BREYTA

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Vegna frétta undanfarinna daga um fund æðstu yfirmanna vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems vill borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna koma því á framfæri að hann harmar að Reykjavík sé með þessum hætti gert að vettvangi fundarhalda stjórnenda í þessum ógeðfellda iðnaði. Minnt er á að BAE Systems er stærsti vopnaframleiðandi Evrópu og einn sá stærsti í heimi. Fyrirtækið er þekkt fyrir að selja vopn til ríkja þar sem takmörkuð virðing er borin fyrir lýðræði og mannréttindum og má þar einna helst nefna Sádi-Arabíu og Indónesíu. Fyrirtækið hefur sömuleiðis setið undir ásökunum um stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmálamanna og einræðisherra víða um lönd í tengslum við vopnasölusamninga. Borgaryfirvöld hafa á síðustu misserum viljað kynna Reykjavík sem miðstöð friðar og má í því sambandi nefna Friðarsúlu Yoko Ono sem sett var upp í Viðey á dögunum. Fundir og kaupstefnur vopnaframleiðenda geta ekki samrýmst því markmiði og sömu sögu má raunar segja um ráðstefnur á borð við þá sem hernaðarbandalagið NATO hélt hér nýverið. Borgarstjórnarflokkur VG minnir sömuleiðis á andstöðu Vinstri grænna við heræfingar í borgarlandinu og "kurteisisheimsóknir" herskipa í hafnir Reykjavíkur. Sjá www.vg.is

Færslur

SHA_forsida_top

Ljóðakryddað sjávarfang

Ljóðakryddað sjávarfang

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. nóvember, eins og áður hefur verið kynnt á …

SHA_forsida_top

Takið frá helgina!

Takið frá helgina!

Það verður margt á seyði í Friðarhúsi um næstu helgi og því fyllsta ástæða fyrir …

SHA_forsida_top

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi kl. 20. Fundurinn er opinn öllum, en meðal þess sem …

SHA_forsida_top

Milan Rai í fangelsi

Milan Rai í fangelsi

Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi …

SHA_forsida_top

Góðar gjafir

Góðar gjafir

Hinu nýja húsnæði SHA, Friðarhúsi á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, berast sífellt nýjar gjafir. Nú …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna á laugardag

Friðarráðstefna á laugardag

Vert er að vekja athygli friðarsinna á ráðstefnu um ungt fólk, friðar- og mannréttindamál sem …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum í Friðarhúsi. Fimmtudagsfundurinn að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Að þessu sinni verður fjallað um …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðar- og mannréttindaráðstefna ungs fólks er haldin í Ráðhúsinu laugardaginn 19. nóvember frá kl. 14 …

SHA_forsida_top

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Friðarhúsið hefur verið ásetið undanfarna daga. Hópar á vegum SHA hafa verið duglegir við að …

SHA_forsida_top

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Nýkjörin miðnefnd SHA kom saman til opins fundar í Friðarhúsi fyrr í kvöld. Rétt er …

SHA_forsida_top

Til hvers að berjast gegn hernum?

Til hvers að berjast gegn hernum?

Fyrir nokkrum misserum bað tímaritið Orðlaus Steinunni Þóru Árnadóttur, þáverandi miðnefndarfulltrúa í SHA, um að …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðargöngur verða haldnar á Þorláksmessu víðsvegar um land. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Opið hús í friðarhúsi

Opið hús í friðarhúsi

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur nýkjörinnar miðnefndar SHA verður í Friðarhúsi fimmtudaginn 10. nóvember og hefst kl. 20. …