BREYTA

Blómin í ánni

Ávarp flutt í tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 9.ágúst 2005 á fundi friðarhreyfinga til minningar um kjanorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki. Í byrjun ágústmánaðar 1945 bættust við landafræðikunnáttu mína heiti á tveimur borgum í Japan, og má ætla að sama hafi gilt um flesta Íslendinga og heimsbyggð mestalla. Þessar borgir voru iðnaðarborgir og ekki mjög fjölmennar á japanskan mælikvarða. Borgirnar heita Hiroshima og Nagasaki. Og atburðirnir sem drógu þær fram í sviðsljósið voru ómennskar kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á þær undir lok síðari heimstyrjaldarinnar, Hiroshima hinn 6. ágúst 1945 og Nagasaki þremur dögum síðar, með hörmulegum afleiðingum. Nærfellt tveir þriðju af Hiroshima sem taldi þá um 255 þúsund íbúa voru lagðir í eyði og 80 þúsund almennra borgara létust strax og innan árs hækkaði tala látinni uppí 140 þúsund manns. Að auki hafa 60 þúsund manns látist af síðbúnum afleiðingum geislunar sem hafa verið að koma fram allt til þessa. Þriðjungur Nagasaki var lagður í eyði og af 174 þúsund íbúum, sem er ámóta fjöldi og Höfuðborgarsvæðisins, létust tæplega 80 þúsund innan árs en alls munu dauðsföll þegar síðbúnar afleiðingar árásinnar eru taldar með hafa numið um 140 þúsundum almennra borgara og eru þá ótaldir þeir sem hlutu varanleg örkuml. Þessar ógnvænlegu árásir sem stráfelldu óbreytta borgara geta vart talist annað en stríðsglæpur samkvæmt samningum sem kenndir eru við Genf þar sem meðal annars er lögð áhersla á að hernaðargerðir eigi ekki að beinast gegn óbreyttum borgurum heldur fyrst og fremst gegn hernaðar-mannvirkjum . Kjarnorkuvopnin eru að því leyti siðlaus vopn að þau þyrma engu lífi. Hörmungarnar í Hiroshima urðu bandarískri skáldkonu af sænskum ættum Editu Morris að yrkisefni í skáldsögu sem nefnist á frummálinu: ” The flowers of Hiroshima,” og kom út í íslenskri þýðingu Þórarins Guðnasonar læknis árið 1963 undir heitinu:” Blómin í Ánni”. Halldór Laxness skrifar þar formála. Edita hafði heimsótt Halldór ásamt eiginmanni sínum sem einnig var velþekktur rithöfundur er þau voru á flótta undan Maccarthyismanum. Fólk þetta var að sögn Halldórs frjálslynt, efnað og háborgarlegt og bjó í Chicago. Í formálanum kemst Halldór svo að orði:” Þessi ein skáldsaga, mér kunn , teingd skelfingardeginum 6.ágúst 1945, hefur náð lýðhylli víða um heim og verið útgefin á prent í flestum löndum bendluðum við bókaútgáfu. Fæstir menn hefðu trúað því að hægt væri að semja skáldverk út af heimsglöpum, sem eru að sínu leyti jafn ómensk og fjarri allri listrænni skírskotun einsog til dæmis gasbrennurnar í Auswitz.” Titillinn sem Þórarinn valdi, Blómin í Ánni, vísa til þess að við sprenginguna í Hiroshima myndaðist mikil eldsúla sem breiddist fljótt út með sterkum vindum. Brennandi fólk sem flúði eldinn varpaði sé tugþúsundum saman eins og logandi kyndlar í ár sem renna um Hiroshima og er talið að alltað tuttugu þúsundir óbreyttra borgara hafi hlotið þar vota gröf. Ættingjar sem eftir lifðu dreifðu blómum í árnar eða festu við árbakkana þar sem þeir höfðu séð á eftir skyldmennum hverfa í djúpið. Friðarhreyfingar í Japan hafa síðan minnst þessa árlega með því að fleyta ljóskerjum eftir ánum. Mér var fyrir 20 árum boðið sem fulltrúa Samtaka herstöðvaandstæðinga að taka þátt í minningarathöfnum um voðaverkin í Hiroshima og Nakasaki og af mörgum minnistæðum atburðum er mér efst í huga kvöld við stærstu ána í Hiroshima þar sem við tókum þátt í að fleyta ljóskerjum eftir ánni. Sú sjón að sjá ljósin liðast niður eftir ánni í kvöldhúminu mun seint líða mér úr minni enda kallaði hún fram mynd í huga mér af þúsundum logandi fólks að steypa sér í ána. Sama kvöld efndu samtök herstöðvaandstæðinga í fyrsta sinn til kertafleytingar á Reykjavíkurtjörn til að minnast kjarnorkuvopnaárásanna á Hiroshima og Nagasaki. Síðan hefur þessi athöfn farið fram árlega með þáttöku annarra íslenskra friðarhreyfinga og eiga þær þakkir skyldar fyrir að minna okkur á þau heimsglöp sem framin voru fyrir 60 árum. Enn er þörf að minna á þessi voðaverka, því að enn er mikið af kjarnorkusprengjum í vopnabúrum stórveldanna Bandaríkjanna og Rússa og raunar fleiri ríkja þrátt fyrir afvopnunarviðræður. Sprengimáttur margra þeirra mælist í megatonnum, sem er alltað þúsundfaldur á við þær sprengjur sem varpað var á Hiroshima og Nagasaki. Markmiðið hlýtur að vera að efla vitund almennings til að knýja fram að kjarnorkuvopnum verði eytt og koma í veg fyrir að næsta kynslóð auki þekkingu sína í landafræði með nöfnum á borgum sem hlotið hafa sömu örlög og Hiroshima og Nagasaki fyrir 60 árum. Því eru slagorðin aldrei aftur Hiroshima og aldrei aftur Nagasaki enn í fullu gildi. Guðmundur Georgsson

Færslur

SHA_forsida_top

Ljóðakryddað sjávarfang

Ljóðakryddað sjávarfang

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. nóvember, eins og áður hefur verið kynnt á …

SHA_forsida_top

Takið frá helgina!

Takið frá helgina!

Það verður margt á seyði í Friðarhúsi um næstu helgi og því fyllsta ástæða fyrir …

SHA_forsida_top

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi kl. 20. Fundurinn er opinn öllum, en meðal þess sem …

SHA_forsida_top

Milan Rai í fangelsi

Milan Rai í fangelsi

Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi …

SHA_forsida_top

Góðar gjafir

Góðar gjafir

Hinu nýja húsnæði SHA, Friðarhúsi á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, berast sífellt nýjar gjafir. Nú …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna á laugardag

Friðarráðstefna á laugardag

Vert er að vekja athygli friðarsinna á ráðstefnu um ungt fólk, friðar- og mannréttindamál sem …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum í Friðarhúsi. Fimmtudagsfundurinn að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Að þessu sinni verður fjallað um …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðar- og mannréttindaráðstefna ungs fólks er haldin í Ráðhúsinu laugardaginn 19. nóvember frá kl. 14 …

SHA_forsida_top

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Friðarhúsið hefur verið ásetið undanfarna daga. Hópar á vegum SHA hafa verið duglegir við að …

SHA_forsida_top

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Nýkjörin miðnefnd SHA kom saman til opins fundar í Friðarhúsi fyrr í kvöld. Rétt er …

SHA_forsida_top

Til hvers að berjast gegn hernum?

Til hvers að berjast gegn hernum?

Fyrir nokkrum misserum bað tímaritið Orðlaus Steinunni Þóru Árnadóttur, þáverandi miðnefndarfulltrúa í SHA, um að …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðargöngur verða haldnar á Þorláksmessu víðsvegar um land. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Opið hús í friðarhúsi

Opið hús í friðarhúsi

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur nýkjörinnar miðnefndar SHA verður í Friðarhúsi fimmtudaginn 10. nóvember og hefst kl. 20. …