BREYTA

Blóðugt ár í Írak

Árið 2013 reyndist eitt það blóðugasta í Írak frá innrásinni í landið fyrir áratug síðan. Meira en tíu þúsund manns féllu í átöku stríðandi fylkinga, en landið logar í deilum milli þjóðarbrota og trúarhópa. Um 1.200 manns féllu í desembermánuði einum í því sem ýmsir óttast að sé einungis byrjunin á nýrri borgarastyrjöld sem muni leiða ómældar hörmungar yfir þessa stríðshrjáðu þjóð á árinu 2014. Tómlæti vestrænna fjölmiðla og stjórnmálamanna um atburði þessa er sláandi. Flestum má þó vera ljós ábyrgð þeirra sem hófu þessa vegferð árið 2003. Innrásin í Írak er versta ákvörðun sem tekin hefur verið á síðustu áratugum og heimurinn mun súpa seyðið af henni um langt árabil. Verstar eru þó hörmungar Íraka sjálfra. Sláandi er þó að sjá hversu erfitt valdaþjóðum heimsins ætlar að reynast að draga lærdóma af þessari sögu. Enn í dag er enginn hörgull á þeim sem telja að unnt sé að hefja skammvinn og einföld stríð með loftárásum, sem greiði úr flækjum í löndum þar sem íbúar eru af ótal þjóðum, ættbálkum og trúarhópum og að slíkar aðgerðir geri ekki bara illt verra. Hér má lesa frétt AP, samantekt á tölu fallinna í Írak á liðnu ári: http://bigstory.ap.org/article/un-iraq-sees-highest-annual-death-toll-years

Færslur

SHA_forsida_top

Nató reist níðstöng við Akureyrarflugvöll

Nató reist níðstöng við Akureyrarflugvöll

Síðastliðinn laugardag, 22. ágúst, reistu Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi Nató níðstöng við Akureyrarflugvöll. Þórarinn Hjartarson …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða á Akureyri

Mótmælastaða á Akureyri

Mótmælastaða Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi vegna aðflugsæfinga Nató við Akureyrarflugvöll. Í dag, fimmtudaginn 20. ágúst, …

SHA_forsida_top

Illur gestur: ályktun frá SHA

Illur gestur: ályktun frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minna á þau gömlu sannindi að sjaldan er ein báran stök. Íslenskt efnahagslíf …

SHA_forsida_top

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, flutti eftirfarandi ávarp á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga að …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Á kertafleytingu á Akureyri, 6. ágúst 2009, flutti Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur eftirfarandi ávarp: Kæru vinir, …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við Akureyrarflugvöll laugardaginn 8. ágúst klukkan 14.30

Mótmælastaða við Akureyrarflugvöll laugardaginn 8. ágúst klukkan 14.30

Á úlfurinn að vernda lambið? Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi efna til mótmælastöðu við Akureyrarflugvöll …

SHA_forsida_top

Risaveldi á flótta - mótmælum frestað!

Risaveldi á flótta - mótmælum frestað!

Bandaríska herveldið virðist hafa hörfað undan friðarvilja Norðlendinga. Aðflugsæfingum hefur a.m.k. verið frestað um óákveðinn …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 6. ágúst í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum

Kertafleyting 6. ágúst í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum

Kertafleyting verður á fjórum stöðum á landinu fimmtudagskvöldið 6. ágúst kl. 22:30: í Reykjavík, …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst 2009

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst 2009

Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 6. ágúst 2009. Safnast verður …

SHA_forsida_top

Ályktun gegn aðflugsæfingum Nató á Akureyrarflugvelli.

Ályktun gegn aðflugsæfingum Nató á Akureyrarflugvelli.

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi lýsa furðu sinni á því að utanríkisráðherra þjóðarinnar skuli heimila aðflugsæfingar …

SHA_forsida_top

Frá Samstarfshópi friðarhreyfinga

Frá Samstarfshópi friðarhreyfinga

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6.ágúst 2009 Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 6. …

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur: Rauðar sumarbúðir

Rauður vettvangur: Rauðar sumarbúðir

frá fimmtudagur, júlí 23 2009 - 10:00 til laugardagur, júlí 25 2009 - 22:00 Hvern …

SHA_forsida_top

Vilja Íslendingar verða þegnar í herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna?

Vilja Íslendingar verða þegnar í herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna?

eftir Harald Ólafsson Því verður ekki trúað að óreyndu að verkalýðshreyfingin og þeir stjórnmálamenn sem …