BREYTA

Breyting á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga?

shamerkiÁrið 1972 voru Samtök herstöðvaandstæðinga stofnuð. Félagið var reist á grunni Samtaka hernámsandstæðinga sem legið höfðu að mestu í dvala um nokkurra missera skeið. Til þessa dags hafa samtökin verið leiðandi í baráttu íslenskra friðar- og afvopnunarsinna. Þótt spjótunum hafi verið beint gegn veru bandarísks herliðs hér á landi, hefur það alla tíð komið í hlut SHA að vera í fararbroddi við að mótmæla stríðsrekstri í öðrum löndum eða geggjuðu vígbúnaðarkapphlaupi risaveldanna. Á sama hátt og Samtök hernámsandstæðinga þótti hentugt og lýsandi nafn á sjöunda áratug síðustu aldar, var talin ástæða til að breyta nafninu árið 1972 til að lýsa betur eðli starfseminnar. Til þessa dags hafa félagsmenn barist gegn öllum herstöðvum, hvar í heimi sem er. Forsenda baráttu okkar er og hefur verið almenn andúð á her og hervaldi. Þess vegna hafa íslenskir herstöðvaandstæðingar jöfnum höndum mótmælt bandarískri hersetu á Íslandi og í Írak eða ofbeldi rússneska hersins í Téténíu. Brottför bandaríska hersins frá Miðnesheiði fyrr í haust var meiriháttar sigur fyrir málstað okkar herstöðvaandstæðinga. Því fer þó fjarri að um fullnaðarsigur hafi verið að ræða. Enn eru verkefnin ærin, þótt athyglin kunni nú að beinast í vaxandi mæli að öðrum þáttum. Þannig er brýnt að losna við síðustu eftirhreytur hersetunnar og uppsögn varnarsamningsins er forgangsatriði. Síðustu mánuði hafa þær raddir verið háværar innan Samtaka herstöðvaandstæðinga að vel fari á því að tengja þessi mikilsverðu tímamót í Íslandssögunni, sem brottför hersins óneitanlega er, við breytingu á nafni samtakanna. Ýmsar tillögur hafa komið upp í þessum umræðum, en svo virðist sem flestir taki ástfóstri við eina þeirra. Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga veturinn 2005-2006 hefur einróma komið sér saman um tillögu að breytingu á nafni samtakanna sem lögð verður fram á landsfundi SHA sunnudaginn 26. nóvember næstkomandi. Það er sameiginlegt álit miðnefndar að hið nýja nafn myndi endurspegla verkefni og baráttumál félagsins jafnvel betur en það ágæta nafn sem það hefur borið síðustu 24 árin. Þá spillir ekki fyrir að hljómur nýja nafnsins er ekki ósvipaður þess sem fyrir var og skammstöfunin gæti staðið óbreytt. Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga veturinn 2005-2006 leggur til að hið nýja nafn félagsins verði Samtök hernaðarandstæðinga. Það er von tillöguflytjenda að þessi uppástunga verði kveikja frjórra umræðna innan félagsins fram að landsfundi sem og á fundinum sjálfum. Afar æskilegt væri að áhugafólk um þetta mál setti hugleiðingar sínar á blað og sendi til birtingar hér á Friðarvefinn. Aðstandendur tillögunnar eru: Bergljót Njóla Jakobsdóttir, Davíð Stefánsson, Harpa Stefánsdóttir, Sigurður Flosason, Snæbjörn Guðmundsson, Sonja Lind Eyglóardóttir, Stefán Pálsson, Steindór Grétar Jónsson, Sveinn Birkir Björnsson, Torfi Stefán Jónsson, Þórður Sveinsson & Þórhildur Halla Jónsdóttir.

Færslur

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA. Borðhald hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Því ber að fagna að utanríkisráðherra ítrekar í erindi sínu á ráðstefnu í Norræna húsinu …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Við leyfum okkur að birta hér hluta úr erindi sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt …

SHA_forsida_top

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

Um breytingar á stöðu Íslands og norðurlandanna í varnar- og öryggismálum Fyrirlestrar í samvinnu við …

SHA_forsida_top

Þingmenn deila um varnarmál

Þingmenn deila um varnarmál

Eftirfarandi grein Árna Páls Árnasonar þingmanns Samfylkingarinnar og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis birtist í Morgunblaðinu 23. …

SHA_forsida_top

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Vinur okkar, Milan Rai, hefur nú verið fangelsaður í annað sinn á tveimur árum. Milan …

SHA_forsida_top

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

eftir Árna Þór Sigurðsson alþingismann Birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst … börnum og …

SHA_forsida_top

Nató-fenið í Afganistan

Nató-fenið í Afganistan

eftir Steingrím J. Sigfússon Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Nató-leiðangurinn í Afganistan, …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning á vegum SHA og Slagsíðunnar.

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagskvöldið 23. ágúst standa Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kvikmyndasýningu í Friðarhúsi í samvinnu við aðstandendur bókabúðarinnar …

SHA_forsida_top

Útrýmum kjarnavopnum

Útrýmum kjarnavopnum

eftir Katrínu Jakobsdóttur Birtist í Fréttablaðinu 9. ágúst 2007 Í kvöld verður þess …

SHA_forsida_top

Hvenær hætta þeir að drepa?

Hvenær hætta þeir að drepa?

Eftirfarandi grein Guðmundar R. Jóhannssonar birtist á vefritinu ogmundur.is 19. ágúst 2007 Rússarnir eru komnir …

SHA_forsida_top

Vantar óvin

Vantar óvin

eftir Sigurð Flosason, gjaldkera SHA Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Við hvað …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla flugi rússneskra herþotna við strendur Íslands. Æfinga- og eftirlitsflug á borð við …