BREYTA

Bókun Steingríms J. Sigfússonar á 1229. fundi utanríkismálanefndar, 24. apríl 2007, um öryggismál á Norður-Atlantshafi

Undirritaður, fulltrúi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í utanríkismálanefnd, er því að sjálfsögðu fylgjandi að við ræktum gott samband við frænd- og grannþjóðir okkar Norðmenn og Dani eins og hinar vestnorrænu og norrænu þjóðirnar. Náin og góð samvinna á stjórnmálasviðinu eins og sú sem fram fer á vettvangi Norðurlandaráðs og norræna Ráðherraráðsins er sjálfsögð og sama gildir um samstarf á sviði björgunarmála og þvíumlíkt. Öðru máli gegnir um margt það sem boðað er í fyrirhuguðu samkomulagi við Noreg á sviði öryggismála, varnarmála og viðbúnaðar og yfirlýsingu um svipaða hluti með Dönum. Undirritaður gerir í fyrsta lagi alvarlegar athugasemdir við og hefur fyrirvara á um öll vilyrði sem gefin eru um aukinn kostnað sem Ísland komi til með að bera í væntanlegu samkomulagi við Norðmenn annars vegar og samstarfsyfirlýsingu við Dani hins vegar. Ekkert liggur fyrir um að réttlætanlegt sé, né að það þjóni hagsmunum Íslendinga, að fara að halda uppi erlendum herjum eða aðilum við óþarfar og jafnvel varhugaverðar heræfingar á íslensku yfirráðasvæði og bera af því umtalsverðan kostnað. Við blasir að spyrja hvort slíkum fjármunum væri ekki betur varið í að efla okkar eigin borgaralegu gæslu- og björgunarstarfsemi. Aukið samkrull borgaralegra og hernaðarlegra þátta, sem greinilega er verið að boða, er afar varhugavert. Því má undir engum kringumstæðum gleyma að Landhelgisgæslan íslenska er ekki her heldur borgaralegur gæslu-, eftirlits- og björgunaraðili. Þá gerir undirritaður alvarlegar athugasemdir við heimildir sem virðist standa til að veita nágrönnum okkar, einkum Norðmönnum, til umsvifa hér á landi og í lögsögu Íslands með vísan til þess að þeir eru ekki aðeins nágrannar og samstarfsaðilar heldur einnig keppinautar okkar og gagnaðilar í deilum. Við slíkar aðstæður hafa Norðmenn oft reynst býsna harðdrægir í sinni hagsmunagæslu, jafnt þó Íslendingar ættu í hlut sem aðrir. Norðmenn munu örugglega hér eftir sem hingað til reyna að færa út og styrkja áhrifasvæði sitt í norðurhöfum og má benda á reynslu af samskiptum við þá hvað varðar alþjóðleg hafsvæði eða smugur, Svalbarða og Jan Mayen sem dæmi. Jafnframt lýsir undirritaður áhyggjum yfir, og setur skýran fyrirvara við, ef þessi gjörningur leiðir til þess að innlend starfsemi, einkum Landhelgisgæsla, lögregla og björgunarsveitir, verði síður efld að fjárveitingum, mannafla og tækjakosti en ella yrði. Loks lýsir undirritaður sig algerlega andvígan hvers kyns heræfingarbrölti á Íslandi og á íslensku yfirráðasvæði hvort sem Norðmenn, Danir eða aðrir eiga í hlut. Það er sjálfsögð stefna af okkar hálfu að halda öllu slíku og tilheyrandi ónæði, mengun og mengunarhættu eins fjarri Íslandi, lofthelgi okkar og efnahagslögsögu og kostur er. Allt slíkt brölt samrýmist illa friðar- og vopnleysisarfleifð þjóðarinnar. Það er mjög miður að nú skuli rokið til og stafir settir undir slíkt samkomulag eða yfirlýsingar, jafnvel þó ekki sé um þjóðréttarskuldbindingar að ræða, án undangenginnar umræðu í þjóðfélaginu, stefnumótunar og meiri aðkomu Alþingis og vandaðri undirbúnings almennt. Eins má spyrja hvort eðlilegt sé að ráðherra eða ríkisstjórn sem er á síðustu embættisdögum sínum fyrir kosningar sé að ganga frá slíkum málum í stað þess að þau verði til lykta leitt í krafti nýs þingmeirihluta að loknum kosningum. Alþingi 24. apríl 2007 Steingrímur J. Sigfússon

Færslur

SHA_forsida_top

STÖÐVIÐ STRÍÐSGLÆPINA Á GAZA!!

STÖÐVIÐ STRÍÐSGLÆPINA Á GAZA!!

-Mótmælafundur á Austurvelli, fimmtudaginn 13. júlí kl. 17:30 Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmælafundar á …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpum Ísraela á Gaza mótmælt

Stríðsglæpum Ísraela á Gaza mótmælt

-Mótmælafundur fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli Verið er að skipuleggja mótmæli vegna stríðsglæpa Ísraela á …

SHA_forsida_top

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

Bechtel, heimsins mesta stríðsgróðafyrirtæki

Bandarísk friðarsamtök hvetja til mótmæla við skrifstofur Bechtel 6.-9 . ágúst Sameinaða friðar- og …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Michel Chossudovsky í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júlí

Fyrirlestur Michel Chossudovsky í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júlí

Þann 11. júlí nk. verður hér í Reykjavík kanadíski hagfræðingurinn Michel Chossudovsky. Hann kemur til …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Leikið um 3ja sæti

SHA_forsida_top

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Í dag, 7. júlí, er haldið áfram viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um brottför hersins. …

SHA_forsida_top

Var þörf á varnarliði?

Var þörf á varnarliði?

eftir Árna Björnsson Birtist í Morgunblaðinu 6. júlí 2006 ÞEGAR bandaríski herinn birtist …

SHA_forsida_top

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

Greinargerð Samtaka herstöðvaandstæðinga vegna viðræðna Bandaríkjanna og Íslands um brottför hersins

1. Segjum upp herstöðvasamningnum! Allt frá því að herstöðvasamningurinn var gerður árið 1951 hefur þjóðin …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Undanúrslit

SHA_forsida_top

Stríðsglæpamaður snæðir að Bessastöðum

Stríðsglæpamaður snæðir að Bessastöðum

Í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands 26. júní segir svo: „George H. W. Bush, fyrrverandi …

SHA_forsida_top

Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963

Þættir úr sögu Þjóðvarnar 1945–1963

eftir Sverri Jakobsson (Dagfari 1. tbl. 26. árg. (2000), bls. 28-39) Herstöð við …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Undanúrslit

SHA_forsida_top

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Kæra lögð fram gegn George H.W. Bush

Fréttatilkynning Reykjavík, 3. júlí 2006 Í dag lagði hópur fólks fram kæru við embætti Ríkislögreglustjóra …

SHA_forsida_top

Fræðsluerindi SHA

Fræðsluerindi SHA

Elías Davíðsson heldur erindi á almennum félagsfundi SHA um blóði drifinn forsetaferil George Bush eldri.

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit