á Alþingi og í kjölfarið …

SHA_forsida_top

Vígvæðing í fjárlögum?

Vígvæðing í fjárlögum?

eftir Katrínu Jakobsdóttur alþingismann Eftirfarandi grein birtist í 24 stundum 9. nóvember Í …

SHA_forsida_top

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Vegna frétta undanfarinna daga um fund æðstu yfirmanna vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems vill borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Ákveðið hefur verið að halda landsráðstefnu SHA laugardaginn 24. nóvember í Friðarhúsi. Dagskráin verður kynnt …

SHA_forsida_top

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ályktun aðalfundar Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði 3. nóvember: Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði harma fund stríðsmangaranna …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Samtök hernaðarandstæðinga gagnrýna harðlega fund stjórnenda vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems í Reykjavík. Vopnaiðnaðurinn er án nokkurs …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA í Friðarhúsi