BREYTA

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

6. ágúst 2006 Bandarísk friðarsamtök hvetja til mótmæla við skrifstofur Bechtel 6.-9 . ágúst Sameinaða friðar- og réttlætishreyfingin,United for Peace and Justice , er stærsta bandalag friðarsamtaka í Bandaríkjunum, stofnuð haustið 2002. Okkur hefur borist eftirfarandi orðsending frá þessum samtökum: Gegn kjarnorkuvopunum! Gegn stríði! Stöðvum stríðsgróðann! Styðjum frumbyggja! Dagana 6. og 9. ágúst, þegar við minnumst kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí, krefjumst við þess að endir verði bundinn á stríðið í Írak, mótmælum hverskyns áformum um árásir á Íran og Norður-Kóreu og krefjumst kjarnorkuafvopnunar um allan heim. Að þessu sinni hvetjum við til mótmæla við skrifstofur Bechtel, sem er það fyrirtæki sem græðir mest allra fyrirtækja á kjarnorku. Jafnframt verði höfð uppi mótmæli við kjarnorkustöðvar hvarvetna. Sextíuogeinu ári eftir að Bandaríkjastjórn lét drepa tugi þúsunda almennra borgara með því að varpa kjarnorkusprengjum á tvær þéttbyggðar borgir viljum við að afhjúpa hræsnina og tvískinnunginn í kjarnorkustefnu Bandaríkjanna og mótmæla þeim bandarísku fyrirtækjum sem hagnast á kjarnorkuvopnakapphlaupinu og stríðinu í Írak. Sameinuðu þjóðirnar hafa líka lýst 9. ágúst sem alþjóðlegan dag frumbyggja. Frumbyggjar hafa oft þurft að taka á sig þann umhverfisvanda sem fylgir kjarnorkuframleiðslu. Í Bandaríkjunum hafa amerískir frumbyggjar mátt þola það að landi þeirra hefur veri rænt til að koma upp kjarnorkustöðvum, starfrækja úrannámur og framkvæma tilraunasprengingar. Bandarísk stjórnvöld halda áfram áætlunum um að koma geislavirkum kjarnorkuúrgangi fyrir við rætur Yucca-fjalls í Nevada, við helgistað Shoshone-indjána. Þannig eru tengjsl á milli útbreiðslu kjarnorkuvopna og yfirgangs gagnvart frumbyggjum. Bandaríkin er eina landið sem hefur notað kjarnorkuvopn. Meðan stríð og hernám halda áfram í Írak og Afganistaa kyndir ríkisstjórn Bush undir kjarnorkuvandamál varðandi Íran og Norður-Kóreu. Og á sama tíma vinnur þessi ríkisstjórn að framleiðslu nýrra kjanorkuvopna og uppbyggingu kjarnorkuvera heima fyrir. Við segjum: Gegn kjarnorkuvopnum! Gegn stríði! Gegn stríðsgróðafyritækjum! Stöndum með sjálfræði frumbyggja um allan heim! Af hverju Bechtel? Fyrirtækið Bechtel er það fyrirtæki sem mest græðir á stríðinu í Írak jafnframt því sem það hagnast mjög á hnattvæðingunni. Í andstöðunni við Bechtel geta hinar ýmsu hreyfingar sameinast, friðarhreyfingin, hreyfingin gegn kjarnorku og alþjóðlega réttlætishreyfingin eða hreyfingin gegn hnattvæðingu, eins og hún er líka kölluð. Gegnum tengsl sín við stjórnvöld í heila öld er Behctel dæmigert fyrir stríðsgróða og fyrir tengslin milli kjarnorkuframleiðslu og útbreiðslu kjarnorkuvopna, milli „frjálsra viðskipta“ og arðráns á frumbyggjum og milli fyrirtækja og ríkisstjórna. Frekari upplýsingar varðandi þetta er að finna hér. Nánari upplýsingar má fá á vefsíðunni www.August6.org. Varðandi upptalningu þeirra hreyfinga sem geta sameinast í mótmælum gegn Bechtel getum við hér á Íslandi að sjálfsögðu bætt umhverfisverndarhreyfingunni við. Nánari upplýsingar um Bechtel í íslensku má finna hér. Sjá einnig vefsíðu Bechtel og Fjarðaáls.

Færslur

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit

SHA_forsida_top

Hver er George Bush eldri?

Hver er George Bush eldri?

Fram hefur komið í fréttum að George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, sé væntanlegur hingað til Íslands …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland sem sagt …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit England : Ekvador Portúgal : Holland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Ítalía : Ástralía Úkraína : Sviss

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Brasilía : Ghana Spánn : Frakkland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Þýskaland : Svíþjóð Argentína : Mexíkó

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Úrslitaleikur

SHA_forsida_top

Leikar æsast á HM

Leikar æsast á HM

Nú hefur verið sett upp stærra og betra sýningartjald í Friðarhúsi og eru því aðstæður …

SHA_forsida_top

Afsalsgleði SHA

Afsalsgleði SHA

SHA fagnar því að gengið hafi verið frá afsali vegna kaupa á Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Samkvæmt nýrri skoðankönnun Gallup er meirihluti þjóðarinnar hlynntur uppsögn herstöðvasamningsins. Skv. könnuninni eru 53,9 mjög …

SHA_forsida_top

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Írak Í Speglinum, fréttaskýringaþætti Ríkisútvarpsins, í dag 15. ágúst, var viðtal við Halldór Ásgrímsson. …

SHA_forsida_top

Stóráfanga fagnað

Stóráfanga fagnað

Langþráður draumur herstöðvaandstæðinga rætist í þessari viku, þegar endanlega verður gengið frá kaupum á Friðarhúsinu. …

SHA_forsida_top

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Bréf til Fréttastofu RÚV Í frétt, sem birtist á vefsíðu RÚV í dag (13. júní …