BREYTA

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Eftirfarandi grein Soffíu Sigurðardóttur birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 12. apríl. landsbjorgJón Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, skrifar grein í Fréttablaðið 11. apríl undir fyrirsögninni: Björgunarsveitir sem varalið lögreglu. Í greininni. Jón undirritar sem framkvæmdastjóri Landsbjargar og mælir með þátttöku björgunarsveitarfólks og samtaka þeirra í þessum hugmyndum. Hann vísar í þörf á viðbrögðum við hernaðarvá og kvartar undan neikvæðum undir­tektum stjórnar­andstöðunnar og tortryggni í garð þessara varaliðshugmynda. Tortryggni í garð orða Björns Bjarnasonar dómálaráðherra um varasveitir lögreglu, eru eðlilegar í ljósi þess að Björn hefur sýnt það um langt árabil að vera illa haldinn af hernaðarhyggju. Hann hefur lengi sýnt því áhuga að koma upp íslenskum her, aukið samstarf Landhelgisgæslunnar við hernaðarumsvif og lagt aukna áherslu á að lögregla sinni meintri hryðjuverkahættu og "öryggi ríkisins". Björgunarsveitir eru nú þegar hluti af almannavarnakerfi landsins og búið er að setja lög og reglur um stöðu þeirra við leit og björgun á sjó og landi. Leit og björgun, ásamt slysavarnamálum, eru tilgangur og verkefni liðsmanna Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem eru alfarið ólaunaðir sjálfboðaliðar. Mikilvægt er að draga þetta hugsjónastarf ekki inn í pólitíska þráhyggju dómsmálaráðherra. Það er svo annað mál að bæta má menntun björgunarsveitamanna í verndunar- og gæslustörfum. Hugmyndir um varalið lögreglu eru enn ómótaðar, a.m.k. opinberlega, en m.a. hefur komið fram að liðsmennirnir verði á einhverjum launum og að SL eða einingar þess fái greiðslu fyrir þátttöku í þessu. Ef teyma á varaliðsasnann klyfjaðan fjárpyngjum inn um dyr Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þá skelli ég hurðum. Höfundur er félagi í Slysavarnafélaginu Landsbjörg og er ekki í framboði.

Færslur

SHA_forsida_top

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

Ekki verður annað séð af neðangreindri frétt Fréttablaðsins í dag en ályktanir og aðgerðir …

SHA_forsida_top

Velheppnuð mótmælastaða við bandaríska sendiráðið

Velheppnuð mótmælastaða við bandaríska sendiráðið

Um fjögur hundruð manns komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna kl. 17:30 í dag. Ögmundur …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra vill vopnahlé í Libanon

Utanríkisráðherra vill vopnahlé í Libanon

Við vorum þungorð í garð Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra hér á Friðarvefnum fyrr í dag. Það …

SHA_forsida_top

Vinstri græn fara fram á fund í utanríkisnefnd

Vinstri græn fara fram á fund í utanríkisnefnd

Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun vegna árása Ísraels á Líbanon og farið fram …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 - Fjölmennum!

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 - Fjölmennum!

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa boðað til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið í dag, föstudaginn 28. júlí, kl. …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við sendiráð BNA

Mótmælastaða við sendiráð BNA

Stríðsrekstri Ísraela í Líbanon mótmælt við sendiráð Bandaríkjanna, sem styðja hernaðinn með ráðum og dáð.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara, tímarits SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 föstudaginn 28. júlí. Jafnframt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. kertafleytingar

Undirbúningsfundur v. kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi til að undirbúa kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að beita sér gegn mannréttindabrotum Ísraela

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að beita sér gegn mannréttindabrotum Ísraela

Í ályktun sem þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér er skorað á ríkisstjórn Íslands að …

SHA_forsida_top

Árásirnar á Líbanon, undirskriftasafnanir, mótmælaaðgerðir víða um heim, ein prédikun og myndir

Árásirnar á Líbanon, undirskriftasafnanir, mótmælaaðgerðir víða um heim, ein prédikun og myndir

Hörmulegt hefur verið að fylgjast með árásum Ísraelshers á grannríkið Líbanon undanfarna daga. Hernaður þessi …

SHA_forsida_top

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

Á hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem …

SHA_forsida_top

Draumur herforingjanna

Draumur herforingjanna

Stun ber á góma, að það hafi þrátt fyrir allt verið tiltölulega öruggur tími. Rökin …

SHA_forsida_top

Varnarsamningurinn og NATO

Varnarsamningurinn og NATO

eftir Vigfús Geirdal Birtist í Morgunblaðinu 13. júlí 2006 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherraefni Samfylkingarinnar …

SHA_forsida_top

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Mótmælafundur, fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli kl. 17:30 Síðastliðinn sunnudag (9. júlí) voru 2 ár …