BREYTA

Condoleezza Rice ber ábyrgð á pyntingum fanga

Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanleg til Íslands næstkomandi föstudag til fundar við utanríkisráðherra Íslands, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hvað sem öllu kurteisisvenjum líður við slíkar heimsóknir er full ástæða til að nota tækifærið og krefja gestinn svara við ýmsum áleitnum spurningum, svo sem varðandi þær pyntingar sem bandarísk stjórnvöld beita við yfirheyrslu fanga. waterL1104 468x493 Condoleezza Rice 5. desember 2005: Í desember 2005 var Condoleezza Rice í heimsókn í Evrópu. Þá höfðu borist óþægilegar spurningar frá Evrópu, frá Evrópuráðinu, Evrópusambandinu og einstökum löndum, sem vörðuðu vafasamt atferli Bandaríkjanna í „stríðinu gegn hryðjuverkum“. Áður en hún lagði upp í ferðina frá Andrews-herstöðinni rétt utan við Washington, þar sem einkaþotur Bandaríkjastjórnar hafa aðsetur, gaf hún út yfirlýsingu til að svara þessum spurningum. Þessi yfirlýsing er merkilegur samsetningur að því leyti að annarsvegar er lögð áhersla á það að bandarísk stjórnvöld fari að lögum, pyntingar séu bannaðar með lögum og því komi pyntingar ekki til greina. Hinsvegar er lögð áhersla á hættuna sem stafar af hryðjuverkamönnum og mikilvægi þess að upp um þá komist, að þeir náist, að hægt sé að fá þá til að veita þær upplýsingar sem þeir hafa og að þeir taki út sína refsingu. Eftir lýsingu á því hversu hættulegir nútíma hryðjuverkamenn eru sagði Rice: „Þeir hryðjuverkamenn 21. aldarinnar sem náðst hafa falla ekki auðveldlega að hefðbundnum réttarkerfum varðandi glæpi eða hernað sem þróuðust út frá öðrum þörfum. Við verðum að laga okkur að breyttum aðstæðum. Aðrar ríkisstjórnir standa nú gagnvart þessum vanda.“ Síðan fer hún mörgum orðum um það hversu mjög bandarísk stjórnvöld virða lögin, þar á meðal lög gegn pyntingum. Svo víkur hún að þeirri klemmu stjórnvalda að þurfa annarsvegar að virða lögin og hefðbundin bönn við pyntingum en hinsvegar beri þeim skylda til að vernda borgarana gegn yfirvofandi hættum. „Af því að stríðið gegn hryðjuverkum gengur út fyrir þau viðmið og fordæmi, sem við höfum haft varðandi átök til þessa, hefur almenningur hjá okkur rætt og tekist á um hvaða lagalegan grundvöll er tilhlýðilegt að taka upp.“ Í þessari yfirlýsingu höfðar Rice til vinaríkja Bandaríkjanna, sem þurfi líka að kljást við þennan vanda, og lýkur yfirlýsingu sinni svo: „Fjórum árum eftir 11. september spyrja flestir íbúar landa okkar að því hvort við séum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda þá. Ég veit hvernig það er að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort allt hafi verið gert sem hægt er að gera. Svo að nú, fyrir næstu árás, verðum við öll að vega og meta þá hörðu kosti sem lýðræðisleg stjórnvöld standa frammi fyrir. Og við stöndum best gagnvart þessum hættum ef við vinnum saman.“ (Sjá www.state.gov/secretary/rm/2005/57602.htm) Pyntingar voru leyfðar eftir 2001 Í viðtali við ABC-fréttastofuna bandarísku 11. apríl síðastliðinn sagði George Bush forseti Bandaríkjanna að hann vissi að æðstu ráðgjafar hans í öryggismálum hefðu rætt og tekið ákvörðun um það eftir 11. september 2001 hvernig skyldi standa að yfirheyrslum yfir háttsettum Al Qaeda-mönnum. Þær aðferðir, sem ráðgjafarnir samþykktu, felast meðal annars í höggum, hrindingum, hindrun á svefni og eftirlíkingu á drukknun, sem kallað er á ensku „waterboarding“, og felst í því að vatni er helt ofan í fangann þannig að honum finnst hann vera að drukkna. Meðal þessara háttsettu ráðgjafa voru Dick Cheney, Condoleezza Rice, Donald Rumsfeld, Colin Powell, George Tenet og John Ascroft. (Sjá einnig frétt í vefútgáfu breska blaðsins Daily Mail) Condoleezza Rice var í heimsókn í höfuðstöðvum Google í Mountain View í Kaliforníu nú um daginn, 23. maí. Frétt Associated Press frá þessum fundi hefur birst í allmörgum fjölmiðlum (sjá t.d. vefútgáfu Guardian). Á fundinum var hún spurð um þessa drukknunaraðferð við yfirheyrslur. Í svari sínu varði hún harðar yfirheyrsluaðferðir. Hún fullyrti að yfirheyrsluaðferðir eftir 11. september hefðu verið í samræmi við lög og reglur en viðurkenndi að síðan hefðu þessar reglur breyst og lagalegar takmarkanir á meðferð fanga hefðu tekið verulegum breytingum á árunum 2002 til 2003 þegar stjórnvöld hefðu leyft óvægnar aðferðir, þar á meðal nokkrar sem sumir telji pyntingar. Hún neitaði hinsvegar að upplýsa hvaða sérstöku aðferðir hefðu verið leyfðar. Við væntum þess að utanríkisráðherra Íslands krefji utanríkisráðherra Bandaríkjanna svara um þetta á fundi þeirra næstkomandi föstudag.

Færslur

SHA_forsida_top

Pöbb kviss Nató-andstæðingsins, 30. mars

Pöbb kviss Nató-andstæðingsins, 30. mars

Miðvikudagskvöldið 30. mars n.k. minnast hernaðarandstæðingar þess að Ísland gekk í Nató á þeim degi …

SHA_forsida_top

Enginn er eyland - ráðstefna á Akureyri

Enginn er eyland - ráðstefna á Akureyri

Samtök hernaðarandstæðinga áttu fulltrúa á ráðstefnu Háskólans á Akureyri og utanríkisráðuneytisins um alþjóðamál um liðna …

SHA_forsida_top

Málsverður & Bjartmar á föstudaginn langa

Málsverður & Bjartmar á föstudaginn langa

Samtök hernaðarandstæðinga láta ekki deigan síga þótt föstudaginn langa beri upp á síðasta föstudag mánaðarins. …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fór fram í dag. Fundurinn var afar líflegur og samþykkti fundurinn m.a. …

SHA_forsida_top

Aðalfundir á döfinni

Aðalfundir á döfinni

Aðalfundaglaðir friðarsinnar geta glaðst því tveir slíkir fundir eru framundan. Sunnudaginn 6. mars kl. 14 …

SHA_forsida_top

Herferðin gegn Líbíu – nýju aðferðirnar prófaðar

Herferðin gegn Líbíu – nýju aðferðirnar prófaðar

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um stríðið í Líbíu. …

SHA_forsida_top

Veitum friðarsinnum hæli - ályktun miðnefndar

Veitum friðarsinnum hæli - ályktun miðnefndar

Vegna fregna af mögulegri brottvísun hælisleitenda sem flúið hafa land sitt eftir að hafa neitað …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður föstudaginn 26. febrúar. Kokkar eru Lára Jóna, Þorvaldur og Alvin - sem …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður janúarmánaðar

Fjáröflunarmálsverður janúarmánaðar

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins 2016 verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 29. janúar n.k. Kokkarnir kvöldsins verða sómaparið …

SHA_forsida_top

Fyrsta stríðið?

Fyrsta stríðið?

Fornleifafræðingar í Kenýa hafa fundið á 10 þúsund ára gröf með líkum manna sem bera …

SHA_forsida_top

Rússum refsað. Hæfur dómari? Réttmæt refsing?

Rússum refsað. Hæfur dómari? Réttmæt refsing?

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um „stríðið gegn hryðjuverkum“. …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA tekur Illuga opnum örmum

Miðnefnd SHA tekur Illuga opnum örmum

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi miðnefndar Samtaka hernaðarandstæðinga í kvöld. Samtök hernaðarandstæðinga fagna …

SHA_forsida_top

Vestrið og gerfistríðið við ISIS

Vestrið og gerfistríðið við ISIS

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um „stríðið gegn hryðjuverkum“. …

SHA_forsida_top

Friðargönguræða - Ísafirði

Friðargönguræða - Ísafirði

Ég tel mig vita að það sé hefð fyrir því í friðargöngu að rifja upp …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Gengið …