BREYTA

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Vegna frétta undanfarinna daga um fund æðstu yfirmanna vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems vill borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna koma því á framfæri að hann harmar að Reykjavík sé með þessum hætti gert að vettvangi fundarhalda stjórnenda í þessum ógeðfellda iðnaði. Minnt er á að BAE Systems er stærsti vopnaframleiðandi Evrópu og einn sá stærsti í heimi. Fyrirtækið er þekkt fyrir að selja vopn til ríkja þar sem takmörkuð virðing er borin fyrir lýðræði og mannréttindum og má þar einna helst nefna Sádi-Arabíu og Indónesíu. Fyrirtækið hefur sömuleiðis setið undir ásökunum um stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmálamanna og einræðisherra víða um lönd í tengslum við vopnasölusamninga. Borgaryfirvöld hafa á síðustu misserum viljað kynna Reykjavík sem miðstöð friðar og má í því sambandi nefna Friðarsúlu Yoko Ono sem sett var upp í Viðey á dögunum. Fundir og kaupstefnur vopnaframleiðenda geta ekki samrýmst því markmiði og sömu sögu má raunar segja um ráðstefnur á borð við þá sem hernaðarbandalagið NATO hélt hér nýverið. Borgarstjórnarflokkur VG minnir sömuleiðis á andstöðu Vinstri grænna við heræfingar í borgarlandinu og "kurteisisheimsóknir" herskipa í hafnir Reykjavíkur. Sjá www.vg.is

Færslur

SHA_forsida_top

Bjartsýnisverðlaun Nóbels

Bjartsýnisverðlaun Nóbels

Átti Barack Obama skilin Friðarverðlaunin? Eftirfarandi grein Hörpu Stefánsdóttur birtist í Smugunni 10. október …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í láni þetta kvöld til félagsins Vantrúar.

SHA_forsida_top

Silfurmaður í Friðarhúsi

Silfurmaður í Friðarhúsi

Bandaríski rithöfundurinn Webster Tarpley var gestur í sjónvarpsþættinum Silfri Egils sunnudaginn 26. september, þar sem …

SHA_forsida_top

Dagur án ofbeldis – 2. október

Dagur án ofbeldis – 2. október

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis er alþjóðlegt verkefni sem beinist að …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Fundur í Söguhópi SHA.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Málsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur, félagsfundur

Rauður vettvangur, félagsfundur

Félagsfundur RV í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Komið er að fyrsta málsverði haustsins í Friðarhúsi. Auk þess að vera góð fjáröflun fyrir …

SHA_forsida_top

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis 2. okt. 2009 til 2. jan. 2010

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis 2. okt. 2009 til 2. jan. 2010

2. október næstkomandi hefst á Nýja Sjálandi heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis. …

SHA_forsida_top

Ástandið á Sri Lanka

Ástandið á Sri Lanka

Borgarastríð hefur geysað á Sri Lanka nær samfellt í aldarfjórðung og komust átökin mjög í …

SHA_forsida_top

Mótmælandi Íslands, minningarsýning

Mótmælandi Íslands, minningarsýning

Sem kunnugt er lést Helgi Hóseasson á dögunum, en hann var þjóðkunnur baráttumaður fyrir friði …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Stríðið á Sri Lanka

Stríðið á Sri Lanka

Kristján Guðmundsson fjallar um átökin á Sri Lanka.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar

SHA_forsida_top

Mótmælandi Íslands

Mótmælandi Íslands

Heimildarmynd um Helga Hóseasson í boði SHA og Vantrúar.