BREYTA

Breytt tímasetning málsverðar

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa verið síðasta eða næstsíðasta föstudag í mánuði, en vakin er athygli á að svo er ekki að þessu sinni. Vegna landsfundar SHA n.k. sunnudag, hefur málsverðurinn verið færður til og verður haldinn að kvöldi fullveldisdagsins, 1. desember. Um verður að ræða glæsilegt jólahlaðborð, en matseðillinn er á þessa leið: Heimalöguð sænsk jólaskinka með karöflusalti, gulrótar-appelsínusalati og sinnepssósu Heimagerð lifrakæfa (verður borin fram heit) og heimagert rúgbrauð að hætti Systu Karrýsíld Bananasíld Listakonan Alexandra Kjuregej mun koma fram á skemmtuninni. Merkið því við 1. desember á dagatalinu.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …