BREYTA

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Eftirfarandi grein Soffíu Sigurðardóttur birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 12. apríl. landsbjorgJón Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, skrifar grein í Fréttablaðið 11. apríl undir fyrirsögninni: Björgunarsveitir sem varalið lögreglu. Í greininni. Jón undirritar sem framkvæmdastjóri Landsbjargar og mælir með þátttöku björgunarsveitarfólks og samtaka þeirra í þessum hugmyndum. Hann vísar í þörf á viðbrögðum við hernaðarvá og kvartar undan neikvæðum undir­tektum stjórnar­andstöðunnar og tortryggni í garð þessara varaliðshugmynda. Tortryggni í garð orða Björns Bjarnasonar dómálaráðherra um varasveitir lögreglu, eru eðlilegar í ljósi þess að Björn hefur sýnt það um langt árabil að vera illa haldinn af hernaðarhyggju. Hann hefur lengi sýnt því áhuga að koma upp íslenskum her, aukið samstarf Landhelgisgæslunnar við hernaðarumsvif og lagt aukna áherslu á að lögregla sinni meintri hryðjuverkahættu og "öryggi ríkisins". Björgunarsveitir eru nú þegar hluti af almannavarnakerfi landsins og búið er að setja lög og reglur um stöðu þeirra við leit og björgun á sjó og landi. Leit og björgun, ásamt slysavarnamálum, eru tilgangur og verkefni liðsmanna Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem eru alfarið ólaunaðir sjálfboðaliðar. Mikilvægt er að draga þetta hugsjónastarf ekki inn í pólitíska þráhyggju dómsmálaráðherra. Það er svo annað mál að bæta má menntun björgunarsveitamanna í verndunar- og gæslustörfum. Hugmyndir um varalið lögreglu eru enn ómótaðar, a.m.k. opinberlega, en m.a. hefur komið fram að liðsmennirnir verði á einhverjum launum og að SL eða einingar þess fái greiðslu fyrir þátttöku í þessu. Ef teyma á varaliðsasnann klyfjaðan fjárpyngjum inn um dyr Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þá skelli ég hurðum. Höfundur er félagi í Slysavarnafélaginu Landsbjörg og er ekki í framboði.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ísland úr Nató! Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 2. apríl 2022, minnir á kröfuna …

SHA_forsida_top

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Í Dagfara síðasta haust var fjallað um viðveru B-2 sprengjuþota Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli og …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður

Marsmálsverður

Fjáröflunarmálsverðir SHA eru komnir á fulla ferð eftir Covid-truflanir síðustu missera. Að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 2. apríl kl. 11. Fundurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir innrás Rússa í Úkraínu sem hófst í morgun og gæti …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Fjáröflunarmálsverður SHA er snúinn aftur nú þegar aðstæður leyfa. Miðnefndarmeðlimirnir Þorvaldur og Lóa sjá …

SHA_forsida_top

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Friðvikudagar eru aftur komnir af stað með hækkandi sól. Daglega berast fréttir af …

SHA_forsida_top

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Frá árinu 1980 hafa andstæðingar stríðs og vígbúnaðar efnt til friðargöngu á Þorláksmessu. Þar hefur …

SHA_forsida_top

Bréf til þingheims

Bréf til þingheims

Eftirfarandi bréf var sent á nýkjörna þingmenn í desember til að kynna okkar málstað: …

SHA_forsida_top

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Kæri hernaðarandstæðingur Friðarganga á Þorláksmessu var fyrst haldin í Reykjavík árið 1980 og hélst sú …

SHA_forsida_top

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Líklega kemur það fáum á óvart, en vegna samkomutakmarkanna er útilokað að halda fjölmenna mannfögnuði …

SHA_forsida_top

Lærdómurinn af Hiroshima

Lærdómurinn af Hiroshima

Stjörnufræðingurinn Þorsteinn Sæmundsson ritar grein í Morgunblaðið þann 8. nóvember þar sem hann veltir því …

SHA_forsida_top

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Miðnefnd SHA samþykkti í byrjun mánaðar að senda eftirfarandi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið vegna B-2 sprengjuþota …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður snýr aftur

Friðarmálsverður snýr aftur

Eftir langa bið snúa fjáröfnunarmálsverðir Friðarhús aftur. Föstudagskvöldið 24. september geta hernaðarandstæðingar komið …

SHA_forsida_top

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn …