BREYTA

Borgarstjóri á réttri leið

Í Fréttablaðinu í dag, miðvikudaginn 15. desember, er ánægjuleg fregn um tillögur borgarstjóra þess efnis að herflugvélum verði ekki heimilað að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Ástæða er til að fagna þessum tillöguflutningi. Samtök hernaðarandstæðinga hafa í mörg ár bent á að orð verði að fylgja aðgerðum þegar kemur að friðarmálum. Ekki er nóg að tala um Reykjavík sem friðarborg á tyllidögum - grípa verður til beinna aðgerða í því að úthýsa hergögnum. Tillaga borgarstjóra er til marks um að hugur fylgi máli og er það vel. Rétt er að hvetja Reykjavíkurborg til frekari dáða í þessu efni. Nærtækasta skrefið er að afþakka herskipaheimsóknir þær sem verið hafa plagsiður í borginni á liðnum sumrum. Risaherskip helstu hervelda heims hafa ekkert erindi í Sundahöfn. Þá er brýnt að borgaryfirvöld taki það skýrt fram að heræfingar koma ekki til greina í borgarlandinu - þar með talið æfingar í tengslum við fyrirhugaðan "Norðurvíking" á næsta ári.

Færslur

SHA_forsida_top

Rjúfum 200 hluthafa múrinn!

Rjúfum 200 hluthafa múrinn!

Einkahlutafélagið Friðarhús SHA var stofnað 30. mars 2004 með kaup á húsnæði fyrir starfsemi SHA …

SHA_forsida_top

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga

Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga (International Network For The Aboliton Of Foreign Military Bases - No Bases …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga undirbýr friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA var haldinn fimmtudaginn 30. nóvember. Rætt var um landsráðstefnu SHA og niðurstöðu …

SHA_forsida_top

Þunnur þrettándi frá sýslumanni

Þunnur þrettándi frá sýslumanni

Eins og kynnt hefur verið hér á Friðarvefnum fóru SHA fram á lögbann við för …

SHA_forsida_top

Styðjum baráttu fatlaðra í Palestínu. Gegn hernámi – fyrir réttindum og reisn

Styðjum baráttu fatlaðra í Palestínu. Gegn hernámi – fyrir réttindum og reisn

Í kvöld, miðvikudag, verður haldinn á Hótel Borg fundur í tilefni af alþjóðlegum samstöðudegi …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA verður haldinn n.k. fimmtudag í Barnaskólanum á Brekkunni ("Rósenborg") kl. 20. Í …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa slegið í gegn og að þessu sinni verður efnt til veislu á …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Undirbúningsfundur v. friðargöngu

Samstarfsnefnd friðarhreyfinga fundar kl. 20 í Friðarhúsi um undirbúning friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

Lærum af sögunni

Lærum af sögunni

Ályktun frá landsfundi SHA, 26. nóvember 2006 um hernaðarsamstarf við Norðmenn: Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla …

SHA_forsida_top

Segjum upp herstöðvasamningnum

Segjum upp herstöðvasamningnum

Ályktun frá landsfundi SHA, 26. nóvember 2006 um uppsögn herstöðvasamningsins: Engum sem fylgst hefur …

SHA_forsida_top

Uppgjöri fagnað

Uppgjöri fagnað

Ályktun frá landsfundi SHA, 26. nóvember 2006: Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fagnar því uppgjöri sem …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Nýtt nafn - sömu góðu samtökin

Nýtt nafn - sömu góðu samtökin

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, sunnudag. Ný miðnefnd var kjörin á fundinum …

SHA_forsida_top

Breytt tímasetning málsverðar

Breytt tímasetning málsverðar

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa verið síðasta eða næstsíðasta föstudag í mánuði, en vakin er athygli á …