BREYTA

Blysför á Akureyri í þágu friðar

AkureyriÁhugafólk um friðvænlegri heim stendur að hinni árlegu blysför í þágu friðar á Þorláksmessu, en gengið hefur verið frá árinu 2002. Gengið verður frá Samkomuhúsinu (Leikhúsinu) á Akureyri kl. 20.00 og út á Ráðhústorg. Blysför í þágu friðar felur annars vegar í sér almennar jólaóskir um frið og hins vegar beinist hún gegn versta tilræðinu við friðinn nú um stundir, Íraksstríðinu. Stíðið í Írak heldur áfram. Innrásaröflin verða stundum að breyta túlkun sinni á eðli þess. Flestar vestrænar fréttastofur (m.a. íslenskar) bergmála þá túlkun. Í byrjun var fylgismönnum Saddams helst kennt um ofbeldið. Síðan var áherslan lögð á al-Qaeda, ekki síst á al-Zarqawi, hinn blóðþyrsta jórdanska al-Qaedaliða. Eftir að hann var drepinn er kápunni enn snúið og nú kallast ofbeldið „átök trúarhópa" og „borgarastríð" og er túlkað sem stríð milli ofstækisfullra sía- og súnnímanna. Stöku sinnum heyrast þó fréttir af að dauðsaveitir þær sem flesta myrða tengist svonefndri „ríkisstjórn" Íraks og C.I.A. og að allt sé þetta hluti af hinu grimmilega, löglausa og tilefnislausa ensk-bandaríska hernámi á Írak. Innrásin og hernámið hefur enn fullan og yfirlýstan stuning Íslands. Kjörorð okkar eru hin sömu og áður: - Frið í Írak! - Burt með árásar- og hernámsöflin! - Enga aðild Íslands að stríði og hernámi! Ávarp flytur Hlynur Hallsson, myndlistamaður Kór Akureyrarkirkju syngur Kerti verða seld í upphafi göngunnar. Taka ber fram í ljósi verðurspár að aðeins verður gengið ef veður leyfir. Áhugafólk um friðvænlegri heim

Færslur

SHA_forsida_top

Af vörnum landsins

Af vörnum landsins

Eftirfarandi grein Rúnars Sveinbjörnssonar birtist í vefritinu Ögmundur.is 16. júní 2008 Nú er búið að …

SHA_forsida_top

RÚST - Skapandi Andspyrna - Nauðsynleg Skemmilegging

RÚST - Skapandi Andspyrna - Nauðsynleg Skemmilegging

Pólitísk listahátíð 19.-22. júní Í dag, 19. júní, hefst pólitísk listahátíð í Reykjavík, þar sem …

SHA_forsida_top

Samstaða gegn gagnflaugakerfi í Tékklandi

Samstaða gegn gagnflaugakerfi í Tékklandi

Næstkomandi sunnudag, 22. júní, verður alþjóðlegt átak til stuðnings baráttunni gegn fyrirhugaðri uppsetningu gagneldflauga í …

SHA_forsida_top

Varnarmálastofnun í þágu NATO

Varnarmálastofnun í þágu NATO

Eftirfarandi grein Steingríms J. Sigfússonar alþingismanns birtist í Morgunblaðinu 11. júní 2008. Í tilefni þess …

SHA_forsida_top

„Það er okkar að skrifa söguna“

„Það er okkar að skrifa söguna“

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 12. júní 2008. Undir þessari fyrirsögn skrifaði Ingibjörg …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherrann og hernaðarhyggjan

Utanríkisráðherrann og hernaðarhyggjan

eftir Einar Ólafsson Í Morgunblaðinu 3. júní birtist grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, undir …

SHA_forsida_top

Alþingi hvetur til að fangabúðunum í Guantánamo verði lokað

Alþingi hvetur til að fangabúðunum í Guantánamo verði lokað

Aðfararnótt föstudagsins 30. maí samþykkti Alþingi einum rómi eftirfarandi ályktun: Alþingi fordæmir ómannúðlega meðferð á …

SHA_forsida_top

Píningarbekkur á Austurvelli

Píningarbekkur á Austurvelli

Á morgun, föstudag, kemur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stutta heimsókn til Íslands til fundar með hérlendum …

SHA_forsida_top

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 30. maí n.k. Systa býður uppá sumarkjötrétt og sumarsalöt. Matseðillinn: …

SHA_forsida_top

Condoleezza Rice ber ábyrgð á pyntingum fanga

Condoleezza Rice ber ábyrgð á pyntingum fanga

Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanleg til Íslands næstkomandi föstudag til fundar við utanríkisráðherra Íslands, …

SHA_forsida_top

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 30. maí n.k. Systa býður uppá sumarkjötrétt og sumarsalöt. Guðrún …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, húsið opnar 18:30.

SHA_forsida_top

Kodd'í sleik, ekki í stríðsleik

Kodd'í sleik, ekki í stríðsleik

SHA_forsida_top

Matur ekki einkaþotur - matur ekki sprengjur

Matur ekki einkaþotur - matur ekki sprengjur

Samtökin "Matur ekki einkaþotur" gefa mat á Lækjartorgi klukkan 14 alla laugardaga. Þessi samtök, sem …