BREYTA

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Vegna frétta undanfarinna daga um fund æðstu yfirmanna vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems vill borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna koma því á framfæri að hann harmar að Reykjavík sé með þessum hætti gert að vettvangi fundarhalda stjórnenda í þessum ógeðfellda iðnaði. Minnt er á að BAE Systems er stærsti vopnaframleiðandi Evrópu og einn sá stærsti í heimi. Fyrirtækið er þekkt fyrir að selja vopn til ríkja þar sem takmörkuð virðing er borin fyrir lýðræði og mannréttindum og má þar einna helst nefna Sádi-Arabíu og Indónesíu. Fyrirtækið hefur sömuleiðis setið undir ásökunum um stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmálamanna og einræðisherra víða um lönd í tengslum við vopnasölusamninga. Borgaryfirvöld hafa á síðustu misserum viljað kynna Reykjavík sem miðstöð friðar og má í því sambandi nefna Friðarsúlu Yoko Ono sem sett var upp í Viðey á dögunum. Fundir og kaupstefnur vopnaframleiðenda geta ekki samrýmst því markmiði og sömu sögu má raunar segja um ráðstefnur á borð við þá sem hernaðarbandalagið NATO hélt hér nýverið. Borgarstjórnarflokkur VG minnir sömuleiðis á andstöðu Vinstri grænna við heræfingar í borgarlandinu og "kurteisisheimsóknir" herskipa í hafnir Reykjavíkur. Sjá www.vg.is

Færslur

SHA_forsida_top

Myndband um NATO-væðinguna

Myndband um NATO-væðinguna

Ung Vinstri græn hafa sett á netið myndband sem þau kalla NATO-væðing Íslands. Myndbandið …

SHA_forsida_top

Heiða spilar á föstudagsmálsverði

Heiða spilar á föstudagsmálsverði

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. apríl. Systa sér um matseldina og …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi

1. maí kaffi

Morgunkaffi í Friðarhúsi á baráttudegi verkalýðsins.

SHA_forsida_top

Friðarhús miðvikudagskvöld: fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Friðarhús miðvikudagskvöld: fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Miðvikudagskvöldið 23. apríl kl. 20 munu Rósa Eyvindardóttir og Vésteinn Valgarðsson segja frá ferð sinni …

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Rósa Eyvindardóttir og Vésteinn Valgarðsson segja frá ferð sinni á alþjóðlega friðarráðstefnu í Kaíró á …

SHA_forsida_top

Söngvaskáld í Friðarhúsi & Kaírófundur

Söngvaskáld í Friðarhúsi & Kaírófundur

Nýverið kom út vegleg söngbók með norrænum baráttuljóðum, en undirbúningur útgáfunnar hefur staðið í mörg …

SHA_forsida_top

Per Warming

Per Warming

Danski tónlistar- og fræðimaðurinn Per Warming fjallar um tónlist og stjórnmál í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. apríl. Matseldin verður að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Deilt og drottnað í Darfúr og Tíbet

Deilt og drottnað í Darfúr og Tíbet

eftir Þórarin Hjartarson „Declare independance“, hrópar Björk í Kína og í Serbíu. Vestrænar fréttastofur hafa …

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. apríl. Matseldin verður að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Varnarmálalög samþykkt - hernaðarhyggjan lögfest

Varnarmálalög samþykkt - hernaðarhyggjan lögfest

Í gær, 16. apríl, var frumvarp utanríkisráðherra um varnarmálalög samþykkt. Samtök hernaðarandstæðinga sendu utanríkismálanefnd Alþingis …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.