BREYTA

Breyting á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga?

shamerkiÁrið 1972 voru Samtök herstöðvaandstæðinga stofnuð. Félagið var reist á grunni Samtaka hernámsandstæðinga sem legið höfðu að mestu í dvala um nokkurra missera skeið. Til þessa dags hafa samtökin verið leiðandi í baráttu íslenskra friðar- og afvopnunarsinna. Þótt spjótunum hafi verið beint gegn veru bandarísks herliðs hér á landi, hefur það alla tíð komið í hlut SHA að vera í fararbroddi við að mótmæla stríðsrekstri í öðrum löndum eða geggjuðu vígbúnaðarkapphlaupi risaveldanna. Á sama hátt og Samtök hernámsandstæðinga þótti hentugt og lýsandi nafn á sjöunda áratug síðustu aldar, var talin ástæða til að breyta nafninu árið 1972 til að lýsa betur eðli starfseminnar. Til þessa dags hafa félagsmenn barist gegn öllum herstöðvum, hvar í heimi sem er. Forsenda baráttu okkar er og hefur verið almenn andúð á her og hervaldi. Þess vegna hafa íslenskir herstöðvaandstæðingar jöfnum höndum mótmælt bandarískri hersetu á Íslandi og í Írak eða ofbeldi rússneska hersins í Téténíu. Brottför bandaríska hersins frá Miðnesheiði fyrr í haust var meiriháttar sigur fyrir málstað okkar herstöðvaandstæðinga. Því fer þó fjarri að um fullnaðarsigur hafi verið að ræða. Enn eru verkefnin ærin, þótt athyglin kunni nú að beinast í vaxandi mæli að öðrum þáttum. Þannig er brýnt að losna við síðustu eftirhreytur hersetunnar og uppsögn varnarsamningsins er forgangsatriði. Síðustu mánuði hafa þær raddir verið háværar innan Samtaka herstöðvaandstæðinga að vel fari á því að tengja þessi mikilsverðu tímamót í Íslandssögunni, sem brottför hersins óneitanlega er, við breytingu á nafni samtakanna. Ýmsar tillögur hafa komið upp í þessum umræðum, en svo virðist sem flestir taki ástfóstri við eina þeirra. Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga veturinn 2005-2006 hefur einróma komið sér saman um tillögu að breytingu á nafni samtakanna sem lögð verður fram á landsfundi SHA sunnudaginn 26. nóvember næstkomandi. Það er sameiginlegt álit miðnefndar að hið nýja nafn myndi endurspegla verkefni og baráttumál félagsins jafnvel betur en það ágæta nafn sem það hefur borið síðustu 24 árin. Þá spillir ekki fyrir að hljómur nýja nafnsins er ekki ósvipaður þess sem fyrir var og skammstöfunin gæti staðið óbreytt. Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga veturinn 2005-2006 leggur til að hið nýja nafn félagsins verði Samtök hernaðarandstæðinga. Það er von tillöguflytjenda að þessi uppástunga verði kveikja frjórra umræðna innan félagsins fram að landsfundi sem og á fundinum sjálfum. Afar æskilegt væri að áhugafólk um þetta mál setti hugleiðingar sínar á blað og sendi til birtingar hér á Friðarvefinn. Aðstandendur tillögunnar eru: Bergljót Njóla Jakobsdóttir, Davíð Stefánsson, Harpa Stefánsdóttir, Sigurður Flosason, Snæbjörn Guðmundsson, Sonja Lind Eyglóardóttir, Stefán Pálsson, Steindór Grétar Jónsson, Sveinn Birkir Björnsson, Torfi Stefán Jónsson, Þórður Sveinsson & Þórhildur Halla Jónsdóttir.

Færslur

SHA_forsida_top

Leynd og lausir endar

Leynd og lausir endar

Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður skrifar á heimasíðu sinni 2. október: Herinn er farinn. 55 ára …

SHA_forsida_top

Umræður á Alþingi um varnarmál

Umræður á Alþingi um varnarmál

Miðvikudaginn 4. október flutti forsætisráðherra munnlega skýrslu á Alþingi um varnarmál sem síðan var til …

SHA_forsida_top

Ályktun kjördæmisráðs VG í SV-kjördæmi vegna brottfarar hersins

Ályktun kjördæmisráðs VG í SV-kjördæmi vegna brottfarar hersins

Fundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, haldinn 28. september 2006, fagnar því að bandaríska …

SHA_forsida_top

Jón Baldvin: Hverfum frá Bandaríkjunum til Evrópu

Jón Baldvin: Hverfum frá Bandaríkjunum til Evrópu

Þjóðarhreyfingin hélt fund 1. október síðastliðinn til að fagna brottför hersins. Á fundinum voru ræðumenn …

SHA_forsida_top

Plógjárn úr sverðum...

Plógjárn úr sverðum...

Um framtíð Keflavíkurflugvallar Þessi grein séra Halldórs Reynissonar birtist í Morgunblaðinu 3. október og …

SHA_forsida_top

Staksteinar: Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga

Staksteinar: Í minningu Samtaka herstöðvarandstæðinga

Í Staksteinum Morgunblaðsins 2. október voru birt minningarorð um Samtök herstöðvaandstæðinga. Þessi minningarorð eru svo …

SHA_forsida_top

Sagan öll

Sagan öll

Miðvikudagskvöldið 4. október, kl. 20 mun sagnfræðingurinn Vigfús Geirdal flytja í Friðarhúsi óformlegt erindi um …

SHA_forsida_top

Undirlægjuhættinum linni

Undirlægjuhættinum linni

Erindi flutt á fundi herstöðvaandstæðinga á Ísafirði, sem haldinn var til að fagna brottför bandaríska …

SHA_forsida_top

Suðurnesjaferð SHA

Suðurnesjaferð SHA

SHA skipuleggja rútuferð að herstöðvarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli undir leiðsögn - og fagna brottför hersins.

SHA_forsida_top

Af Suðurnesjaferð herstöðvaandstæðinga

Af Suðurnesjaferð herstöðvaandstæðinga

Í dag, sunnudaginn 1. október, fór hópur herstöðvaandstæðinga um Suðurnes til að sannreyna að bandaríski …

SHA_forsida_top

Kveðjuför til Suðurnesja sunnudag kl. 12

Kveðjuför til Suðurnesja sunnudag kl. 12

Herstöðvaandstæðingar munu á morgun, sunnudaginn 1. október, halda til Suðurnesja í kveðjuför. Lagt verður …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Allir velkomnir. Borðhald hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Amal Tamimi segir frá daglegu lífi á …

SHA_forsida_top

Kræsingar í Friðarhúsi

Kræsingar í Friðarhúsi

Hinar mánaðrlegu fjáröflunarmáltíðir Friðarhúss hefjast á ný eftir sumarið fös. 29. september. Borðhald hefst …

SHA_forsida_top

Kjördæmisráð VG í Suðurkjördæmi: Ísland úr NATO

Kjördæmisráð VG í Suðurkjördæmi: Ísland úr NATO

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi Kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi sl. laugardag: Aðalfundur Kjördæmisráðs …