BREYTA

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Eftirfarandi grein Soffíu Sigurðardóttur birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 12. apríl. landsbjorgJón Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, skrifar grein í Fréttablaðið 11. apríl undir fyrirsögninni: Björgunarsveitir sem varalið lögreglu. Í greininni. Jón undirritar sem framkvæmdastjóri Landsbjargar og mælir með þátttöku björgunarsveitarfólks og samtaka þeirra í þessum hugmyndum. Hann vísar í þörf á viðbrögðum við hernaðarvá og kvartar undan neikvæðum undir­tektum stjórnar­andstöðunnar og tortryggni í garð þessara varaliðshugmynda. Tortryggni í garð orða Björns Bjarnasonar dómálaráðherra um varasveitir lögreglu, eru eðlilegar í ljósi þess að Björn hefur sýnt það um langt árabil að vera illa haldinn af hernaðarhyggju. Hann hefur lengi sýnt því áhuga að koma upp íslenskum her, aukið samstarf Landhelgisgæslunnar við hernaðarumsvif og lagt aukna áherslu á að lögregla sinni meintri hryðjuverkahættu og "öryggi ríkisins". Björgunarsveitir eru nú þegar hluti af almannavarnakerfi landsins og búið er að setja lög og reglur um stöðu þeirra við leit og björgun á sjó og landi. Leit og björgun, ásamt slysavarnamálum, eru tilgangur og verkefni liðsmanna Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem eru alfarið ólaunaðir sjálfboðaliðar. Mikilvægt er að draga þetta hugsjónastarf ekki inn í pólitíska þráhyggju dómsmálaráðherra. Það er svo annað mál að bæta má menntun björgunarsveitamanna í verndunar- og gæslustörfum. Hugmyndir um varalið lögreglu eru enn ómótaðar, a.m.k. opinberlega, en m.a. hefur komið fram að liðsmennirnir verði á einhverjum launum og að SL eða einingar þess fái greiðslu fyrir þátttöku í þessu. Ef teyma á varaliðsasnann klyfjaðan fjárpyngjum inn um dyr Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þá skelli ég hurðum. Höfundur er félagi í Slysavarnafélaginu Landsbjörg og er ekki í framboði.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Eftirfarandi tilmæli til fréttastofu Ríkisútvarpsins voru samþykkt á landsfundi SHA um helgina. (Öðrum fjölmiðlum er …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, laugardag. Helstu niðurstöður og ályktanir fundarins verða …

SHA_forsida_top

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 24. nóvember, eins og áður hefur verið …

SHA_forsida_top

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kjördæmisráði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi: Aðalfundur Kjördæmisráðs …

SHA_forsida_top

Hver eru grunngildin?

Hver eru grunngildin?

ReykjavíkurAkademían blæs til umræðufundar þriðjudaginn 20. nóvember kl. 17-19. Umræðuefnið er „grundvallargildi samfélagsins“ í ljósi …

SHA_forsida_top

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - að þessu sinni glæsileg jólamáltíð.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Opinn félagsfundur MFÍK miðvikudaginn 14. nóvember kl. 19 Alfífa Ketilsdóttir og Halla Gunnarsdóttir tala …

SHA_forsida_top

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Fimmtudaginn 8. nóvember flutti utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, munnlega skýrslu á Alþingi og í kjölfarið …

SHA_forsida_top

Vígvæðing í fjárlögum?

Vígvæðing í fjárlögum?

eftir Katrínu Jakobsdóttur alþingismann Eftirfarandi grein birtist í 24 stundum 9. nóvember Í …

SHA_forsida_top

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Vegna frétta undanfarinna daga um fund æðstu yfirmanna vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems vill borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Ákveðið hefur verið að halda landsráðstefnu SHA laugardaginn 24. nóvember í Friðarhúsi. Dagskráin verður kynnt …

SHA_forsida_top

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ályktun aðalfundar Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði 3. nóvember: Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði harma fund stríðsmangaranna …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Samtök hernaðarandstæðinga gagnrýna harðlega fund stjórnenda vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems í Reykjavík. Vopnaiðnaðurinn er án nokkurs …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA í Friðarhúsi