BREYTA

Björgum ekki hernaðarhyggjunni

Eftirfarandi grein Soffíu Sigurðardóttur birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 12. apríl. landsbjorgJón Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, skrifar grein í Fréttablaðið 11. apríl undir fyrirsögninni: Björgunarsveitir sem varalið lögreglu. Í greininni. Jón undirritar sem framkvæmdastjóri Landsbjargar og mælir með þátttöku björgunarsveitarfólks og samtaka þeirra í þessum hugmyndum. Hann vísar í þörf á viðbrögðum við hernaðarvá og kvartar undan neikvæðum undir­tektum stjórnar­andstöðunnar og tortryggni í garð þessara varaliðshugmynda. Tortryggni í garð orða Björns Bjarnasonar dómálaráðherra um varasveitir lögreglu, eru eðlilegar í ljósi þess að Björn hefur sýnt það um langt árabil að vera illa haldinn af hernaðarhyggju. Hann hefur lengi sýnt því áhuga að koma upp íslenskum her, aukið samstarf Landhelgisgæslunnar við hernaðarumsvif og lagt aukna áherslu á að lögregla sinni meintri hryðjuverkahættu og "öryggi ríkisins". Björgunarsveitir eru nú þegar hluti af almannavarnakerfi landsins og búið er að setja lög og reglur um stöðu þeirra við leit og björgun á sjó og landi. Leit og björgun, ásamt slysavarnamálum, eru tilgangur og verkefni liðsmanna Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem eru alfarið ólaunaðir sjálfboðaliðar. Mikilvægt er að draga þetta hugsjónastarf ekki inn í pólitíska þráhyggju dómsmálaráðherra. Það er svo annað mál að bæta má menntun björgunarsveitamanna í verndunar- og gæslustörfum. Hugmyndir um varalið lögreglu eru enn ómótaðar, a.m.k. opinberlega, en m.a. hefur komið fram að liðsmennirnir verði á einhverjum launum og að SL eða einingar þess fái greiðslu fyrir þátttöku í þessu. Ef teyma á varaliðsasnann klyfjaðan fjárpyngjum inn um dyr Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þá skelli ég hurðum. Höfundur er félagi í Slysavarnafélaginu Landsbjörg og er ekki í framboði.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Safnast verður saman við Ísafjarðarkirkju kl. 17:45 og gengið niður á Silfurtorg þar sem haldin …

SHA_forsida_top

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa sent frá sér eftirfarandi áskorun sem okkur finnst ástæða …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Reykjavík: Lagt af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og kór Menntaskólans við …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Akureyri - réttur tími

Friðarganga á Akureyri - réttur tími

Ranghermt var í frétt hér á Friðarvefnum að Þorláksgangan á Akureyri hæfist kl. 22. Hið …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Akureyri

Friðarganga á Akureyri

Friðargangan á Akureyri leggur af stað Menntaskólanum klukkan 20. Göngunni lýkur með fundi þar sem …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga verður að venju á Ísafirði á Þorláksmessu. Gangan hefst kl. 18, líkt og í …

SHA_forsida_top

Jólagjöf friðarsinnans

Jólagjöf friðarsinnans

Friðarsinnar eru upp til hópa nægjusamt fólk sem ekki gengur svo glatt græðginni og lífsgæðakapphlaupinu …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Efnt verður til þriggja friðarganga á Þorláksmessu í ár, í Reykjavík, á Ísafirði og …

SHA_forsida_top

Fjölmenni á málsverði

Fjölmenni á málsverði

Frábær mæting var á fjáröflunarmálsverð Friðarhúss á föstudagskvöld, en um fimmtíu manns mættu og gæddu …

SHA_forsida_top

Undirbúningur Þorláksmessugöngu

Undirbúningur Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi um undirbúning friðargöngu á Þorláksmessu. Fundurinn hefst kl. 20 og …

SHA_forsida_top

Friðarpípan – spurningakeppni SHA

Friðarpípan – spurningakeppni SHA

Friðarpípan, reyklaus spurningakeppni, verður haldin laugardaginn 17. desember í Friðarhúsi. Keppt verður eftir hefðbundnu pöbb-kviss …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður til styrktar Friðarhúsi verður haldinn að kvöldi föstudagsins 16. desember og hefst kl. 19. …

SHA_forsida_top

Krásir

Krásir

Föstudagskvöldið 16. desember verður efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi, þar sem friðarsinnar geta kýlt vömbina …

SHA_forsida_top

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

Það var friðasinnnum sérstakt ánægjuefni að Nóbelsverðlaunin voru þetta árið veitt breska leikritaskáldinu Harold Pinter. …

SHA_forsida_top

Fundað í framhaldsskólum

Fundað í framhaldsskólum

Undirbúningsfundur fyrir skólaheimsóknir SHA á vorönn, m.a. rætt um endurskoðun Skóla-Dagfara frá árinu 1999. Hefst …